Sjúklingar ekki sendir í aðgerð til útlanda nema í bráðatilfellum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. október 2020 13:34 María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Vísir/Baldur Vegna kórónuveirufaraldursins senda Sjúkratryggingar Íslands sjúklinga ekki lengur í aðgerðir til útlanda nema í mjög svo brýnum tilfellum. Fjármagnið sem eyrnamerkt er til að standa straum af kostnaði vegna aðgerða erlendis er ekki hægt að nýta til að framkvæma sambærilegar aðgerðir hér heima. Nokkur umræða hefur verið uppi um slíkar aðgerðir, einkum liðskiptaaðgerðir, sem margir sækja út fyrir landssteinana, einkum til Svíþjóðar, en slíkar aðgerðir hafa verið niðurgreiddar af Sjúkratryggingum Íslands. Fyrirkomulagið hefur sætt nokkurri gagnrýni, einkum í ljósi þess að slíkar aðgerðir, sem framkvæmdar eru á einkastofum hér á landi, hafa ekki verið niðurgreiddar af sjúkratryggingum. Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir að ákvörðun hafi verið tekin fyrir nokkru síðan, í nánu samráði við sóttvarnalækni, um að hætt verði að senda fólk til útlanda í aðgerð nema í bráðatilfellum „Það er búið að vera undanfarna mánuði svona til sérstakrar athugunar í hvaða tilvikum er hægt að senda fólk til útlanda og við höfum ákveðið þetta í góðu samráði við sóttvarnalækni á hverjum tíma og tökum til endurskoðunar alltaf reglulega. En því miður þá hefur það verið þannig undanfarið að það hefur þurft að takmarka þetta við sjúklinga sem eru bráðveikir og þar sem að meðferð erlendis þolir í rauninni enga bið,“ sagði María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. „Það er nálægt tveimur milljörðum sem að við höfum til þess að greiða fyrir í rauninni alla meðferð sem að fer fram erlendis, ekkert endilega bara þessar [liðskipta]aðgerðir. Þetta geta verið börn sem þurfa á hjartaskurðaðgerðum að halda, þetta geta verið fólk með sérlega vandmeðfarin krabbamein og svo framvegis,“ útskýrir María. Þótt ferðum vegna aðgerða í útlöndum hafi fækkað í heimsfaraldrinum þýðir það þó ekki að fjármagnið sem eyrnamerkt er til að standa undir kostnaði vegna slíkra aðgerð nýtist til að framkvæma slíkar aðgerðir hér á landi. „Það er þannig að á fjárlögum þá er þessi peningur í rauninni alveg eyrnamerktur því að fara í erlenda þjónustu. Þetta er í rauninni ekki fjármagn sem að við getum flutt til innlendra veitenda,“ segir María. „Ég vil nú leggja áherslu á það að þessar um sóknir sem við fáum, við metum auðvitað hverja og eina umsókn. Þannig að það er ekki þannig að þetta sé bara lagt til hliðar heldur förum við mjög vandlega yfir hverja og eina umsókn og það sem að alls ekki getur beðið, það fólk er sannarlega sent erlendis til meðferðar.“ Vísir/Vilhelm Spurð hvort sjúkratryggingar hafi einhverja aðkomu að samtali eða ákvörðun um hvort gera skuli breytingar á þessu fyrirkomulagi, svo unnt verði að semja við innlenda aðila, segir María að til þyrfti að koma nýtt fjármagn. „Ef það á að semja við innlenda aðila um að auka framboð á þessari þjónustu þá þarf í rauninni bara nýja fjárveitingu frá Alþingi vegna þess að eins og þetta er merkt á fjárlögum þá er ekki hægt að flytja það yfir í aðra þjónustu, jafnvel þó að menn vildu gera það,“ segir María. „Eins og við skiljum þetta þá þyrfti að setja nýtt fjármagn í það að auka framboð á liðskiptingaaðgerðum.“ Þessi mál hafi verið til umræðu. „Við erum að skoða þennan lið með heilbrigðisráðuneytinu og fara alveg í gegnum það hvaða þjónusta er þarna undir, hvaða þjónusta á að vera þarna undir og svo framvegis og það er auðvitað bara mjög mikilvægt að klára þá vinnu,“ segir María. „Við fáum töluvert af fyrirspurnum og ég skil það og við skiljum það bara mjög vel að það er erfitt að bíða á biðlista eftir því að fá bót meina sinna,“ segir María. „Það sem mér finnst mikilvægast er að það er auðvitað betra fyrir sjúklinginn að fá sem mest af sinni meðferð hérna heima.“ Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira
Vegna kórónuveirufaraldursins senda Sjúkratryggingar Íslands sjúklinga ekki lengur í aðgerðir til útlanda nema í mjög svo brýnum tilfellum. Fjármagnið sem eyrnamerkt er til að standa straum af kostnaði vegna aðgerða erlendis er ekki hægt að nýta til að framkvæma sambærilegar aðgerðir hér heima. Nokkur umræða hefur verið uppi um slíkar aðgerðir, einkum liðskiptaaðgerðir, sem margir sækja út fyrir landssteinana, einkum til Svíþjóðar, en slíkar aðgerðir hafa verið niðurgreiddar af Sjúkratryggingum Íslands. Fyrirkomulagið hefur sætt nokkurri gagnrýni, einkum í ljósi þess að slíkar aðgerðir, sem framkvæmdar eru á einkastofum hér á landi, hafa ekki verið niðurgreiddar af sjúkratryggingum. Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir að ákvörðun hafi verið tekin fyrir nokkru síðan, í nánu samráði við sóttvarnalækni, um að hætt verði að senda fólk til útlanda í aðgerð nema í bráðatilfellum „Það er búið að vera undanfarna mánuði svona til sérstakrar athugunar í hvaða tilvikum er hægt að senda fólk til útlanda og við höfum ákveðið þetta í góðu samráði við sóttvarnalækni á hverjum tíma og tökum til endurskoðunar alltaf reglulega. En því miður þá hefur það verið þannig undanfarið að það hefur þurft að takmarka þetta við sjúklinga sem eru bráðveikir og þar sem að meðferð erlendis þolir í rauninni enga bið,“ sagði María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. „Það er nálægt tveimur milljörðum sem að við höfum til þess að greiða fyrir í rauninni alla meðferð sem að fer fram erlendis, ekkert endilega bara þessar [liðskipta]aðgerðir. Þetta geta verið börn sem þurfa á hjartaskurðaðgerðum að halda, þetta geta verið fólk með sérlega vandmeðfarin krabbamein og svo framvegis,“ útskýrir María. Þótt ferðum vegna aðgerða í útlöndum hafi fækkað í heimsfaraldrinum þýðir það þó ekki að fjármagnið sem eyrnamerkt er til að standa undir kostnaði vegna slíkra aðgerð nýtist til að framkvæma slíkar aðgerðir hér á landi. „Það er þannig að á fjárlögum þá er þessi peningur í rauninni alveg eyrnamerktur því að fara í erlenda þjónustu. Þetta er í rauninni ekki fjármagn sem að við getum flutt til innlendra veitenda,“ segir María. „Ég vil nú leggja áherslu á það að þessar um sóknir sem við fáum, við metum auðvitað hverja og eina umsókn. Þannig að það er ekki þannig að þetta sé bara lagt til hliðar heldur förum við mjög vandlega yfir hverja og eina umsókn og það sem að alls ekki getur beðið, það fólk er sannarlega sent erlendis til meðferðar.“ Vísir/Vilhelm Spurð hvort sjúkratryggingar hafi einhverja aðkomu að samtali eða ákvörðun um hvort gera skuli breytingar á þessu fyrirkomulagi, svo unnt verði að semja við innlenda aðila, segir María að til þyrfti að koma nýtt fjármagn. „Ef það á að semja við innlenda aðila um að auka framboð á þessari þjónustu þá þarf í rauninni bara nýja fjárveitingu frá Alþingi vegna þess að eins og þetta er merkt á fjárlögum þá er ekki hægt að flytja það yfir í aðra þjónustu, jafnvel þó að menn vildu gera það,“ segir María. „Eins og við skiljum þetta þá þyrfti að setja nýtt fjármagn í það að auka framboð á liðskiptingaaðgerðum.“ Þessi mál hafi verið til umræðu. „Við erum að skoða þennan lið með heilbrigðisráðuneytinu og fara alveg í gegnum það hvaða þjónusta er þarna undir, hvaða þjónusta á að vera þarna undir og svo framvegis og það er auðvitað bara mjög mikilvægt að klára þá vinnu,“ segir María. „Við fáum töluvert af fyrirspurnum og ég skil það og við skiljum það bara mjög vel að það er erfitt að bíða á biðlista eftir því að fá bót meina sinna,“ segir María. „Það sem mér finnst mikilvægast er að það er auðvitað betra fyrir sjúklinginn að fá sem mest af sinni meðferð hérna heima.“
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira