Grípa til harðra aðgerða í Madríd Samúel Karl Ólason skrifar 2. október 2020 16:23 Heilbrigðisstarfsmernn við skimun í Madríd. AP/Bernat Armangue Um það bil 4,8 milljónir íbúa Madrídar mega nú ekki yfirgefa borgina, sem er fyrsta höfuðborg Evrópu þar sem gripið er til svo harðra sóttvarnaraðgerða á nýjan leik. Veitingahúsum og krám í Madríd verður lokað snemma í kvöld og verður hámarksfjöldi gesta þeirra takmarkaður um helming í framhaldi af því. Aðgerðirnar nú eru ekki jafn strangar og þær voru fyrr á árinu þegar Covid-19 var í hraðri útbreiðslu á Spáni. Fólki var meinað að yfirgefa heimili sín í mars. Nú hefur þeim verið ráðlagt að yfirgefa ekki heimili sín nema þegar nauðsynlegt er. Smituðum hefur farið hratt fjölgandi á Spáni og í Madríd. Um 850 af hverjum hundrað þúsund íbúum hafa smitast, samkvæmt tölum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, sem Reuters vitnar í. Íbúar sem blaðamenn Reuters ræddu við segjast þreyttir á deilum embættismanna í Madríd og ríkisstjórnarinnar. Borgarstjórn Madrídar hafði sett sambærilegar takmarkanir á í fátækari hverfum borgarinnar en ríkisstjórn Spánar fyrirskipaði að þær áttu að ná yfir alla íbúa og íbúa úthverfa Madrídar. Þá efast einhverjir um að aðgerðirnar muni virka. „Við höfum verið með grímur í átta mánuði. Án klúbba og samkvæma en samt er faraldurinn enn í gangi. Hvaða máli munu þessar aðgerðir þá skipta?“ sagði Sonny van den Hosltein, eigandi veitingahúss. Hann sagði íbúa ráðvillta og óttaslegna. Í heildina hafa um 779 þúsund manns smitast af Covid-19 á spáni og tæplega 32 þúsund hafa dáið, frá upphafi faraldursins. Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Sjá meira
Um það bil 4,8 milljónir íbúa Madrídar mega nú ekki yfirgefa borgina, sem er fyrsta höfuðborg Evrópu þar sem gripið er til svo harðra sóttvarnaraðgerða á nýjan leik. Veitingahúsum og krám í Madríd verður lokað snemma í kvöld og verður hámarksfjöldi gesta þeirra takmarkaður um helming í framhaldi af því. Aðgerðirnar nú eru ekki jafn strangar og þær voru fyrr á árinu þegar Covid-19 var í hraðri útbreiðslu á Spáni. Fólki var meinað að yfirgefa heimili sín í mars. Nú hefur þeim verið ráðlagt að yfirgefa ekki heimili sín nema þegar nauðsynlegt er. Smituðum hefur farið hratt fjölgandi á Spáni og í Madríd. Um 850 af hverjum hundrað þúsund íbúum hafa smitast, samkvæmt tölum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, sem Reuters vitnar í. Íbúar sem blaðamenn Reuters ræddu við segjast þreyttir á deilum embættismanna í Madríd og ríkisstjórnarinnar. Borgarstjórn Madrídar hafði sett sambærilegar takmarkanir á í fátækari hverfum borgarinnar en ríkisstjórn Spánar fyrirskipaði að þær áttu að ná yfir alla íbúa og íbúa úthverfa Madrídar. Þá efast einhverjir um að aðgerðirnar muni virka. „Við höfum verið með grímur í átta mánuði. Án klúbba og samkvæma en samt er faraldurinn enn í gangi. Hvaða máli munu þessar aðgerðir þá skipta?“ sagði Sonny van den Hosltein, eigandi veitingahúss. Hann sagði íbúa ráðvillta og óttaslegna. Í heildina hafa um 779 þúsund manns smitast af Covid-19 á spáni og tæplega 32 þúsund hafa dáið, frá upphafi faraldursins.
Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Sjá meira