Með vali okkar höfum við áhrif á hverjum einasta degi – Láttu það ganga Íslenskt - láttu það ganga 25. september 2020 11:22 Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir íslenskan iðnað fjölbreyttan. SI „Iðnaður á Íslandi er gríðarlega fjölbreyttur. Innan Samtaka iðnaðarins eru ólík fyrirtæki, eins og gullsmíðaverkstæði, álver, kvikmyndaframleiðendur, tölvuleikjaframleiðendur, bakarar, arkitektar og húsasmiðir svo dæmi séu tekin. Þetta endurspeglar þá miklu breidd og fjölbreytni sem neytendur hafa úr að velja,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, en samtökin standa ásamt fleirum að átakinu Íslenskt - láttu það ganga. Með átakinu eru landsmenn hvattir til þess að verja störf og skapa aukin verðmæti með því að nýta kaupmátt sinn innanlands og styðja við íslenskan iðnað, verslun, framleiðslu og hugvit. Þar með verði keðjuverkun sem skili sér aftur til samfélagsins. Sigurður segir mikilvægt að landsmenn allir séu meðvitaðir um hvaða áhrif hver og einn getur haft. Þegar þú velur íslenska þjónustu skilar það sér aftur til þín. Þú styður við íslenskan iðnað, framleiðslu og hugvit. Þannig skapast verðmæti og störf, samfélaginu okkar til góða. „Með vali okkar höfum við áhrif á hverjum einasta degi. Þegar við veljum íslenska vöru eða þjónustu, af hvaða tagi sem er, fer af stað keðjuverkun sem eflir hagkerfið og samfélagið allt um leið. Þess vegna er mikilvægt að við séum meðvituð um það sem í boði er. Með því að skipta við íslenskt atvinnulíf tökum við þátt í að verja störf og skapa verðmæti innanlands og tryggjum að heimilin, efnahagslífið og samfélagið allt haldist gangandi.“ Sigurður segir að við þurfum að nýta tímann vel núna til að styðja við það sem er framleitt hér á landi svo viðspyrnan í hagkerfinu verði kröftug þegar þar að kemur. „Með þessu átaki taka stjórnvöld og atvinnulíf höndum saman og hvetja fólk og fyrirtæki til að skipta við innlend fyrirtæki því þannig getum við öll lagt okkar af mörkum og styrkt efnhag landsins.“ Hann segir að það sé til mikils að vinna. „Ef við öll tökum þátt þá gagnast það öllum landsmönnum.“ Hann segir að átakið sé framhald átaksins Íslenskt – gjörið svo vel sem hófst árið 2018. „Íslenskir framleiðendur standa vel að vígi þegar horft er til gæða framleiðslu þeirra. Við eigum því að nýta hvert tækifæri til að auka veg og virðingu íslenskrar framleiðslu. Með réttu vali er síðan hægt að hafa jákvæð áhrif á uppbyggingu einstakra atvinnugreina með tilheyrandi störfum og verðmætasköpun.“ Sigurður segir íslenskt efnahagslíf hafa orðið fyrir miklu höggi undanfarið og átakið sé liður í að bregðast við því. „Við þurfum að bretta upp ermar og koma efnahagslífinu í gang að nýju. Við viljum fá þjóðina í lið með okkur. Með samtakamætti getum við staðið vörð um íslenska framleiðslu og þjónustu.“ Er íslensk framleiðsla samkeppnishæf við innfluttar vörur? „Heilt yfir er það sem framleitt er á Íslandi vel samkeppnishæft að gæðum og í verði. Þegar við berum saman vörur með líkum eiginleikum þá er íslenskur iðnaður fyllilega samkeppnishæfur,“ segir Sigurður. Einnig megi benda á kolefnissporið sem innflutningur skilur eftir sig því íslensk framleiðsla byggi á hreinni orku. „Ungt fólk er meðvitað um samfélagslega ábyrgð og horfir á heiminn með öðrum augum en þau sem eldri eru. Þar má til dæmis nefna loftslagsmál og ég held að íslensk framleiðsla sé oft á tíðum betri kostur en það sem er innflutt með tilheyrandi kolefnisspori. Það sem er framleitt hér á landi er framleitt með hreinni orku og þá má sérstaklega nefna íslensk matvæli sem einkennast af hreinleika og gæðum. Það er margt sem við höfum fram að færa sem ætti að höfða til ólíkra hópa en með þessu átaki, Íslenskt - láttu það ganga, viljum við kynna alla þá möguleika sem eru í boði svo hver og einn geti tekið eigin ákvarðanir,“ segir Sigurður. Hann segir að Íslendingar taki jafnan vel í að styðja við íslenska framleiðslu. „Þetta er eitthvað sem hefur verið gert reglulega gegnum tíðina með ýmsum formerkjum og má nefna herferðir eins og Íslenskt já takk og Veljum íslenskt. Þær skiluðu góðum árangri og ég á von á því að Íslenskt - láttu það ganga geri það einnig. Ég hlakka til að sjá árangurinn.“ Lífið Verslun Viðskipti Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
„Iðnaður á Íslandi er gríðarlega fjölbreyttur. Innan Samtaka iðnaðarins eru ólík fyrirtæki, eins og gullsmíðaverkstæði, álver, kvikmyndaframleiðendur, tölvuleikjaframleiðendur, bakarar, arkitektar og húsasmiðir svo dæmi séu tekin. Þetta endurspeglar þá miklu breidd og fjölbreytni sem neytendur hafa úr að velja,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, en samtökin standa ásamt fleirum að átakinu Íslenskt - láttu það ganga. Með átakinu eru landsmenn hvattir til þess að verja störf og skapa aukin verðmæti með því að nýta kaupmátt sinn innanlands og styðja við íslenskan iðnað, verslun, framleiðslu og hugvit. Þar með verði keðjuverkun sem skili sér aftur til samfélagsins. Sigurður segir mikilvægt að landsmenn allir séu meðvitaðir um hvaða áhrif hver og einn getur haft. Þegar þú velur íslenska þjónustu skilar það sér aftur til þín. Þú styður við íslenskan iðnað, framleiðslu og hugvit. Þannig skapast verðmæti og störf, samfélaginu okkar til góða. „Með vali okkar höfum við áhrif á hverjum einasta degi. Þegar við veljum íslenska vöru eða þjónustu, af hvaða tagi sem er, fer af stað keðjuverkun sem eflir hagkerfið og samfélagið allt um leið. Þess vegna er mikilvægt að við séum meðvituð um það sem í boði er. Með því að skipta við íslenskt atvinnulíf tökum við þátt í að verja störf og skapa verðmæti innanlands og tryggjum að heimilin, efnahagslífið og samfélagið allt haldist gangandi.“ Sigurður segir að við þurfum að nýta tímann vel núna til að styðja við það sem er framleitt hér á landi svo viðspyrnan í hagkerfinu verði kröftug þegar þar að kemur. „Með þessu átaki taka stjórnvöld og atvinnulíf höndum saman og hvetja fólk og fyrirtæki til að skipta við innlend fyrirtæki því þannig getum við öll lagt okkar af mörkum og styrkt efnhag landsins.“ Hann segir að það sé til mikils að vinna. „Ef við öll tökum þátt þá gagnast það öllum landsmönnum.“ Hann segir að átakið sé framhald átaksins Íslenskt – gjörið svo vel sem hófst árið 2018. „Íslenskir framleiðendur standa vel að vígi þegar horft er til gæða framleiðslu þeirra. Við eigum því að nýta hvert tækifæri til að auka veg og virðingu íslenskrar framleiðslu. Með réttu vali er síðan hægt að hafa jákvæð áhrif á uppbyggingu einstakra atvinnugreina með tilheyrandi störfum og verðmætasköpun.“ Sigurður segir íslenskt efnahagslíf hafa orðið fyrir miklu höggi undanfarið og átakið sé liður í að bregðast við því. „Við þurfum að bretta upp ermar og koma efnahagslífinu í gang að nýju. Við viljum fá þjóðina í lið með okkur. Með samtakamætti getum við staðið vörð um íslenska framleiðslu og þjónustu.“ Er íslensk framleiðsla samkeppnishæf við innfluttar vörur? „Heilt yfir er það sem framleitt er á Íslandi vel samkeppnishæft að gæðum og í verði. Þegar við berum saman vörur með líkum eiginleikum þá er íslenskur iðnaður fyllilega samkeppnishæfur,“ segir Sigurður. Einnig megi benda á kolefnissporið sem innflutningur skilur eftir sig því íslensk framleiðsla byggi á hreinni orku. „Ungt fólk er meðvitað um samfélagslega ábyrgð og horfir á heiminn með öðrum augum en þau sem eldri eru. Þar má til dæmis nefna loftslagsmál og ég held að íslensk framleiðsla sé oft á tíðum betri kostur en það sem er innflutt með tilheyrandi kolefnisspori. Það sem er framleitt hér á landi er framleitt með hreinni orku og þá má sérstaklega nefna íslensk matvæli sem einkennast af hreinleika og gæðum. Það er margt sem við höfum fram að færa sem ætti að höfða til ólíkra hópa en með þessu átaki, Íslenskt - láttu það ganga, viljum við kynna alla þá möguleika sem eru í boði svo hver og einn geti tekið eigin ákvarðanir,“ segir Sigurður. Hann segir að Íslendingar taki jafnan vel í að styðja við íslenska framleiðslu. „Þetta er eitthvað sem hefur verið gert reglulega gegnum tíðina með ýmsum formerkjum og má nefna herferðir eins og Íslenskt já takk og Veljum íslenskt. Þær skiluðu góðum árangri og ég á von á því að Íslenskt - láttu það ganga geri það einnig. Ég hlakka til að sjá árangurinn.“
Lífið Verslun Viðskipti Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira