Sjáðu umdeilt mark Gary Martin sem var illur eftir frábæran sigur Keflavíkur Sindri Sverrisson skrifar 30. september 2020 10:01 Keflavík vann frábæran sigur gegn ÍBV í gær. mynd/Víkurfréttir Gary Martin skoraði umdeilt mark fyrir ÍBV gegn Keflavík í gær en sakaði Keflvíkinga um dónaskap eftir leikinn. Keflavík vann 3-1 og tók stórt skref í átt að efstu deild. Liðin áttust við í 19. umferð Lengjudeildarinnar í fótbolta og með sigrinum er Keflavík á toppi deildarinnar með 40 stig, og fjóra leiki til stefnu. Leiknir R. og Fram eru með 39 stig en eiga þrjá leiki eftir hvort. Allt bendir til þess að tvö þessara liða fari upp um deild en ÍBV stimplaði sig endanlega út úr baráttunni í gær. Mörkin úr leiknum og vítaspyrnu sem fór í súginni má sjá hér að neðan. Klippa: Mörkin úr leik Keflavíkur og ÍBV Hinn 18 ára gamli Davíð Snær Jóhannsson kom Keflavík yfir snemma leiks eftir góðan undirbúning Tristans Freys Ingólfssonar. Joey Gibbs gat aukið muninn í 2-0 en Halldór Páll Geirsson varði vítaspyrnu hans. Gary Martin jafnaði fyrir ÍBV skömmu fyrir hálfleik en af sjónvarpsmyndum að dæma virðist boltinn þó ekki hafa farið allur yfir marklínuna. Keflvíkingar voru æfir yfir ákvörðun dómarateymisins en staðan var 1-1 í hálfleik. það eru 0p likur að þetta var inni svo einfalt er það linuvörðurinn ennþa að hlaupa upp linuna þegar eg kiki til baka og er þvi ekki i linu en stigin 3 eru komin í pokann góða það er víst það eina sem skiptir máli— Rúnar Þór (@runki7) September 29, 2020 Varamaðurinn Ari Steinn Guðmundsson kom Keflavík yfir á nýjan leik eftir skyndisókn á 51. mínútu, og Frans Elvarsson bætti við þriðja mark heimamanna úr víti á 64. mínútu, eftir að hendi var dæmd á Jón Ingason. Sagði Keflvíkinga hafa sýnt virðingarleysi Eftir leikinn skrifaði stuðningsmaður Keflavíkur til Gary Martin á Twitter og bauð honum að spila með Keflavík í Pepsi Max deildinni á næstu leiktíð. Enski framherjinn hafði engan áhuga á því og sagði suma leikmenn Keflavíkur hafa sýnt virðingarleysi. Þeir hafi kallað eitthvað á hann en síðan flúið inn til búningsklefa. Lengjudeildin Keflavík ÍF ÍBV Mest lesið Leik lokið: Ísland - Ísrael 39-27 | Stelpurnar okkar komnar langleiðina á HM Handbolti Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Sjá meira
Gary Martin skoraði umdeilt mark fyrir ÍBV gegn Keflavík í gær en sakaði Keflvíkinga um dónaskap eftir leikinn. Keflavík vann 3-1 og tók stórt skref í átt að efstu deild. Liðin áttust við í 19. umferð Lengjudeildarinnar í fótbolta og með sigrinum er Keflavík á toppi deildarinnar með 40 stig, og fjóra leiki til stefnu. Leiknir R. og Fram eru með 39 stig en eiga þrjá leiki eftir hvort. Allt bendir til þess að tvö þessara liða fari upp um deild en ÍBV stimplaði sig endanlega út úr baráttunni í gær. Mörkin úr leiknum og vítaspyrnu sem fór í súginni má sjá hér að neðan. Klippa: Mörkin úr leik Keflavíkur og ÍBV Hinn 18 ára gamli Davíð Snær Jóhannsson kom Keflavík yfir snemma leiks eftir góðan undirbúning Tristans Freys Ingólfssonar. Joey Gibbs gat aukið muninn í 2-0 en Halldór Páll Geirsson varði vítaspyrnu hans. Gary Martin jafnaði fyrir ÍBV skömmu fyrir hálfleik en af sjónvarpsmyndum að dæma virðist boltinn þó ekki hafa farið allur yfir marklínuna. Keflvíkingar voru æfir yfir ákvörðun dómarateymisins en staðan var 1-1 í hálfleik. það eru 0p likur að þetta var inni svo einfalt er það linuvörðurinn ennþa að hlaupa upp linuna þegar eg kiki til baka og er þvi ekki i linu en stigin 3 eru komin í pokann góða það er víst það eina sem skiptir máli— Rúnar Þór (@runki7) September 29, 2020 Varamaðurinn Ari Steinn Guðmundsson kom Keflavík yfir á nýjan leik eftir skyndisókn á 51. mínútu, og Frans Elvarsson bætti við þriðja mark heimamanna úr víti á 64. mínútu, eftir að hendi var dæmd á Jón Ingason. Sagði Keflvíkinga hafa sýnt virðingarleysi Eftir leikinn skrifaði stuðningsmaður Keflavíkur til Gary Martin á Twitter og bauð honum að spila með Keflavík í Pepsi Max deildinni á næstu leiktíð. Enski framherjinn hafði engan áhuga á því og sagði suma leikmenn Keflavíkur hafa sýnt virðingarleysi. Þeir hafi kallað eitthvað á hann en síðan flúið inn til búningsklefa.
Lengjudeildin Keflavík ÍF ÍBV Mest lesið Leik lokið: Ísland - Ísrael 39-27 | Stelpurnar okkar komnar langleiðina á HM Handbolti Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Sjá meira