Hvatti Íslendinga til dáða gegn hinni ósanngjörnu veiru Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. október 2020 14:04 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn. Vísir/vilhelm Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hvatti Íslendinga til að sýna samstöðu gegn sameiginlegum andstæðingi, hinni ófyrirsjáanlegu og ósanngjörnu kórónuveiru, í lokaorðum sínum á upplýsingafundi almannavarna í dag. Hann ítrekaði mikilvægi einstaklingsbundinna sóttvarna og bað alla um að vera á varðbergi. „Við erum núna í stöðu sem við vildum gjarnan hafa sloppið við að vera í. Við breytum ekki því sem er orðið en við getum ráðið því hvert framhaldið verður,“ sagði Víðir á fundinum í dag. Næstu dagar myndu fara í aðlögun að hertum veiruaðgerðum sem tóku gildi í dag og því væri einkar mikilvægt að sýna umburðarlyndi. Þá kvað hann það skiljanlegt að fólki þætti óþægilegt að gefa smitrakningarteymi almannavarna upp nákvæmar lýsingar á öllum sínum ferðum. Fólk velti því jafnframt mikið fyrir sér hvort það hefði átt að haga sér öðruvísi. „Ekki eyða tíma í það,“ sagði Víðir. „Hjálpið okkur bara að vinna í þessu. Hjálpumst að við að finna þau sem hugsanlega hafa smitast og tryggjum að þau fái upplýsingar til að þau get tekið ákvörðun um varnir, sér og sínum til hagsbóta. Það er bara ein leið áfram í þessu og það er samstaða.“ Nú þyrftu allir að passa sig vel. Gæta að fjarlægð við aðra, þvo hendur, sótthreinsa og vernda viðkvæma hópa. „Það reynir á þol og þrautseigju núna. Ekkert er hafið yfir gagnrýni,“ sagði Víðir. „Veiran er andstæðingurinn. Hún er ekki fyrirsjáanleg og hún er ekki sanngjörn. Við hins vegar höfum sýnt að vði getum allt þegar við stöndum saman. Við ætlum að ná þessu niður, við munum vinna marga bardaga og litlir sigrar skapa mikla velgengni. Tökum einn dag í einu, hjálpumst að, leiðbeinum, pössum upp á hvert annað og pössum upp á okkar fólk og sýnum öðrum vinsemd og virðingu. Þetta verður áfram í okkar höndum.“ Lokaorð Víðis á upplýsingafundi almannavarna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hrollvekjandi hugsanir undirstrika mikilvægi hvíldarinnar Íbúi á Selfossi sem lýkur brátt einangrun eftir að hafa smitast af Covid-19 leggur áherslu á að fólk fari vel með sig enda margir sem glími við eftirköst. 5. október 2020 13:54 59 greindust innanlands og fimmtán á sjúkrahúsi 59 greindust innanlands og voru 34 þeirra í sóttkví. Þetta segir Víðir Reynisson í samtali við fréttastofu. 5. október 2020 10:58 Um tuttugu smitaðir eftir æfingar hjá Hnefaleikafélagi Kópavogs Iðkandi í Hnefaleikafélagi Kópavogs greindist með kórónuveiruna á fimmtudag. 5. október 2020 12:23 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Sjá meira
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hvatti Íslendinga til að sýna samstöðu gegn sameiginlegum andstæðingi, hinni ófyrirsjáanlegu og ósanngjörnu kórónuveiru, í lokaorðum sínum á upplýsingafundi almannavarna í dag. Hann ítrekaði mikilvægi einstaklingsbundinna sóttvarna og bað alla um að vera á varðbergi. „Við erum núna í stöðu sem við vildum gjarnan hafa sloppið við að vera í. Við breytum ekki því sem er orðið en við getum ráðið því hvert framhaldið verður,“ sagði Víðir á fundinum í dag. Næstu dagar myndu fara í aðlögun að hertum veiruaðgerðum sem tóku gildi í dag og því væri einkar mikilvægt að sýna umburðarlyndi. Þá kvað hann það skiljanlegt að fólki þætti óþægilegt að gefa smitrakningarteymi almannavarna upp nákvæmar lýsingar á öllum sínum ferðum. Fólk velti því jafnframt mikið fyrir sér hvort það hefði átt að haga sér öðruvísi. „Ekki eyða tíma í það,“ sagði Víðir. „Hjálpið okkur bara að vinna í þessu. Hjálpumst að við að finna þau sem hugsanlega hafa smitast og tryggjum að þau fái upplýsingar til að þau get tekið ákvörðun um varnir, sér og sínum til hagsbóta. Það er bara ein leið áfram í þessu og það er samstaða.“ Nú þyrftu allir að passa sig vel. Gæta að fjarlægð við aðra, þvo hendur, sótthreinsa og vernda viðkvæma hópa. „Það reynir á þol og þrautseigju núna. Ekkert er hafið yfir gagnrýni,“ sagði Víðir. „Veiran er andstæðingurinn. Hún er ekki fyrirsjáanleg og hún er ekki sanngjörn. Við hins vegar höfum sýnt að vði getum allt þegar við stöndum saman. Við ætlum að ná þessu niður, við munum vinna marga bardaga og litlir sigrar skapa mikla velgengni. Tökum einn dag í einu, hjálpumst að, leiðbeinum, pössum upp á hvert annað og pössum upp á okkar fólk og sýnum öðrum vinsemd og virðingu. Þetta verður áfram í okkar höndum.“ Lokaorð Víðis á upplýsingafundi almannavarna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hrollvekjandi hugsanir undirstrika mikilvægi hvíldarinnar Íbúi á Selfossi sem lýkur brátt einangrun eftir að hafa smitast af Covid-19 leggur áherslu á að fólk fari vel með sig enda margir sem glími við eftirköst. 5. október 2020 13:54 59 greindust innanlands og fimmtán á sjúkrahúsi 59 greindust innanlands og voru 34 þeirra í sóttkví. Þetta segir Víðir Reynisson í samtali við fréttastofu. 5. október 2020 10:58 Um tuttugu smitaðir eftir æfingar hjá Hnefaleikafélagi Kópavogs Iðkandi í Hnefaleikafélagi Kópavogs greindist með kórónuveiruna á fimmtudag. 5. október 2020 12:23 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Sjá meira
Hrollvekjandi hugsanir undirstrika mikilvægi hvíldarinnar Íbúi á Selfossi sem lýkur brátt einangrun eftir að hafa smitast af Covid-19 leggur áherslu á að fólk fari vel með sig enda margir sem glími við eftirköst. 5. október 2020 13:54
59 greindust innanlands og fimmtán á sjúkrahúsi 59 greindust innanlands og voru 34 þeirra í sóttkví. Þetta segir Víðir Reynisson í samtali við fréttastofu. 5. október 2020 10:58
Um tuttugu smitaðir eftir æfingar hjá Hnefaleikafélagi Kópavogs Iðkandi í Hnefaleikafélagi Kópavogs greindist með kórónuveiruna á fimmtudag. 5. október 2020 12:23