Líklegt að Trump hafi nægan stuðning Repúblikana til að tilnefna í Hæstarétt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. september 2020 08:22 Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hyggst kynna dómaraefni sitt til Hæstaréttar í lok þessarar viku. Getty/Chip Somodevilla Útlit er fyrir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hafi nægan stuðning Repúblikana í öldungadeildinni til þess að tilnefna nýjan dómara í Hæstarétt Bandaríkjanna eftir andlát Ruth Bader Ginsburg. Demókratar höfðu litið til þeirra Cory Gardner, öldungadeildarþingmanns frá Colorado, og Chuck Grassley, öldungadeildarþingmanns frá Iowa, í von um stuðning við þau sjónarmið að bíða eigi með að tilnefna nýjan dómara þar til eftir forsetakosningarnar í nóvember. Gardner og Grassley lýstu því hins vegar báðir yfir í gær að þeir hyggist styðja þann sem Trump tilnefnir í embættið, gefið að viðkomandi sé hæfur til þess að verða dómari. Öldungadeildarþingmaðurinn Mitt Romney, sem hefur eldað grátt silfur við samflokksmann sinn forsetann og Demókratar hafa því einnig litið til, vildi ekki svara því í gær hvort hann ætli að styðja tilnefningu Trump. „Áður en ég segi eitthvað þá vil ég funda með kollegum mínum sem ég geri á morgun [í dag, þriðjudag],“ sagði Romney við blaðamenn. Yrði með íhaldsömustu dómurunum Tveir öldungadeildarþingmenn Repúblikana höfðu áður gefið til kynna að þeir styddu ekki að atkvæði yrðu greidd um dómaraefni Trump fyrir kosningar. Til þess að stöðva ferlið þurfa hins vegar tveir þingmenn til viðbótar að ganga úr skaftinu. Nú virðist hins vegar útséð með það eftir yfirlýsingar Gardner og Grassley í gær. Repúblikanar eru með 53 þingmenn í öldungadeildinni gegn 47 Demókrötum. Féllu atkvæði jafnt gæti Mike Pence, varaforseti, skorið á hnútinn með oddaatkvæði. Trump sagði í gær að hann ætli að kynna dómaraefni sitt á föstudag eða laugardag. Amy Coney Barrett, 48 ára gamall dómari við áfrýjunardómstól 7. svæðis, er talin líklegust til þess að hljóta náð fyrir augum Trump. Skipan Barrett myndi færa Hæstarétt verulega til hægri enda yrði hún með íhaldssömustu dómurum, líkt og fjallað var um á Vísi í gær. watch on YouTube Meirihluti Bandaríkjamanna vill bíða þar til eftir kosningar Þá yrði það ein snaggaralegasta skipan í sögunni ef Repúblikönum tekst að staðfesta nýjan dómara fyrir kosningar. Frá árinu 1975 hefur það tekið öldungadeildina að meðaltali 71 dag að staðfesta tilnefningu á hæstaréttardómara. Nú eru aðeins rúmir fjörutíu dagar til kjördags. Demókratar hafa gagnrýnt áform Repúblikana um að skipa dómara fyrir kosningarnar og vísað til þess þegar Mitch McConnell, leiðtogi öldungadeildarinnar, kom í veg fyrir að þingið fjallaði um dómaraefni Baracks Obama, þáverandi forseta, þegar sæti losnaði við Hæstarétt tíu mánuðum fyrir kjördag árið 2010. Rök McConnell þá voru að ekki gengi að staðfesta dómara svo nærri kosningunum og að kjósendur þyrftu að fá að segja hug sinn til hver fengi að skipa nýjan dómara. Hafa McConnell og aðrir Repúblikanar verið sakaðir um hræsni fyrir að vilja flýta skipan dómara í gegn nú þegar mun styttra er til kosninga. Líkt og árið 2016 hafa Repúblikanar þó meirihluta í öldungadeildinni og geta staðfest dómara ef þeim svo sýnist. Skoðanakönnun á vegum Reuters-fréttastofunnar bendir til þess að 62% Bandaríkjamanna vilji að sá sem vinnur forsetakosningarnar í nóvember velji nýjan dómara við Hæstarétt. Tæpur fjórðungur sagðist mótfallinn. Átta af hverjum tíu Demókrötum vilja að nýkjörinn forseti velji dómarann og helmingur Repúblikana. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Segir Trump misnota vald sitt Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, hefur kallað fyrirætlanir Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að tilnefna hæstaréttardómara fyrir kosningarnar í nóvember, misnotkun á valdi. 20. september 2020 23:00 Annar þingmaður Repúblikana mótmælir fyrirhugaðri tilnefningu til Hæstaréttar Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrata, hyggst ræða við Donald Trump Bandaríkjaforseta um áætlun hans um að tilnefna nýjan dómara til Hæstaréttar Bandaríkjanna áður en kjörtímabili hans lýkur. 20. september 2020 16:59 Segist ætla að tilnefna konu til Hæstaréttar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ætla að tilnefna konu til að taka við sæti Ruth Bader Ginsburg í Hæstarétti Bandaríkjanna. Hann segist þar að auki ætla að tilnefna konuna sem fyrst. 20. september 2020 08:48 Heitir því að greiða atkvæði um nýjan hæstaréttardómara Mitch McConnell, forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings, segir að ef Donald Trump, forseti, tilnefni mann til að taka við af Ruth Bader Ginsburg í Hæstarétti Bandaríkjanna, muni öldungadeildin greiða atkvæði um tilnefninguna. 19. september 2020 12:30 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Útlit er fyrir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hafi nægan stuðning Repúblikana í öldungadeildinni til þess að tilnefna nýjan dómara í Hæstarétt Bandaríkjanna eftir andlát Ruth Bader Ginsburg. Demókratar höfðu litið til þeirra Cory Gardner, öldungadeildarþingmanns frá Colorado, og Chuck Grassley, öldungadeildarþingmanns frá Iowa, í von um stuðning við þau sjónarmið að bíða eigi með að tilnefna nýjan dómara þar til eftir forsetakosningarnar í nóvember. Gardner og Grassley lýstu því hins vegar báðir yfir í gær að þeir hyggist styðja þann sem Trump tilnefnir í embættið, gefið að viðkomandi sé hæfur til þess að verða dómari. Öldungadeildarþingmaðurinn Mitt Romney, sem hefur eldað grátt silfur við samflokksmann sinn forsetann og Demókratar hafa því einnig litið til, vildi ekki svara því í gær hvort hann ætli að styðja tilnefningu Trump. „Áður en ég segi eitthvað þá vil ég funda með kollegum mínum sem ég geri á morgun [í dag, þriðjudag],“ sagði Romney við blaðamenn. Yrði með íhaldsömustu dómurunum Tveir öldungadeildarþingmenn Repúblikana höfðu áður gefið til kynna að þeir styddu ekki að atkvæði yrðu greidd um dómaraefni Trump fyrir kosningar. Til þess að stöðva ferlið þurfa hins vegar tveir þingmenn til viðbótar að ganga úr skaftinu. Nú virðist hins vegar útséð með það eftir yfirlýsingar Gardner og Grassley í gær. Repúblikanar eru með 53 þingmenn í öldungadeildinni gegn 47 Demókrötum. Féllu atkvæði jafnt gæti Mike Pence, varaforseti, skorið á hnútinn með oddaatkvæði. Trump sagði í gær að hann ætli að kynna dómaraefni sitt á föstudag eða laugardag. Amy Coney Barrett, 48 ára gamall dómari við áfrýjunardómstól 7. svæðis, er talin líklegust til þess að hljóta náð fyrir augum Trump. Skipan Barrett myndi færa Hæstarétt verulega til hægri enda yrði hún með íhaldssömustu dómurum, líkt og fjallað var um á Vísi í gær. watch on YouTube Meirihluti Bandaríkjamanna vill bíða þar til eftir kosningar Þá yrði það ein snaggaralegasta skipan í sögunni ef Repúblikönum tekst að staðfesta nýjan dómara fyrir kosningar. Frá árinu 1975 hefur það tekið öldungadeildina að meðaltali 71 dag að staðfesta tilnefningu á hæstaréttardómara. Nú eru aðeins rúmir fjörutíu dagar til kjördags. Demókratar hafa gagnrýnt áform Repúblikana um að skipa dómara fyrir kosningarnar og vísað til þess þegar Mitch McConnell, leiðtogi öldungadeildarinnar, kom í veg fyrir að þingið fjallaði um dómaraefni Baracks Obama, þáverandi forseta, þegar sæti losnaði við Hæstarétt tíu mánuðum fyrir kjördag árið 2010. Rök McConnell þá voru að ekki gengi að staðfesta dómara svo nærri kosningunum og að kjósendur þyrftu að fá að segja hug sinn til hver fengi að skipa nýjan dómara. Hafa McConnell og aðrir Repúblikanar verið sakaðir um hræsni fyrir að vilja flýta skipan dómara í gegn nú þegar mun styttra er til kosninga. Líkt og árið 2016 hafa Repúblikanar þó meirihluta í öldungadeildinni og geta staðfest dómara ef þeim svo sýnist. Skoðanakönnun á vegum Reuters-fréttastofunnar bendir til þess að 62% Bandaríkjamanna vilji að sá sem vinnur forsetakosningarnar í nóvember velji nýjan dómara við Hæstarétt. Tæpur fjórðungur sagðist mótfallinn. Átta af hverjum tíu Demókrötum vilja að nýkjörinn forseti velji dómarann og helmingur Repúblikana.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Segir Trump misnota vald sitt Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, hefur kallað fyrirætlanir Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að tilnefna hæstaréttardómara fyrir kosningarnar í nóvember, misnotkun á valdi. 20. september 2020 23:00 Annar þingmaður Repúblikana mótmælir fyrirhugaðri tilnefningu til Hæstaréttar Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrata, hyggst ræða við Donald Trump Bandaríkjaforseta um áætlun hans um að tilnefna nýjan dómara til Hæstaréttar Bandaríkjanna áður en kjörtímabili hans lýkur. 20. september 2020 16:59 Segist ætla að tilnefna konu til Hæstaréttar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ætla að tilnefna konu til að taka við sæti Ruth Bader Ginsburg í Hæstarétti Bandaríkjanna. Hann segist þar að auki ætla að tilnefna konuna sem fyrst. 20. september 2020 08:48 Heitir því að greiða atkvæði um nýjan hæstaréttardómara Mitch McConnell, forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings, segir að ef Donald Trump, forseti, tilnefni mann til að taka við af Ruth Bader Ginsburg í Hæstarétti Bandaríkjanna, muni öldungadeildin greiða atkvæði um tilnefninguna. 19. september 2020 12:30 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Segir Trump misnota vald sitt Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, hefur kallað fyrirætlanir Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að tilnefna hæstaréttardómara fyrir kosningarnar í nóvember, misnotkun á valdi. 20. september 2020 23:00
Annar þingmaður Repúblikana mótmælir fyrirhugaðri tilnefningu til Hæstaréttar Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrata, hyggst ræða við Donald Trump Bandaríkjaforseta um áætlun hans um að tilnefna nýjan dómara til Hæstaréttar Bandaríkjanna áður en kjörtímabili hans lýkur. 20. september 2020 16:59
Segist ætla að tilnefna konu til Hæstaréttar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ætla að tilnefna konu til að taka við sæti Ruth Bader Ginsburg í Hæstarétti Bandaríkjanna. Hann segist þar að auki ætla að tilnefna konuna sem fyrst. 20. september 2020 08:48
Heitir því að greiða atkvæði um nýjan hæstaréttardómara Mitch McConnell, forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings, segir að ef Donald Trump, forseti, tilnefni mann til að taka við af Ruth Bader Ginsburg í Hæstarétti Bandaríkjanna, muni öldungadeildin greiða atkvæði um tilnefninguna. 19. september 2020 12:30