Minnisblað Þórólfs: Allt að sex gætu látist miðað við fyrri reynslu Birgir Olgeirsson skrifar 3. október 2020 22:00 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Gera má ráð fyrir að núverandi bylgja kórónuveirunnar muni standa út október og um eða yfir eitt þúsund manns sýkist hér á landi. Sé litið til alvarlegra afleiðingar sjúkdómsins síðastliðinn vetur megi búast við að í þessari bylgju muni 60 til 70 einstaklingar þurfa á sjúkrahúsvist að halda, 17 þurfi að leggjast inn á gjörgæsludeild, 10 þurfi á aðstoð öndunarvélar að halda og sex einstaklingar látist. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra þar sem hann leggur til hertar aðgerðir. Þórólfur tekur þó fram í minnisblaði sínu að hugsanlega séu hlutfallslega fleiri sem greinast með veiruna núna vegna aukinnar sýnatöku og að hlutfall þeirra sem veikist mikið kunni því að verða lægra en það var í vetur þegar fyrsta bylgja faraldursins gekk. Ráðherra hefur fallist á tillögur sóttvarnalæknis. Verður auglýsing ráðherra birt á morgun og tekur gildi á mánudag. Verða samkomur takmarkaðar við 20 manns í minnst tvær vikur. Áskorun að tryggja viðeigandi mönnun Í samræðum við forsvarsmenn Landspítalans hefur Þórólfur fengið þær upplýsingar að Landspítalinn muni að öllum líkindum ráða við þann fjölda Covid-sýktra einstaklinga sem fyrirsjáanlegt er að þurfi að leggjast inn á næstu þremur vikum. Það verði þó aðeins mögulegt ef gripið verði til ýmissa tilfæringa innan sem utan spítalans, einkum hvað varðar útskriftir einstaklinga sem lokið hafa meðferð og sú vinna sögð í gangi. Þá kunni að verða áskorun að tryggja viðeigandi mönnun gjörgæsludeilda. Sjúkrahúsið á Akureyri hafi einnig getu til að annast veika sjúklinga með Covid-19 og þeirra geta ekki inni í þessum áætlunum. Smitrakning orðin erfiðari en áður Þórólfur tekur fram að á síðustu dögum hafi daglegur fjöldi nýgreindra verið nokkuð stöðugur, eða um 30 til 40 á dag, og því ljóst að ekki hafi tekist með núverandi aðgerðum að ná viðunandi tökum á faraldrinum. „Að einhverju leyti kann það að stafa af því að smitrakning er orðin erfiðari en áður. Sumpart vegna verri samvinnu við einstaklinga og getur því liðið nokkur tími þar til náð hefur verið í einstaklinga sem þurfa að fara í sóttkví,” segir Þórólfur í minnisblaðinu. Í ljósi þess að faraldurinn sé nú í línulegum vexti og fyrirsjáanlegt sé að álag á sjúkrahúskerfið geti farið yfir þolmörk varðandi Covid og önnur verkefni, leggur sóttvarnalæknir til að gripið verði til harðari samfélagslegra aðgerða til að bæla faraldurinn sem mest niður. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir 61 greindist og 39 ekki í sóttkví 61 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 22 þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, 39 ekki. 3. október 2020 10:59 Samkomur takmarkaðar við 20 manns Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti rétt í þessu að samkomur yrðu takmarkaðar við 20 manns. 3. október 2020 15:34 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Fleiri fréttir Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Sjá meira
Gera má ráð fyrir að núverandi bylgja kórónuveirunnar muni standa út október og um eða yfir eitt þúsund manns sýkist hér á landi. Sé litið til alvarlegra afleiðingar sjúkdómsins síðastliðinn vetur megi búast við að í þessari bylgju muni 60 til 70 einstaklingar þurfa á sjúkrahúsvist að halda, 17 þurfi að leggjast inn á gjörgæsludeild, 10 þurfi á aðstoð öndunarvélar að halda og sex einstaklingar látist. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra þar sem hann leggur til hertar aðgerðir. Þórólfur tekur þó fram í minnisblaði sínu að hugsanlega séu hlutfallslega fleiri sem greinast með veiruna núna vegna aukinnar sýnatöku og að hlutfall þeirra sem veikist mikið kunni því að verða lægra en það var í vetur þegar fyrsta bylgja faraldursins gekk. Ráðherra hefur fallist á tillögur sóttvarnalæknis. Verður auglýsing ráðherra birt á morgun og tekur gildi á mánudag. Verða samkomur takmarkaðar við 20 manns í minnst tvær vikur. Áskorun að tryggja viðeigandi mönnun Í samræðum við forsvarsmenn Landspítalans hefur Þórólfur fengið þær upplýsingar að Landspítalinn muni að öllum líkindum ráða við þann fjölda Covid-sýktra einstaklinga sem fyrirsjáanlegt er að þurfi að leggjast inn á næstu þremur vikum. Það verði þó aðeins mögulegt ef gripið verði til ýmissa tilfæringa innan sem utan spítalans, einkum hvað varðar útskriftir einstaklinga sem lokið hafa meðferð og sú vinna sögð í gangi. Þá kunni að verða áskorun að tryggja viðeigandi mönnun gjörgæsludeilda. Sjúkrahúsið á Akureyri hafi einnig getu til að annast veika sjúklinga með Covid-19 og þeirra geta ekki inni í þessum áætlunum. Smitrakning orðin erfiðari en áður Þórólfur tekur fram að á síðustu dögum hafi daglegur fjöldi nýgreindra verið nokkuð stöðugur, eða um 30 til 40 á dag, og því ljóst að ekki hafi tekist með núverandi aðgerðum að ná viðunandi tökum á faraldrinum. „Að einhverju leyti kann það að stafa af því að smitrakning er orðin erfiðari en áður. Sumpart vegna verri samvinnu við einstaklinga og getur því liðið nokkur tími þar til náð hefur verið í einstaklinga sem þurfa að fara í sóttkví,” segir Þórólfur í minnisblaðinu. Í ljósi þess að faraldurinn sé nú í línulegum vexti og fyrirsjáanlegt sé að álag á sjúkrahúskerfið geti farið yfir þolmörk varðandi Covid og önnur verkefni, leggur sóttvarnalæknir til að gripið verði til harðari samfélagslegra aðgerða til að bæla faraldurinn sem mest niður.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir 61 greindist og 39 ekki í sóttkví 61 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 22 þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, 39 ekki. 3. október 2020 10:59 Samkomur takmarkaðar við 20 manns Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti rétt í þessu að samkomur yrðu takmarkaðar við 20 manns. 3. október 2020 15:34 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Fleiri fréttir Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Sjá meira
61 greindist og 39 ekki í sóttkví 61 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 22 þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, 39 ekki. 3. október 2020 10:59
Samkomur takmarkaðar við 20 manns Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti rétt í þessu að samkomur yrðu takmarkaðar við 20 manns. 3. október 2020 15:34