Tesla með langflestar nýskráningar í september Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 2. október 2020 07:01 Model 3. Vísir/EPA Alls voru nýskráðar 313 Tesla bifreiðar í nýliðnum september mánuði. Þar af voru 289 Model 3 bílar, 16 Model X og átta Model S. Næstflestar nýskráningar áttu Toyota með 139. Af nýskráðum Toyota-bifreiðum var tæpur helmingur Rav4 eða 63 eintök. Volkswagen bifreiðar eru svo í þriðja sæti yfir flestar nýskráningar í september með 92 eintök. Þar vegur hinn nýi ID.3 þyngst, en 42 eintök af honum voru nýskráð. KIA er í fjórða sæti með 84 bíla. Samtals ná því annað, þriðja og fjórða sætið rétt að merja toppsætið. KIA, Volkswagen og Toyota ná samtals 317 eintökum á móti 313 eintökum Tesla. Hleðslustöð fyrir rafbíla.vísir/pjetur Orkugjafar Af 1125 nýskráðum fólksbílum í september voru 511 hreinir rafbílar, 199 tengiltvinnbílar og 101 tvinnbíll. Bensínbílar voru 172 og Dísel 141. Þá var einn metan bíll nýskráður í september. Ökutæki Samtals voru 1443 ökutæki nýskráð í september. Þar af voru eins og áður segir 1125 fólksbifreiðar og 102 sendibifreiðar. Þróun nýskráninga Nýskráningum fólksbifreiða fjölgar talsvert á milli mánaða. Í ágúst voru 678 fólksbifreiðar nýskráðar og fjölgar nýskráningum fólksbifreiða því um 66%. Þá fjölgar nýskráningum fólksbifreiða í september líka á milli ára, í september í fyrra voru nýskráðar 860 fólksbifreiðar. Aukningin er því um 30% á milli ára. Vistvænir bílar Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent
Alls voru nýskráðar 313 Tesla bifreiðar í nýliðnum september mánuði. Þar af voru 289 Model 3 bílar, 16 Model X og átta Model S. Næstflestar nýskráningar áttu Toyota með 139. Af nýskráðum Toyota-bifreiðum var tæpur helmingur Rav4 eða 63 eintök. Volkswagen bifreiðar eru svo í þriðja sæti yfir flestar nýskráningar í september með 92 eintök. Þar vegur hinn nýi ID.3 þyngst, en 42 eintök af honum voru nýskráð. KIA er í fjórða sæti með 84 bíla. Samtals ná því annað, þriðja og fjórða sætið rétt að merja toppsætið. KIA, Volkswagen og Toyota ná samtals 317 eintökum á móti 313 eintökum Tesla. Hleðslustöð fyrir rafbíla.vísir/pjetur Orkugjafar Af 1125 nýskráðum fólksbílum í september voru 511 hreinir rafbílar, 199 tengiltvinnbílar og 101 tvinnbíll. Bensínbílar voru 172 og Dísel 141. Þá var einn metan bíll nýskráður í september. Ökutæki Samtals voru 1443 ökutæki nýskráð í september. Þar af voru eins og áður segir 1125 fólksbifreiðar og 102 sendibifreiðar. Þróun nýskráninga Nýskráningum fólksbifreiða fjölgar talsvert á milli mánaða. Í ágúst voru 678 fólksbifreiðar nýskráðar og fjölgar nýskráningum fólksbifreiða því um 66%. Þá fjölgar nýskráningum fólksbifreiða í september líka á milli ára, í september í fyrra voru nýskráðar 860 fólksbifreiðar. Aukningin er því um 30% á milli ára.
Vistvænir bílar Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent