Fjallið úr sóttkví og segir fimm COVID-19 skimanir að baki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. september 2020 09:30 Hafþór Júlíus Björnson með konu sinni Kelsey og nýfæddum syni þeirra. Mynd/Instagram Síðustu tvær vikur hafa reynt á þolinmæðina hjá Hafþóri Júlíusi Björnssyni en hann sagði frá reynslu sinni í nýjasta Youtube myndbandinu sínu. Hafþór Júlíus er áfram að undirbúa sig fyrir hnefaleikabardagann við Eddie Hall í Las Vegas. Það kom smá babb í bátinn á dögunum. Hafþór fór til Danmerkur og Austurríkis á dögunum og þurfti að sjálfsögðu að fara í fimm daga sóttkví þegar hann kom til baka. Hafþór hélt að hann væri laus eftir þessa fimm daga og neikvætt próf. Annað kom þó á daginn. „Ég var laus úr sóttkví eftir að prófið sýndi að ég væri ekki með COVID. Allt leit vel úr og ég var frjáls maður,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson í myndbandinu sínu sem sjá má hér fyrir neðan. Hann hélt svo áfram. watch on YouTube „Ég fór í myndatöku daginn eftir og vitið þið hvað? Ég var svo óheppinn að einstaklingur sem var með mér í myndatökunni greindist með COVID-19 sama dag og hann hitti mig. Ég fékk því símtal og mér var sagt að ég þyrfti að fara í sóttkví í sjö daga,“ sagði Hafþór Júlíus. „Í dag er því fyrsti dagurinn þar sem ég kemst aftur í æfingasalinn. Ég er spenntur að geta æft að nýju og tilbúinn í alvöru átök. Ég er búinn að fara hingað til í fimm COVID-19 próf og ég hef verið neikvæður í öll skiptin,“ sagði Hafþór Júlíus. „Mörg ykkar eru örugglega að velta því fyrir ykkur af hverju ég er ekki bara heima hjá mér en málið er bara að ég verð að æfa. Ég var með æfingahjólið og lóðin með mér á hótelinu og reyndi að gera það sem ég gat. Ég er svo ánægður að geta mætt aftur á æfingu hingað,“ sagði Hafþór Júlíus sem viðurkenndi að hann væri búinn að missa aðeins niður í sóttkvínni. „Ég sat mikið á hótelherberginu og það hjálpaði ekki þolinu mínu. Ég fór á hjólið á hverjum degi og skuggaboxaði á hverjum degi. Það var samt ekki gott að missa af þessum æfingum og ég ligg núna á bæn að þurfa ekki að fara í sóttkví aftur. Ég hef ekki efni á því,“ sagði Hafþór Júlíus sem ætlar að auka æfingarnar sínar. „Ég ætla að æfa tvisvar á dag núna. Ég æfði sex daga í viku og ætla halda áfram að hvíla mig á laugardögum,“ sagði Hafþór Júlíus. Box Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Síðustu tvær vikur hafa reynt á þolinmæðina hjá Hafþóri Júlíusi Björnssyni en hann sagði frá reynslu sinni í nýjasta Youtube myndbandinu sínu. Hafþór Júlíus er áfram að undirbúa sig fyrir hnefaleikabardagann við Eddie Hall í Las Vegas. Það kom smá babb í bátinn á dögunum. Hafþór fór til Danmerkur og Austurríkis á dögunum og þurfti að sjálfsögðu að fara í fimm daga sóttkví þegar hann kom til baka. Hafþór hélt að hann væri laus eftir þessa fimm daga og neikvætt próf. Annað kom þó á daginn. „Ég var laus úr sóttkví eftir að prófið sýndi að ég væri ekki með COVID. Allt leit vel úr og ég var frjáls maður,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson í myndbandinu sínu sem sjá má hér fyrir neðan. Hann hélt svo áfram. watch on YouTube „Ég fór í myndatöku daginn eftir og vitið þið hvað? Ég var svo óheppinn að einstaklingur sem var með mér í myndatökunni greindist með COVID-19 sama dag og hann hitti mig. Ég fékk því símtal og mér var sagt að ég þyrfti að fara í sóttkví í sjö daga,“ sagði Hafþór Júlíus. „Í dag er því fyrsti dagurinn þar sem ég kemst aftur í æfingasalinn. Ég er spenntur að geta æft að nýju og tilbúinn í alvöru átök. Ég er búinn að fara hingað til í fimm COVID-19 próf og ég hef verið neikvæður í öll skiptin,“ sagði Hafþór Júlíus. „Mörg ykkar eru örugglega að velta því fyrir ykkur af hverju ég er ekki bara heima hjá mér en málið er bara að ég verð að æfa. Ég var með æfingahjólið og lóðin með mér á hótelinu og reyndi að gera það sem ég gat. Ég er svo ánægður að geta mætt aftur á æfingu hingað,“ sagði Hafþór Júlíus sem viðurkenndi að hann væri búinn að missa aðeins niður í sóttkvínni. „Ég sat mikið á hótelherberginu og það hjálpaði ekki þolinu mínu. Ég fór á hjólið á hverjum degi og skuggaboxaði á hverjum degi. Það var samt ekki gott að missa af þessum æfingum og ég ligg núna á bæn að þurfa ekki að fara í sóttkví aftur. Ég hef ekki efni á því,“ sagði Hafþór Júlíus sem ætlar að auka æfingarnar sínar. „Ég ætla að æfa tvisvar á dag núna. Ég æfði sex daga í viku og ætla halda áfram að hvíla mig á laugardögum,“ sagði Hafþór Júlíus.
Box Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira