Fyrrverandi kosningastjóri Trump hótaði að skaða sig Samúel Karl Ólason skrifar 28. september 2020 11:01 Brad Parscale, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump. AP/Eric Gay Brad Parscale, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, var lagður inn á sjúkrahús í gær eftir að hann hótaði því að skaða sjálfan sig. Eiginkona hans hringdi á lögregluna í gær og sagði að hann væri vopnaður nokkrum skotvopnum og hefði hótað því að skaða sig. Lögreglan segir hann hafa verið lagðan inn til geðrannsóknar. Parscale var lækkaður í tign innan framboðs Trump í júlí en hefur haldið áfram að stýra samfélagsmiðlavinnu framboðsins. Fregnir hafa borist af því að samband Parscale og Trump hafi farið versnandi á árinu. Parscale þótti verja of miklum tíma í Flórída en ekki í Virginíu þar sem höfuðstöðvar framboðsins eru. Þá veltu innanbúðarmenn vöngum yfir því að Parscale hefði makað eigin krók á framboðinu. Trump hafi þó misst traust á honum í sumar vegna misheppnaðar kosningafundar í Tulsa í Oklahoma. Parscale hafði byggt upp miklar væntingar sem stóðust alls ekki og neyddist Trump til að horfa á haf auðra sæta frá sviði sínu. „Brad Parscale er í fjölskyldu okkar og við elskum hann. Við erum tilbúin til að styðja hann og fjölskyldu hans hvernig sem við getum,“ sagði Tim Murtaugh, talsmaður framboðs Trump. Hann notaði tækifærið einnig til að skjóta á gagnrýnendur Trump og sakaði Demókrata og Repúblikana sem eru andsnúnir Trump um að hafa skaðað Parscale og fjölskyldu hans. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Sjá meira
Brad Parscale, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, var lagður inn á sjúkrahús í gær eftir að hann hótaði því að skaða sjálfan sig. Eiginkona hans hringdi á lögregluna í gær og sagði að hann væri vopnaður nokkrum skotvopnum og hefði hótað því að skaða sig. Lögreglan segir hann hafa verið lagðan inn til geðrannsóknar. Parscale var lækkaður í tign innan framboðs Trump í júlí en hefur haldið áfram að stýra samfélagsmiðlavinnu framboðsins. Fregnir hafa borist af því að samband Parscale og Trump hafi farið versnandi á árinu. Parscale þótti verja of miklum tíma í Flórída en ekki í Virginíu þar sem höfuðstöðvar framboðsins eru. Þá veltu innanbúðarmenn vöngum yfir því að Parscale hefði makað eigin krók á framboðinu. Trump hafi þó misst traust á honum í sumar vegna misheppnaðar kosningafundar í Tulsa í Oklahoma. Parscale hafði byggt upp miklar væntingar sem stóðust alls ekki og neyddist Trump til að horfa á haf auðra sæta frá sviði sínu. „Brad Parscale er í fjölskyldu okkar og við elskum hann. Við erum tilbúin til að styðja hann og fjölskyldu hans hvernig sem við getum,“ sagði Tim Murtaugh, talsmaður framboðs Trump. Hann notaði tækifærið einnig til að skjóta á gagnrýnendur Trump og sakaði Demókrata og Repúblikana sem eru andsnúnir Trump um að hafa skaðað Parscale og fjölskyldu hans. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218.
Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Sjá meira