Það er heldur betur nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í dag en alls má finna níu beinar útsendingar í dag.
Dubai Duty Free Open hefst klukkan 12.00 á Stöð 2 Golf í dag. Það er ekki eina golfmótið sem er sýnt frá í dag.
Corales Puntacana Resort & Club Championship fer einnig af stað í dag. Sýnt verður frá mótinu frá klukkan 19.00 á Stöð 2 Golf.
Það er Pepsi Max deildar karla veisla í kvöld. Klukkan 15.45 hefst upphitun fyrir leik FH og Val en liðin eru í tveimur efstu sætunum.
Í kjölfarið verður svo sýnt frá leik Fylki og Víking annars vegar og Breiðabliks og Stjörnunnar hins vegar en bæði lið töpuðu í síðustu umferð.
Í kvöld verður þetta svo allt gert upp í Pepsi Max tilþrifunum svo hægt verður að fylgjast með Pepsi Max deildinni frá klukkan 15.45 og fram eftir kvöldi.
Vodafonedeildin í CS:GO er svo í beinni á Stöð 2 eSport. Útsending hefst klukkan 19.15.
Englandsmeistarar Liverpool eru í eldlínunni í dag. Mæta þeir Lincoln í enska deildarbikarnum. Flautað verður til leiks klukkan 18.45.
Allar útsendingar dagsins má sjá hér.