Lögreglan á Suðurnesjum óskar eftir vitnum eftir að eignaspjöll voru unnin á minnst 18 bifreiðum í Reykjanesbæ í nótt. Þetta kemur fram í Facebook-færslu lögregluembættisins.
Bifreiðunum sem um ræðir var lagt við Hólagötu, Njarðargötu og Faxabraut. Í öllum tilfellum voru hliðarspegla brotnir af bifreiðunum.
Lögreglan biður þá sem urðu vitni að eða hafa upplýsingar um skemmdarverkin að setja sig í samband við lögregluna.
Lögreglan óskar eftir vitnum. I no tt voru unnin eignaspjo ll a að minnsta kosti 18 bifreiðum i Reykjanesbæ....
Posted by Lögreglan á Suðurnesjum on Saturday, 26 September 2020