Enn kom til átaka í Minsk í Hvíta-Rússlandi í gærkvöldi og beitti óeirðalögreglan öflugum vatnsbyssum og hvellsprengjum á mótmælendur og handtók um 150 manns.
Fólkið hefur mótmælt forsetanum Alexander Lúkasjenkó síðustu vikur eftir afar umdeildar kosningar þar sem hann náði endurkjöri með miklum yfirburðum, en stórkostlegir gallar virðast hafa verið á framkvæmd kosninganna.
Í gær sór Lúkasjenkó embættiseið og gerði það í kyrrþey, líklega til þess að mótmælendur myndu ekki hópast saman á sama tíma.
Eftir að tilkynnt hafði verið um athöfnina fór fólk því út á götur borgarinnar og veifaði hvítum og rauðum fánum stjórnarandstöðunnar.
Einnig var mótmælt í næststærslu borg landsins, Brest, og á fleiri stöðum í landinu.