Segir fleira fólk á miðjum aldri í daglegri áfengisneyslu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 24. september 2020 20:01 Yfirlæknir á Vogi segist sjá fleira fólk á miðjum aldri í daglegri áfengisneyslu en fyrir Covid-19 faraldurinn. Sala á léttvíni og bjór hefur aukist um rúm fjórtán prósent á milli ára. Samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR hefur sala á léttvíni aukist um 24,39 prósent í lítrum talið á þessu ári, miðað við sama tímabil í fyrra. Þá hefur sala á bjór aukist um 12,27 prósent. Þess ber að geta að sala í Fríhöfninni hefur að mestu legið niðri frá því í mars og einnig voru barir og veitingahús lokuð hluta af tímabilinu. Yfirlæknir á Vogi segir að breytingar í samfélaginu hafi klárlega haft áhrif á áfengisdrykkju landsmanna. „Það sem við sjáum á þessum tíma er áframhald á þróun sem við höfum séð undanfarin 15 ár. Það er að fækka í þessum yngsta hópi sem leitar til okkar og það er auðvitað mjög jákvætt og það er ennþá meira áberandi þetta árið,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi og bætir við að það gæti skýrst af því að skemmtanalíf hafi legið niðri að hluta. Nú séu þó fleiri á miðjum aldri í daglegri áfengisneyslu. „Fólk á miðjum aldri sem lýsir því að það hefur minni hömlur þegar þessar umhverfisbremsur okkar verða minni sem gerir það að verkum að margir hafa misst tökin enn frekar og kannski farið í daglega áfengisdrykkju sem var ekki áður dagleg,“ segir Valgerður. Bæði sé um að ræða fólk sem hafi áður leitað sér aðstoðar en misst tökin vegna breyttra aðstæðna og svo fólk sem átti sig á því í fyrsta skipti að áfengisneyslan sé vandamál, nú þegar bremsurnar eru ekki til staðar og fólk mæti til dæmis ekki til vinnu. „Fólk sem er með áfengissýki og er kannski hætt að vinna eða hefur misst vinnuna eða er að vinna heima. Þá hefur bataprógrammið riðlast mikið,“ segir Valgerður. Þessi tími hafi verið erfiður fyrir marga. „Ég er viss um að það séu margir í þessum sporum sem ekki eru að leita sér aðstoðar og ég vil hvetja þá til að gera það,“ segir Valgerður. Biðlistinn á Vogi hafi ekki lengst þrátt fyrir að færri fái pláss á Vogi. „Ég hef líka áhyggjur af því að fólk sé að veigra sér við að leita sér aðstoðar. Það er heima og er hrætt við veikina og er ekki að biðja um þá aðstoð sem það þarf og það er áhyggjuefni,“ segir Valgerður. Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Sjá meira
Yfirlæknir á Vogi segist sjá fleira fólk á miðjum aldri í daglegri áfengisneyslu en fyrir Covid-19 faraldurinn. Sala á léttvíni og bjór hefur aukist um rúm fjórtán prósent á milli ára. Samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR hefur sala á léttvíni aukist um 24,39 prósent í lítrum talið á þessu ári, miðað við sama tímabil í fyrra. Þá hefur sala á bjór aukist um 12,27 prósent. Þess ber að geta að sala í Fríhöfninni hefur að mestu legið niðri frá því í mars og einnig voru barir og veitingahús lokuð hluta af tímabilinu. Yfirlæknir á Vogi segir að breytingar í samfélaginu hafi klárlega haft áhrif á áfengisdrykkju landsmanna. „Það sem við sjáum á þessum tíma er áframhald á þróun sem við höfum séð undanfarin 15 ár. Það er að fækka í þessum yngsta hópi sem leitar til okkar og það er auðvitað mjög jákvætt og það er ennþá meira áberandi þetta árið,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi og bætir við að það gæti skýrst af því að skemmtanalíf hafi legið niðri að hluta. Nú séu þó fleiri á miðjum aldri í daglegri áfengisneyslu. „Fólk á miðjum aldri sem lýsir því að það hefur minni hömlur þegar þessar umhverfisbremsur okkar verða minni sem gerir það að verkum að margir hafa misst tökin enn frekar og kannski farið í daglega áfengisdrykkju sem var ekki áður dagleg,“ segir Valgerður. Bæði sé um að ræða fólk sem hafi áður leitað sér aðstoðar en misst tökin vegna breyttra aðstæðna og svo fólk sem átti sig á því í fyrsta skipti að áfengisneyslan sé vandamál, nú þegar bremsurnar eru ekki til staðar og fólk mæti til dæmis ekki til vinnu. „Fólk sem er með áfengissýki og er kannski hætt að vinna eða hefur misst vinnuna eða er að vinna heima. Þá hefur bataprógrammið riðlast mikið,“ segir Valgerður. Þessi tími hafi verið erfiður fyrir marga. „Ég er viss um að það séu margir í þessum sporum sem ekki eru að leita sér aðstoðar og ég vil hvetja þá til að gera það,“ segir Valgerður. Biðlistinn á Vogi hafi ekki lengst þrátt fyrir að færri fái pláss á Vogi. „Ég hef líka áhyggjur af því að fólk sé að veigra sér við að leita sér aðstoðar. Það er heima og er hrætt við veikina og er ekki að biðja um þá aðstoð sem það þarf og það er áhyggjuefni,“ segir Valgerður.
Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Sjá meira