Landsmenn muni þurfa að viðhafa varúðarráðstafanir næstu mánuði Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. september 2020 15:35 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir telur ekki tilefni til að grípa til hertra aðgerða vegna kórónuveirunnar að svo stöddu. Hann segir þó að landsmenn megi búast við því að þurfa að viðhafa þær sóttvarnarráðstafanir sem nú eru í gildi innanlands næstu mánuði. Þrjátíu og níu greindust með veiruna innanlands síðasta sólarhringinn og voru um níutíu prósent þeirra í sóttkví. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna vegna veirunnar í dag að þróun faraldursins væri nú niður á við með tilliti til samfélagssmits. „Og það er ánægjulegt og sýnir það að sennilega erum við á réttri leið. En það þarf ekki mikið út af að bregða til að við fáum hópsýkingar aftur á einhverjum stöðum þannig að almenningur þarf að halda áfram að passa sig og gera vel, eins og hann hefur verið að gera fram að þessu,“ sagði Þórólfur. „Ég held að maður geti túlkað það þannig að smitin, sérstaklega samfélagslegu smitin, eru að ganga hægt niður. […] Við þurfum kannski að sjá í dag líka hvort við sjáum aukinn fjölda aftur.“ Þá sagði Þórólfur að hvetja þyrfti alla til að fara áfram eftir þeim sóttvarnarráðstöfunum sem verið hafa í gildi undanfarið. Jafnframt mættu landsmenn búast við því að þær aðgerðir sem hafa verið í gildi innanlands, þ.e. reglur um fjarlægðarmörk, einstaklingsbundnar sóttvarnir og samkomutakmarkanir, verði við lýði í talsverðan tíma í viðbót. „Það er líklegt að við þurfum að viðhafa þessar varúðarráðstafanir, sem við höfum verið að hamra á og biðja fólk að viðhafa, næstu mánuðina. Þannig að ég tel ekki ástæðu til að grípa til hertra aðgerða núna en þetta er náttúrulega í sífelldri endurskoðun og [við munum] gera það ef ástæða þykir til,“ sagði Þórólfur. Þá sagðist hann aðspurður telja að farsælast væri að halda óbreyttu fyrirkomulagi á landamærum, þ.e. skimun við komu, fjögurra til fimm daga sóttkví og seinni skimun. Fyrirkomulagið gildir til 6. október en Þórólfur sagði það stjórnvalda að ákveða hvað tæki við á landamærunum að þeim tíma loknum. Inntur eftir því hvaða rök væru fyrir því að grípa ekki til hertra aðgerða, nú þegar nýgengi smita á Íslandi sé orðið það hæsta á Norðurlöndum, sagði Þórólfur að samfélagslegum smitum væri að fækka. „Við getum búist við því að sjá smit áfram hjá einstaklingum sem eru í sóttkví nú þegar. Þannig að ég held að það sé skynsamlegast að gera þetta þannig að við séum ekki að valda miklum samfélagslegum skaða með því að grípa til mjög harðra aðgerða.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Ósammála Birni um að hættan á loftsmiti hafi ekki fengið nægilegt vægi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kveðst ekki sammála Birni Birni, prófessor í stærðfræði við Kaliforníuháskóla, að hættan á loftsmiti fái ekki nægilegt vægi í umræðu um smitvarnir hér á landi. 28. september 2020 14:54 Fimm á sjúkrahúsi með Covid-19 Fimm liggja inni á Landspítalanum með Covid-19 og hefur þannig einn bæst í þann hóp síðan í gær. 28. september 2020 14:13 Skipstjóranum létt þegar almannavarnir tóku yfir Útgerðarstjóri Þorbjarnar hf, sem gerir út línuskipið Valdimar GK, segir að skipstjóra Valdimars hafi létt mjög við skýra leiðsögn frá almannavörnum eftir að allir skipverjar um borð greindust með kórónuveiruna. 28. september 2020 12:54 Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira
Sóttvarnalæknir telur ekki tilefni til að grípa til hertra aðgerða vegna kórónuveirunnar að svo stöddu. Hann segir þó að landsmenn megi búast við því að þurfa að viðhafa þær sóttvarnarráðstafanir sem nú eru í gildi innanlands næstu mánuði. Þrjátíu og níu greindust með veiruna innanlands síðasta sólarhringinn og voru um níutíu prósent þeirra í sóttkví. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna vegna veirunnar í dag að þróun faraldursins væri nú niður á við með tilliti til samfélagssmits. „Og það er ánægjulegt og sýnir það að sennilega erum við á réttri leið. En það þarf ekki mikið út af að bregða til að við fáum hópsýkingar aftur á einhverjum stöðum þannig að almenningur þarf að halda áfram að passa sig og gera vel, eins og hann hefur verið að gera fram að þessu,“ sagði Þórólfur. „Ég held að maður geti túlkað það þannig að smitin, sérstaklega samfélagslegu smitin, eru að ganga hægt niður. […] Við þurfum kannski að sjá í dag líka hvort við sjáum aukinn fjölda aftur.“ Þá sagði Þórólfur að hvetja þyrfti alla til að fara áfram eftir þeim sóttvarnarráðstöfunum sem verið hafa í gildi undanfarið. Jafnframt mættu landsmenn búast við því að þær aðgerðir sem hafa verið í gildi innanlands, þ.e. reglur um fjarlægðarmörk, einstaklingsbundnar sóttvarnir og samkomutakmarkanir, verði við lýði í talsverðan tíma í viðbót. „Það er líklegt að við þurfum að viðhafa þessar varúðarráðstafanir, sem við höfum verið að hamra á og biðja fólk að viðhafa, næstu mánuðina. Þannig að ég tel ekki ástæðu til að grípa til hertra aðgerða núna en þetta er náttúrulega í sífelldri endurskoðun og [við munum] gera það ef ástæða þykir til,“ sagði Þórólfur. Þá sagðist hann aðspurður telja að farsælast væri að halda óbreyttu fyrirkomulagi á landamærum, þ.e. skimun við komu, fjögurra til fimm daga sóttkví og seinni skimun. Fyrirkomulagið gildir til 6. október en Þórólfur sagði það stjórnvalda að ákveða hvað tæki við á landamærunum að þeim tíma loknum. Inntur eftir því hvaða rök væru fyrir því að grípa ekki til hertra aðgerða, nú þegar nýgengi smita á Íslandi sé orðið það hæsta á Norðurlöndum, sagði Þórólfur að samfélagslegum smitum væri að fækka. „Við getum búist við því að sjá smit áfram hjá einstaklingum sem eru í sóttkví nú þegar. Þannig að ég held að það sé skynsamlegast að gera þetta þannig að við séum ekki að valda miklum samfélagslegum skaða með því að grípa til mjög harðra aðgerða.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Ósammála Birni um að hættan á loftsmiti hafi ekki fengið nægilegt vægi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kveðst ekki sammála Birni Birni, prófessor í stærðfræði við Kaliforníuháskóla, að hættan á loftsmiti fái ekki nægilegt vægi í umræðu um smitvarnir hér á landi. 28. september 2020 14:54 Fimm á sjúkrahúsi með Covid-19 Fimm liggja inni á Landspítalanum með Covid-19 og hefur þannig einn bæst í þann hóp síðan í gær. 28. september 2020 14:13 Skipstjóranum létt þegar almannavarnir tóku yfir Útgerðarstjóri Þorbjarnar hf, sem gerir út línuskipið Valdimar GK, segir að skipstjóra Valdimars hafi létt mjög við skýra leiðsögn frá almannavörnum eftir að allir skipverjar um borð greindust með kórónuveiruna. 28. september 2020 12:54 Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira
Ósammála Birni um að hættan á loftsmiti hafi ekki fengið nægilegt vægi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kveðst ekki sammála Birni Birni, prófessor í stærðfræði við Kaliforníuháskóla, að hættan á loftsmiti fái ekki nægilegt vægi í umræðu um smitvarnir hér á landi. 28. september 2020 14:54
Fimm á sjúkrahúsi með Covid-19 Fimm liggja inni á Landspítalanum með Covid-19 og hefur þannig einn bæst í þann hóp síðan í gær. 28. september 2020 14:13
Skipstjóranum létt þegar almannavarnir tóku yfir Útgerðarstjóri Þorbjarnar hf, sem gerir út línuskipið Valdimar GK, segir að skipstjóra Valdimars hafi létt mjög við skýra leiðsögn frá almannavörnum eftir að allir skipverjar um borð greindust með kórónuveiruna. 28. september 2020 12:54