Bylting í íslenskri kornrækt með nýju reitiborði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. september 2020 20:01 Birkir Arnar Tómasson, kornbóndi á Móheiðarhvoli við nýja reitiborðið, sem lofar mjög góðu en hann ásamt tveimur öðrum bændum keyptu vélina nýlega og fluttu hana inn til landsins. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Kornbændur vinna nú á fullum krafti við að ná korni sínu inn af ökrunum fyrir veturinn. Þrír kornbændur í Rangárvallasýslu hafa flutt inn stórvirka vél, sem mun valda byltingu í kornrækt en hún reitir kornið af axinu en slíkt hefur ekki sést áður hér á landi. Áður en Birkir Arnar Tómasson, bóndi á Móheiðarhvoli á Rangárvöllum leggur af stað á þreskivélinni á akurinn hjá Ágústi Rúnarssyni í Syðra Fíflholti í Vestur Landeyjum setur hann íblöndunarefni á vélina sem eru lífrænir gerlar í stað sýru en gerlarnir bæta verkun og listugleika kornsins. Þá er komið að því að fara með nýju græjuna á kornakurinn er þetta er svokallað reitiborð, sem er nýjung hjá þremur kornbændum, sem keyptu vélina saman. „Þannig að við tökum þetta með músaxara, það er reitiborð, sem reitir kornið af stráunum og skilur hálminn eftir og sprautar því í vagn. Svo keyrum við þetta heim og setjum í stæðu. Þetta er sem sagt votverkað bygg. Þetta er mögnuð aðferð, sem okkur finnst tilraunarinnar virði,“ segir Birgir Arnar. Birkir segir að afköst vélarinnar séu mjög góð en hún er sex metrar á breidd og hún er að ná að vinna um 40 hektara á sólarhring. Afköstu reitiborðsins eru mjög góð og mun valda byltingu í íslenskri kornrækt hvað varðar uppskerustörf segja eigendur vélarinnar.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við erum alltaf að reyna að rækta meira fóður heima og flytja minni inn, er það ekki sem við eigum að reyna að gera, flytja minna inn og nota meira íslenskt. Ég held að nýja reitiborðið eigi eftir að verða algjör bylting í uppskerustörfum á korni og mun geta orðið til þess að við getum stóraukið kornræktina.“ En hvað með kornuppskeru haustsins, hvernig er hún? „Uppskeran virðist vera þokkalega yfir meðallagi en veðrið núna í september hefur reyndar ekkert verið að hjálpa okkar en þetta ætlar nú að sleppa ef við fáum einhvern glugga núna, við náum vonandi miklu næstu daga,“ segir Birkir Arnar. Birkir Arnar á þreskivélinni að ná korninu af fallegum akri á bænum Syðra Fíflholt í Vestur-landeyjum.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Landbúnaður Tækni Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Kornbændur vinna nú á fullum krafti við að ná korni sínu inn af ökrunum fyrir veturinn. Þrír kornbændur í Rangárvallasýslu hafa flutt inn stórvirka vél, sem mun valda byltingu í kornrækt en hún reitir kornið af axinu en slíkt hefur ekki sést áður hér á landi. Áður en Birkir Arnar Tómasson, bóndi á Móheiðarhvoli á Rangárvöllum leggur af stað á þreskivélinni á akurinn hjá Ágústi Rúnarssyni í Syðra Fíflholti í Vestur Landeyjum setur hann íblöndunarefni á vélina sem eru lífrænir gerlar í stað sýru en gerlarnir bæta verkun og listugleika kornsins. Þá er komið að því að fara með nýju græjuna á kornakurinn er þetta er svokallað reitiborð, sem er nýjung hjá þremur kornbændum, sem keyptu vélina saman. „Þannig að við tökum þetta með músaxara, það er reitiborð, sem reitir kornið af stráunum og skilur hálminn eftir og sprautar því í vagn. Svo keyrum við þetta heim og setjum í stæðu. Þetta er sem sagt votverkað bygg. Þetta er mögnuð aðferð, sem okkur finnst tilraunarinnar virði,“ segir Birgir Arnar. Birkir segir að afköst vélarinnar séu mjög góð en hún er sex metrar á breidd og hún er að ná að vinna um 40 hektara á sólarhring. Afköstu reitiborðsins eru mjög góð og mun valda byltingu í íslenskri kornrækt hvað varðar uppskerustörf segja eigendur vélarinnar.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við erum alltaf að reyna að rækta meira fóður heima og flytja minni inn, er það ekki sem við eigum að reyna að gera, flytja minna inn og nota meira íslenskt. Ég held að nýja reitiborðið eigi eftir að verða algjör bylting í uppskerustörfum á korni og mun geta orðið til þess að við getum stóraukið kornræktina.“ En hvað með kornuppskeru haustsins, hvernig er hún? „Uppskeran virðist vera þokkalega yfir meðallagi en veðrið núna í september hefur reyndar ekkert verið að hjálpa okkar en þetta ætlar nú að sleppa ef við fáum einhvern glugga núna, við náum vonandi miklu næstu daga,“ segir Birkir Arnar. Birkir Arnar á þreskivélinni að ná korninu af fallegum akri á bænum Syðra Fíflholt í Vestur-landeyjum.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Landbúnaður Tækni Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira