„Rauð flögg“ um alvarlegri faraldur ef ekkert hefði verið að gert Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. október 2020 11:29 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir segir kórónuveirufaraldurinn nú í talsverðum vexti og að á köflum hafi verið eins og hann væri á leið í veldisvöxt. „Rauð flögg“ hafi verið á lofti um alvarlegri faraldur hefði ekki verið gripið inn í með hertum aðgerðum. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna nú fyrir hádegi. 59 greindust með veiruna síðasta sólarhringinn, þar af voru 34 í sóttkví. Alls hafa nú tæplega 770 greinst í þessari bylgju faraldursins frá því um miðjan september. Þá greindi Þórólfur frá því á fundinum að fimmtán liggi nú inni á Landspítala vegna veirunnar, þar af þrír á gjörgæslu. Tveir þeirra eru í öndunarvél. Tekist hefur að útskrifa nokkra af spítalanum en aðrir hafa verið lagðir inn á móti. Enn er mikið álag á Landspítalanum. Þórólfur sagði jafnframt að á köflum fyndist honum eins og faraldurinn væri á leið í veldisvöxt. Þeir sem hafa verið að smitast af veirunni undanfarið hafi að miklu leyti smitast á vinnustöðvum, innan fjölskyldna og vinahópa sem geri sér glaðan dag. Einnig væri talsvert um smit á líkamsræktarstöðvum, til dæmis megi rekja smit til hneifaleikastöðvar í Kópavogi, og á krám. „Þetta eru allt rauð flögg um að við gætum farið að sjá hér alvarlegri faraldur með alvarlegri afleiðingum ef ekki verður gripið inn í,“ sagði Þórólfur. Það hafi því ekkert verið annað í stöðunni en að grípa til hertari aðgerða og takmarkana. Ekki hafi tekist að sveigja faraldurinn niður á við. Hertari aðgerðir tóku gildi á miðnætti nótt. Veigamesta breytingin snýr að fjöldatakmörkunum en samkomubann miðast nú við tuttugu manns. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Sóttvarnalæknir segir kórónuveirufaraldurinn nú í talsverðum vexti og að á köflum hafi verið eins og hann væri á leið í veldisvöxt. „Rauð flögg“ hafi verið á lofti um alvarlegri faraldur hefði ekki verið gripið inn í með hertum aðgerðum. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna nú fyrir hádegi. 59 greindust með veiruna síðasta sólarhringinn, þar af voru 34 í sóttkví. Alls hafa nú tæplega 770 greinst í þessari bylgju faraldursins frá því um miðjan september. Þá greindi Þórólfur frá því á fundinum að fimmtán liggi nú inni á Landspítala vegna veirunnar, þar af þrír á gjörgæslu. Tveir þeirra eru í öndunarvél. Tekist hefur að útskrifa nokkra af spítalanum en aðrir hafa verið lagðir inn á móti. Enn er mikið álag á Landspítalanum. Þórólfur sagði jafnframt að á köflum fyndist honum eins og faraldurinn væri á leið í veldisvöxt. Þeir sem hafa verið að smitast af veirunni undanfarið hafi að miklu leyti smitast á vinnustöðvum, innan fjölskyldna og vinahópa sem geri sér glaðan dag. Einnig væri talsvert um smit á líkamsræktarstöðvum, til dæmis megi rekja smit til hneifaleikastöðvar í Kópavogi, og á krám. „Þetta eru allt rauð flögg um að við gætum farið að sjá hér alvarlegri faraldur með alvarlegri afleiðingum ef ekki verður gripið inn í,“ sagði Þórólfur. Það hafi því ekkert verið annað í stöðunni en að grípa til hertari aðgerða og takmarkana. Ekki hafi tekist að sveigja faraldurinn niður á við. Hertari aðgerðir tóku gildi á miðnætti nótt. Veigamesta breytingin snýr að fjöldatakmörkunum en samkomubann miðast nú við tuttugu manns.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira