„Óheillaþróun“ á smitstuðlinum gæti skilað veldisvexti Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. október 2020 15:09 Skimað fyrir kórónuveirunni hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. 59 greindust með veiruna í gær. Vísir/Vilhelm Smitstuðull kórónuveirunnar hér á landi fer nú hækkandi, sem gæti leitt til þess að faraldurinn endi í veldisvísisvexti. „Rauð flögg“ eru nú alls staðar og þróunin er áhyggjuefni, að mati hópsins sem stendur að spálíkani um framgang faraldursins á Íslandi. Sóttvarnalæknir segir viðbúið að ekki náist að kveða faraldurinn alveg niður líkt og tókst í vor. Smitstuðull segir til um það hvað einstaklingur sem sýkist af Covid-19 mun að jafnaði smita marga aðra. Ekki er langt síðan stuðullinn nálgaðist einn en æskilegt er að hann haldist undir einum. Nú hefur stuðullinn hins vegar risið í 2,5. Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur vinnur að spálíkani fyrir kórónuveiruna ásamt kollegum sínum við Háskóla Íslands.Háskóli Íslands/Kristinn Ingvarsson „Aftur tekur veiran kipp. Það eru rauð flögg alls staðar. Við erum ekki að ná tökum á ástandinu,“ segir í færslu á Facebook-síðu Jóhönnu Jakobsdóttur líftölfræðings, sem unnið hefur að spálíkani ásamt fleiri vísindamönnum, þar á meðal Thor Aspelund prófessor. „Ef smitstuðullinn helst lengi fyrir ofan 1 endar ástandið í veldisvísisvexti. Ef hann er t.d. 2 smitar einstaklingur að jafnaði 2 aðra, þeir smita svo 2 aðra og koll af kolli. Í samræmi við þessa óheillaþróun tekur spá um fjölda smita líka kipp. Fjöldinn gæti hækkað hratt en óvissan er reyndar mjög mikil,“ segir í færslunni. Sviðsmynd af þróun faraldursins frá teyminu sem stendur að spálíkani Háskóla Íslands, sóttvarnalæknis og landlæknis. Með færslunni fylgir sviðsmynd af þróuninni næstu vikur, sem sjá má hér fyrir ofan. Þar er gert ráð fyrir að náist að koma hlutfalli þeirra sem greinast í sóttkví upp í 50 prósent og að sóttvarnaraðgerðir skili árangri, þannig að smitstuðullinn lækki á ný. 58 prósent þeirra sem greindust með veiruna síðasta sólarhringinn voru í sóttkví en hlutfallið var lægra dagana á undan. Veiran miklu dreifðari nú en áður Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tók undir það með Thor Aspelund á upplýsingafundi almannavarna í dag að þriðja bylgja faraldursins væri ófyrirsjáanlegri en þær fyrri og að erfiðara væri að spá fyrir um þróun hennar. „Þessi bylgja er mjög ólík bylgjunni sem var í vetur, þar sem við fengum mjög hratt flæði af veirunni inn í landið,“ sagði Þórólfur. „Nú er veiran búin að grafa um sig, hún er búin að dreifa sér, við erum með miklu meiri dreifingu og þannig er erfiðara að eiga við hana og ná utan um faraldurinn núna en þá. Það mun taka lengri tíma og ég er alveg viðbúinn því að okkur muni ekki takast algjörlega að keyra veiruna eins mikið niður núna og okkur tókst í vetur.“ Fram kom í rýni spálíkansteymisins 25. september að smitstuðullinn hefði náð hápunkti í rúmlega tveimur í fyrstu bylgju faraldursins í mars og apríl. Hápunkturinn hafi hins vegar verið í kringum fjóra í annarri bylgju og í september komst hann yfir sex. Stuðullinn var á tímabili á hraðri niðurleið í þriðju bylgjunni sem stendur yfir núna en líkt og áður sagði er þróunin nú aftur upp á við. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hrollvekjandi hugsanir undirstrika mikilvægi hvíldarinnar Íbúi á Selfossi sem lýkur brátt einangrun eftir að hafa smitast af Covid-19 leggur áherslu á að fólk fari vel með sig enda margir sem glími við eftirköst. 5. október 2020 13:54 Allir sjúklingarnir þrír í öndunarvél Allir sjúklingarnir þrír sem liggja á gjörgæslu Landspítalans vegna Covid-19 eru nú í öndunarvél. 5. október 2020 14:13 Um tuttugu smitaðir eftir æfingar hjá Hnefaleikafélagi Kópavogs Iðkandi í Hnefaleikafélagi Kópavogs greindist með kórónuveiruna á fimmtudag. 5. október 2020 12:23 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Fleiri fréttir Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Sjá meira
Smitstuðull kórónuveirunnar hér á landi fer nú hækkandi, sem gæti leitt til þess að faraldurinn endi í veldisvísisvexti. „Rauð flögg“ eru nú alls staðar og þróunin er áhyggjuefni, að mati hópsins sem stendur að spálíkani um framgang faraldursins á Íslandi. Sóttvarnalæknir segir viðbúið að ekki náist að kveða faraldurinn alveg niður líkt og tókst í vor. Smitstuðull segir til um það hvað einstaklingur sem sýkist af Covid-19 mun að jafnaði smita marga aðra. Ekki er langt síðan stuðullinn nálgaðist einn en æskilegt er að hann haldist undir einum. Nú hefur stuðullinn hins vegar risið í 2,5. Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur vinnur að spálíkani fyrir kórónuveiruna ásamt kollegum sínum við Háskóla Íslands.Háskóli Íslands/Kristinn Ingvarsson „Aftur tekur veiran kipp. Það eru rauð flögg alls staðar. Við erum ekki að ná tökum á ástandinu,“ segir í færslu á Facebook-síðu Jóhönnu Jakobsdóttur líftölfræðings, sem unnið hefur að spálíkani ásamt fleiri vísindamönnum, þar á meðal Thor Aspelund prófessor. „Ef smitstuðullinn helst lengi fyrir ofan 1 endar ástandið í veldisvísisvexti. Ef hann er t.d. 2 smitar einstaklingur að jafnaði 2 aðra, þeir smita svo 2 aðra og koll af kolli. Í samræmi við þessa óheillaþróun tekur spá um fjölda smita líka kipp. Fjöldinn gæti hækkað hratt en óvissan er reyndar mjög mikil,“ segir í færslunni. Sviðsmynd af þróun faraldursins frá teyminu sem stendur að spálíkani Háskóla Íslands, sóttvarnalæknis og landlæknis. Með færslunni fylgir sviðsmynd af þróuninni næstu vikur, sem sjá má hér fyrir ofan. Þar er gert ráð fyrir að náist að koma hlutfalli þeirra sem greinast í sóttkví upp í 50 prósent og að sóttvarnaraðgerðir skili árangri, þannig að smitstuðullinn lækki á ný. 58 prósent þeirra sem greindust með veiruna síðasta sólarhringinn voru í sóttkví en hlutfallið var lægra dagana á undan. Veiran miklu dreifðari nú en áður Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tók undir það með Thor Aspelund á upplýsingafundi almannavarna í dag að þriðja bylgja faraldursins væri ófyrirsjáanlegri en þær fyrri og að erfiðara væri að spá fyrir um þróun hennar. „Þessi bylgja er mjög ólík bylgjunni sem var í vetur, þar sem við fengum mjög hratt flæði af veirunni inn í landið,“ sagði Þórólfur. „Nú er veiran búin að grafa um sig, hún er búin að dreifa sér, við erum með miklu meiri dreifingu og þannig er erfiðara að eiga við hana og ná utan um faraldurinn núna en þá. Það mun taka lengri tíma og ég er alveg viðbúinn því að okkur muni ekki takast algjörlega að keyra veiruna eins mikið niður núna og okkur tókst í vetur.“ Fram kom í rýni spálíkansteymisins 25. september að smitstuðullinn hefði náð hápunkti í rúmlega tveimur í fyrstu bylgju faraldursins í mars og apríl. Hápunkturinn hafi hins vegar verið í kringum fjóra í annarri bylgju og í september komst hann yfir sex. Stuðullinn var á tímabili á hraðri niðurleið í þriðju bylgjunni sem stendur yfir núna en líkt og áður sagði er þróunin nú aftur upp á við.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hrollvekjandi hugsanir undirstrika mikilvægi hvíldarinnar Íbúi á Selfossi sem lýkur brátt einangrun eftir að hafa smitast af Covid-19 leggur áherslu á að fólk fari vel með sig enda margir sem glími við eftirköst. 5. október 2020 13:54 Allir sjúklingarnir þrír í öndunarvél Allir sjúklingarnir þrír sem liggja á gjörgæslu Landspítalans vegna Covid-19 eru nú í öndunarvél. 5. október 2020 14:13 Um tuttugu smitaðir eftir æfingar hjá Hnefaleikafélagi Kópavogs Iðkandi í Hnefaleikafélagi Kópavogs greindist með kórónuveiruna á fimmtudag. 5. október 2020 12:23 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Fleiri fréttir Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Sjá meira
Hrollvekjandi hugsanir undirstrika mikilvægi hvíldarinnar Íbúi á Selfossi sem lýkur brátt einangrun eftir að hafa smitast af Covid-19 leggur áherslu á að fólk fari vel með sig enda margir sem glími við eftirköst. 5. október 2020 13:54
Allir sjúklingarnir þrír í öndunarvél Allir sjúklingarnir þrír sem liggja á gjörgæslu Landspítalans vegna Covid-19 eru nú í öndunarvél. 5. október 2020 14:13
Um tuttugu smitaðir eftir æfingar hjá Hnefaleikafélagi Kópavogs Iðkandi í Hnefaleikafélagi Kópavogs greindist með kórónuveiruna á fimmtudag. 5. október 2020 12:23