Boða frelsun höfrunganna og loka minkabúum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. september 2020 15:37 Barbara Pompili, umhverfisráðherra Frakklands, boðaði í dag umfangsmiklar breytingar sem er ætlað að auka velferð villtra dýra. Á innan við fimm árum verður búið að innleiða víðtæktbann sem gerir sædýragörðum óheimilt að halda höfrunga og háhyrninga, minkabú verða ólögleg og þá verður óheimilt að hafa villt dýr með í för fjölleikahópa. Á næstu árum verður óheimilt að hafa birni, ljón, fíla og önnur villt dýr með í ferðalögum fjölleikahópa. Í árafjöld hefur víða um heim tíðkast að hafa villt dýr með í ferðalögum fjölleikahópa þar sem listafólk jafnt sem villt dýr leika ýmsar listir. Þegar í stað verður þremur sædýragörðum, sem starfræktir eru í Frakklandi, bannað að sækjast eftir fleiri höfrungum og háhyrningum auk þess sem þeim verður heldur ekki heimilt að rækta þá. Franska ríkisstjórnin kynnti aðgerðapakka samhliða nýrri stefnu um dýravernd sem miðar að því að auðvelda fólki sem vinnur á stöðum á borð við sædýragarða og fjölleikahús að finna sér annað starf. Heildarupphæð aðgerðapakkans nemur átta milljónum Evra. „Nú er kominn tími til að hefja nýtt tímabil í samskiptum manna og villtra dýra,“ sagði ráðherrann á blaðamannafundi. Velferð dýra væri forgangsmál. Á innan við fimm árum verður búið að banna með öllu minkaeldi en á minkabúum eru dýrin eingöngu ræktuð í þeim tilgangi að koma feldinum á þeim í sölu. Ráðherrann sagði að ástæðan fyrir því að stjórnvöld hygðust innleiða bannið á fimm árum sé sú að bannið myndi hafa mikil áhrif á líf fjölda fólks og því sé rétt að gefa svigrúm til aðlögunar. Frakkland Dýr Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Barbara Pompili, umhverfisráðherra Frakklands, boðaði í dag umfangsmiklar breytingar sem er ætlað að auka velferð villtra dýra. Á innan við fimm árum verður búið að innleiða víðtæktbann sem gerir sædýragörðum óheimilt að halda höfrunga og háhyrninga, minkabú verða ólögleg og þá verður óheimilt að hafa villt dýr með í för fjölleikahópa. Á næstu árum verður óheimilt að hafa birni, ljón, fíla og önnur villt dýr með í ferðalögum fjölleikahópa. Í árafjöld hefur víða um heim tíðkast að hafa villt dýr með í ferðalögum fjölleikahópa þar sem listafólk jafnt sem villt dýr leika ýmsar listir. Þegar í stað verður þremur sædýragörðum, sem starfræktir eru í Frakklandi, bannað að sækjast eftir fleiri höfrungum og háhyrningum auk þess sem þeim verður heldur ekki heimilt að rækta þá. Franska ríkisstjórnin kynnti aðgerðapakka samhliða nýrri stefnu um dýravernd sem miðar að því að auðvelda fólki sem vinnur á stöðum á borð við sædýragarða og fjölleikahús að finna sér annað starf. Heildarupphæð aðgerðapakkans nemur átta milljónum Evra. „Nú er kominn tími til að hefja nýtt tímabil í samskiptum manna og villtra dýra,“ sagði ráðherrann á blaðamannafundi. Velferð dýra væri forgangsmál. Á innan við fimm árum verður búið að banna með öllu minkaeldi en á minkabúum eru dýrin eingöngu ræktuð í þeim tilgangi að koma feldinum á þeim í sölu. Ráðherrann sagði að ástæðan fyrir því að stjórnvöld hygðust innleiða bannið á fimm árum sé sú að bannið myndi hafa mikil áhrif á líf fjölda fólks og því sé rétt að gefa svigrúm til aðlögunar.
Frakkland Dýr Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira