Umferð á höfuðborgarsvæðinu dregst saman um 4,4% Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 5. október 2020 07:01 Ástæður samdráttar í umferð þarf vart að tíunda, kórónaveirufaraldurinn hefur leitt af sér nánast algjört stopp í komu ferðamanna. Slíkt hefur talsverð áhrif á umferð og er líkleg skýring á meginþorra þess samdráttar sem nú er að raungerast. Umferð á höfuðborgarsvæðinu dróst saman um 4,4% í september miðað við september í fyrra. Frá áramótum nemur samdráttur í umferðinni um átta prósentum og stefnir í þrisvar sinnum meiri samdrátt en áður hefur mælst á milli ára. Umferðin jókst um 4,9% frá ágúst til september en er þó talsvert minni en í september í fyrra um þrjú lykilmælisnið Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu. Frá þessu greinir í frétt á vef Vegagerðarinnar. Mesti munur á milli septembermánaða sem áður hafði mælst var á milli september mánaða árin 2008 og 2009, þá 3,6%. Hlutfallslegur mismunur á summu meðalumferðar á sólarhring eftir mánuðum. Mælt á þremur mælisniðum á höfuðborgarsvæðinu. Samanburður á milli áranna 2019 og 2020. Rýnt í tölurnar Umferð um hafnarfjarðarveg dróst saman um 8,7% í september ef miðað er við sama mánuð í fyrra. Það er mesti samdrátturinn en smávægileg aukning varð á Reykjanesbraut eða 0,1%. Þegar horft er til umferðar í september eftir vikudögum þá er samdráttur alla daga. Hann er þó mestur á sunnudögum eða 15,2%. Minnstan samdrátt má greina á miðvikudögum eða 2,6%. Þá segir á vef Vegagerðarinnar að bíllausa daginn, 20. september hafi borið upp á sunnudegi og þá hafi umferð verið 10,7% minni en meðalsunnudag í september. Meðalumferð á dag. Árið 2020 Samdráttur á árinu nemur nú 8,2% í heildina miðað við sama tíma í fyrra. Apríl verður sennilega sá mánuður þar sem minnst umferð var og júní sennilega sá umferðarþyngsti ef marka má mynstur hefðbundins árs. Þá stefnir í að á lykilmælisniðunum þremur verði um 8% samdráttur á milli ára. Ef svo verður er það lang mesti samdráttur sem mælst hefur. Metið stendur í 2,4% á milli áranna 2008 og 2009. Árið 2020 gæti því orðið þrisvar sinnum meiri samdráttur en á núverandi metárum. Umferð Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent
Umferð á höfuðborgarsvæðinu dróst saman um 4,4% í september miðað við september í fyrra. Frá áramótum nemur samdráttur í umferðinni um átta prósentum og stefnir í þrisvar sinnum meiri samdrátt en áður hefur mælst á milli ára. Umferðin jókst um 4,9% frá ágúst til september en er þó talsvert minni en í september í fyrra um þrjú lykilmælisnið Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu. Frá þessu greinir í frétt á vef Vegagerðarinnar. Mesti munur á milli septembermánaða sem áður hafði mælst var á milli september mánaða árin 2008 og 2009, þá 3,6%. Hlutfallslegur mismunur á summu meðalumferðar á sólarhring eftir mánuðum. Mælt á þremur mælisniðum á höfuðborgarsvæðinu. Samanburður á milli áranna 2019 og 2020. Rýnt í tölurnar Umferð um hafnarfjarðarveg dróst saman um 8,7% í september ef miðað er við sama mánuð í fyrra. Það er mesti samdrátturinn en smávægileg aukning varð á Reykjanesbraut eða 0,1%. Þegar horft er til umferðar í september eftir vikudögum þá er samdráttur alla daga. Hann er þó mestur á sunnudögum eða 15,2%. Minnstan samdrátt má greina á miðvikudögum eða 2,6%. Þá segir á vef Vegagerðarinnar að bíllausa daginn, 20. september hafi borið upp á sunnudegi og þá hafi umferð verið 10,7% minni en meðalsunnudag í september. Meðalumferð á dag. Árið 2020 Samdráttur á árinu nemur nú 8,2% í heildina miðað við sama tíma í fyrra. Apríl verður sennilega sá mánuður þar sem minnst umferð var og júní sennilega sá umferðarþyngsti ef marka má mynstur hefðbundins árs. Þá stefnir í að á lykilmælisniðunum þremur verði um 8% samdráttur á milli ára. Ef svo verður er það lang mesti samdráttur sem mælst hefur. Metið stendur í 2,4% á milli áranna 2008 og 2009. Árið 2020 gæti því orðið þrisvar sinnum meiri samdráttur en á núverandi metárum.
Umferð Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent