61 smit á jaðri spálíkansins Sylvía Hall skrifar 3. október 2020 23:30 Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, fer fyrir teyminu við HÍ sem vinnur spálíkan um líklega þróun Covid-19 á Íslandi. Vísir/Stöð 2 „Þetta er sveiflukennt en þetta minnir mig á fyrstu bylgjuna; það komu dagar það sem þetta rauk upp í 86 smit einn daginn, svo datt það aftur niður í sjötíu og svo fór það upp í hundrað. Þetta voru nokkrir dagar sem komu eins og högg inn í kerfið.“ Þetta segir Thor Aspelund líftölfræðingur um þróun faraldursins síðustu daga. 61 greindist með veiruna í dag og voru 39 þeirra ekki í sóttkví. Að sögn Thors er um háa tölu að ræða en hún sé þó ekki alveg út úr korti. Fjöldinn sé á jaðri þess sem spálíkanið gerði ráð fyrir. „Þessi tala, 61, hún er alveg í jaðrinum á því sem telst líklegt ef þú berð það saman við myndina. Það er ekki alveg komið eitthvað út úr spánni eins og þegar maður tók eftir því að þriðja bylgjan var byrjuð, þá stakk talan alveg af,“ segir Thor í samtali við Vísi. Í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra er gert ráð fyrir því að núverandi bylgja muni standa út október. Búast megi við því að yfir eitt þúsund sýkist og allt að sex gætu látist miðað við afleiðinga sjúkdómsins í vetur. Síðasta spálíkan var gefið út á þriðjudag en Thor telur líklegt að það verði uppfært í komandi viku. Það sé nóg að gefa út nýja spá á vikufresti, en nú þurfi til að mynda að taka mið af hertum aðgerðum innanlands. Aðgerðirnar taka gildi á mánudaginn næstkomandi og mega þá aðeins tuttugu koma saman. Líkamsræktarstöðvar verða lokaðar, barir verða lokaðir og einnig spilasalir. Sundlaugar verða áfram opnar en með færri gestum. Thor segir slíkar aðgerðir líklegar til þess að ná betri tökum á faraldrinum. „Tuttugu manna takmarkið í fyrstu bylgjunni hafði mikil áhrif. Maður sá það á smitstuðlinum. Ég á líka von á því núna.“ Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Smit meðal starfsmanna Landspítala Kórónuveirusmit hefur komið upp meðal starfsmanna Landspítalans við Hringbraut og munu 130 starfsmenn verða skimaðir vegna þess á morgun. 3. október 2020 20:41 „Við verðum að grípa til harðari aðgerða ef við ætlum að stoppa þetta af“ Þórólfur segist ætla að skila tillögum til heilbrigðisráðherra um hertar aðgerðir á næstu mínútum. 3. október 2020 11:25 Margir í partíum án þess að passa sig Íslendingar eru búnir að halda of mikið af samkvæmum á undanförnum vikum. Mörg þessara samkvæma hafa leitt til dreifingar nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. 3. október 2020 13:24 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Fleiri fréttir Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Sjá meira
„Þetta er sveiflukennt en þetta minnir mig á fyrstu bylgjuna; það komu dagar það sem þetta rauk upp í 86 smit einn daginn, svo datt það aftur niður í sjötíu og svo fór það upp í hundrað. Þetta voru nokkrir dagar sem komu eins og högg inn í kerfið.“ Þetta segir Thor Aspelund líftölfræðingur um þróun faraldursins síðustu daga. 61 greindist með veiruna í dag og voru 39 þeirra ekki í sóttkví. Að sögn Thors er um háa tölu að ræða en hún sé þó ekki alveg út úr korti. Fjöldinn sé á jaðri þess sem spálíkanið gerði ráð fyrir. „Þessi tala, 61, hún er alveg í jaðrinum á því sem telst líklegt ef þú berð það saman við myndina. Það er ekki alveg komið eitthvað út úr spánni eins og þegar maður tók eftir því að þriðja bylgjan var byrjuð, þá stakk talan alveg af,“ segir Thor í samtali við Vísi. Í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra er gert ráð fyrir því að núverandi bylgja muni standa út október. Búast megi við því að yfir eitt þúsund sýkist og allt að sex gætu látist miðað við afleiðinga sjúkdómsins í vetur. Síðasta spálíkan var gefið út á þriðjudag en Thor telur líklegt að það verði uppfært í komandi viku. Það sé nóg að gefa út nýja spá á vikufresti, en nú þurfi til að mynda að taka mið af hertum aðgerðum innanlands. Aðgerðirnar taka gildi á mánudaginn næstkomandi og mega þá aðeins tuttugu koma saman. Líkamsræktarstöðvar verða lokaðar, barir verða lokaðir og einnig spilasalir. Sundlaugar verða áfram opnar en með færri gestum. Thor segir slíkar aðgerðir líklegar til þess að ná betri tökum á faraldrinum. „Tuttugu manna takmarkið í fyrstu bylgjunni hafði mikil áhrif. Maður sá það á smitstuðlinum. Ég á líka von á því núna.“
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Smit meðal starfsmanna Landspítala Kórónuveirusmit hefur komið upp meðal starfsmanna Landspítalans við Hringbraut og munu 130 starfsmenn verða skimaðir vegna þess á morgun. 3. október 2020 20:41 „Við verðum að grípa til harðari aðgerða ef við ætlum að stoppa þetta af“ Þórólfur segist ætla að skila tillögum til heilbrigðisráðherra um hertar aðgerðir á næstu mínútum. 3. október 2020 11:25 Margir í partíum án þess að passa sig Íslendingar eru búnir að halda of mikið af samkvæmum á undanförnum vikum. Mörg þessara samkvæma hafa leitt til dreifingar nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. 3. október 2020 13:24 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Fleiri fréttir Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Sjá meira
Smit meðal starfsmanna Landspítala Kórónuveirusmit hefur komið upp meðal starfsmanna Landspítalans við Hringbraut og munu 130 starfsmenn verða skimaðir vegna þess á morgun. 3. október 2020 20:41
„Við verðum að grípa til harðari aðgerða ef við ætlum að stoppa þetta af“ Þórólfur segist ætla að skila tillögum til heilbrigðisráðherra um hertar aðgerðir á næstu mínútum. 3. október 2020 11:25
Margir í partíum án þess að passa sig Íslendingar eru búnir að halda of mikið af samkvæmum á undanförnum vikum. Mörg þessara samkvæma hafa leitt til dreifingar nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. 3. október 2020 13:24