Um 250 bandarískir hermenn fara í skimun og tveggja vikna vinnusóttkví við komuna til Íslands Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. október 2020 18:30 Flugsveitin kemur til landsins frá Bretlandi með allt að fjórtán F15 orrustuþotur. Mynd/Landhelgisgæslan Allt að 250 hermenn taka þátt í loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland sem hefst á næstu dögum. Að þessu sinni er von á flugsveit bandaríska flughersins sem mun annast loftrýmisgæsluna en gerðar strangari ráðstafanir í tengslum við komu sveitarinnar en gilda um aðra ferðamenn í ljósi kórónuveirufaraldursins. Auk liðsmanna bandaríska flughersins tekur starfsfólk frá stjórnstöð NATO í Uedem í Þýskalandi þátt í verkefninu og fulltrúar frá eistneska flughernum. Flugsveitin kemur til landsins frá Bretlandi með allt að fjórtán F15 orrustuþotur að því er segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Gert er ráð fyrir aðflugsæfingum á varaflugvöllunum á Akureyri og á Egilsstöðum dagana 9. til 16. október ef veður leyfir. Fyrstu liðsmenn sveitarinnar sem taka þátt í loftrýmisgæslunni eru þegar komnir til landsins.mynd/Landhelgisgæslan „Framkvæmd verkefnisins verður með sama hætti og áður auk þess sem hún verður í samræmi við loftrýmisgæsluáætlun NATO fyrir Ísland,“ segir í tilkynningunni en fyrstu liðsmenn sveitarinnar komu til landsins í síðustu viku. „Strangari ráðstafanir eru gerðar vegna komu sveitarinnar en almenn gildir um ferðamenn sem koma til landsins því auk landamæraskimana fara allir í tveggja vikna vinnusóttkví (B-sóttkví) að lokinni fyrstu skimun,“ segir í tilkynningunni. Flugsveitin mun hafa aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli og gert er ráð fyrir að verkefninu ljúki fyrir lok þessa mánaðar. Landhelgisgæsla Íslands annast framkvæmd verkefnisins í samvinnu við Isavia. Varnarmál Utanríkismál NATO Bandaríkin Landhelgisgæslan Mest lesið „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Ákærður fyrir að drepa móður sína Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Sjá meira
Allt að 250 hermenn taka þátt í loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland sem hefst á næstu dögum. Að þessu sinni er von á flugsveit bandaríska flughersins sem mun annast loftrýmisgæsluna en gerðar strangari ráðstafanir í tengslum við komu sveitarinnar en gilda um aðra ferðamenn í ljósi kórónuveirufaraldursins. Auk liðsmanna bandaríska flughersins tekur starfsfólk frá stjórnstöð NATO í Uedem í Þýskalandi þátt í verkefninu og fulltrúar frá eistneska flughernum. Flugsveitin kemur til landsins frá Bretlandi með allt að fjórtán F15 orrustuþotur að því er segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Gert er ráð fyrir aðflugsæfingum á varaflugvöllunum á Akureyri og á Egilsstöðum dagana 9. til 16. október ef veður leyfir. Fyrstu liðsmenn sveitarinnar sem taka þátt í loftrýmisgæslunni eru þegar komnir til landsins.mynd/Landhelgisgæslan „Framkvæmd verkefnisins verður með sama hætti og áður auk þess sem hún verður í samræmi við loftrýmisgæsluáætlun NATO fyrir Ísland,“ segir í tilkynningunni en fyrstu liðsmenn sveitarinnar komu til landsins í síðustu viku. „Strangari ráðstafanir eru gerðar vegna komu sveitarinnar en almenn gildir um ferðamenn sem koma til landsins því auk landamæraskimana fara allir í tveggja vikna vinnusóttkví (B-sóttkví) að lokinni fyrstu skimun,“ segir í tilkynningunni. Flugsveitin mun hafa aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli og gert er ráð fyrir að verkefninu ljúki fyrir lok þessa mánaðar. Landhelgisgæsla Íslands annast framkvæmd verkefnisins í samvinnu við Isavia.
Varnarmál Utanríkismál NATO Bandaríkin Landhelgisgæslan Mest lesið „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Ákærður fyrir að drepa móður sína Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Sjá meira