Novak Djokovic sló aftur í dómara: „Vandræðalegt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2020 07:30 Novak Djokovic hafði ekki heppnina með sér og kom sér aftur í fréttirnar fyrir að slá boltanum í dómara. EPA-EFE/IAN LANGSDON Novak Djokovic var vísað úr keppni á opna bandaríska meistaramótinu á dögunum fyrir að slá boltanum í línudómara og í gær sló Serbinn aftur í dómara á opna franska meistaramótinu. Aðstæðurnar voru þó allt aðrar og hann er áfram með í mótinu. Tenniskappinn Novak Djokovic segir að það hafi verið „vandræðalegt“ fyrir sig að skjóta boltanum aftur í dómara á fyrsta risamótinu eftir að honum var vísað úr keppni á opna bandaríska meistaramótinu. Novak Djokovic varð fyrir óláni að skjóta aftur í dómara í sigri sínumn á Karen Khachanov í gær. Það var þó algjör óheppni og ekki Serbanum að kenna að boltinn fór í dómarann. Novak Djokovic says hitting another line judge with ball was "awkward".Read: https://t.co/A4YPZ3asZ7#FrenchOpen pic.twitter.com/8E33E4OXfR— BBC Sport (@BBCSport) October 6, 2020 „Vonandi er í lagi með hann. Hann tók á þessu af hörku og hugrekki. Það var engin spurning um að ég hitti hann því ég var það nálægt honum,“ sagði Novak Djokovic. Á opna bandaríska meistaramótinu var Novak Djokovic að keppa við Spánverjann Pablo Carreno Bust. Í miklu svekkelsi þá sló hann í boltann sem endaði þá í hálsi línudómarans. Hann ætlaði ekki að hitta dómarann en átti aldrei að slá boltann sem var ekki í leik. Að þessu sinni var boltinn í leik og Djokovic að svara uppgjöf Karen Khachanov. Sem betur fer virtist dómarinn ekki meiða sig mikið ólíkt atvikinu í New York. „Þetta var vandræðalegt deja vu. Ég var að reyna að finna línudómarann áðan til að athuga með hann hann. Því ég sá að hann var svolítið rauður á andlitinu þar sem boltinn fór,“ sagði Djokovic. Novak Djokovic accidentally hits line judge again during French Open quarter-final https://t.co/ZMNs87Z6Qn— MailOnline Sport (@MailSport) October 6, 2020 „Auðvitað eiga margir eftir að gera frétt úr þessu vegna þess sem gerðist í New York. Þetta hefur gerst áður fyrir mig og fyrir svo marga aðra spilara á þeim fimmtán árum sem ég hef verið á mótaröðinni,“ sagði Novak Djokovic. Novak Djokovic er þar með kominn í átta manna úrslit þar sem hann mætir öðrum Spánverja, Carreno Busta. Djokovic hefur enn ekki tapað leik á árinu fyrir utan þann þar sem hann var dæmdur úr keppni á opna bandaríska meistaramótinu. Hann hefur unnið hina 36 leikina sína og er auðvitað enn efstur á heimslistanum. Tennis Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Mætti syni sínum Íslenski boltinn Í beinni: Plzen - Man. Utd | Berjast um sæti meðal efstu átta Fótbolti Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjötti sigurinn í röð hjá Janusi Daða og félögum Í beinni: Haukar - KR | Geta þeir byggt ofan á fyrsta sigurinn? Í beinni: Tindastóll - Njarðvík | Toppleikur á Króknum Í beinni: Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Í beinni: Höttur - ÍR | Gestirnir á miklu flugi Yngsti heimsmeistari sögunnar í skák Átján ára strákur með tvö mörk fyrir Chelsea í Sambandsdeildinni Í beinni: Plzen - Man. Utd | Berjast um sæti meðal efstu átta Sara Björk og félagar að komast í gang „Fengum viðvaranir áður en mörkin komu“ Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Bikarleik frestað vegna óútkljáðs kærumáls Hauka og ÍBV Í beinni: Astana - Chelsea | Hvolpasveit í Kasakstan Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz „Það falla mörg tár á sunnudag“ Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Meistararnir mæta Haukum Belichick kominn með nýtt þjálfarastarf GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Mætti syni sínum „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Amorim tjáir sig um brotthvarf Ashworths: „Ekki besta staðan“ Rannsókn felld niður í máli Mbappé Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Sjáðu bombu Hákonar og Man. City í bobba Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Mourinho daðrar við Real Madrid Sjá meira
Novak Djokovic var vísað úr keppni á opna bandaríska meistaramótinu á dögunum fyrir að slá boltanum í línudómara og í gær sló Serbinn aftur í dómara á opna franska meistaramótinu. Aðstæðurnar voru þó allt aðrar og hann er áfram með í mótinu. Tenniskappinn Novak Djokovic segir að það hafi verið „vandræðalegt“ fyrir sig að skjóta boltanum aftur í dómara á fyrsta risamótinu eftir að honum var vísað úr keppni á opna bandaríska meistaramótinu. Novak Djokovic varð fyrir óláni að skjóta aftur í dómara í sigri sínumn á Karen Khachanov í gær. Það var þó algjör óheppni og ekki Serbanum að kenna að boltinn fór í dómarann. Novak Djokovic says hitting another line judge with ball was "awkward".Read: https://t.co/A4YPZ3asZ7#FrenchOpen pic.twitter.com/8E33E4OXfR— BBC Sport (@BBCSport) October 6, 2020 „Vonandi er í lagi með hann. Hann tók á þessu af hörku og hugrekki. Það var engin spurning um að ég hitti hann því ég var það nálægt honum,“ sagði Novak Djokovic. Á opna bandaríska meistaramótinu var Novak Djokovic að keppa við Spánverjann Pablo Carreno Bust. Í miklu svekkelsi þá sló hann í boltann sem endaði þá í hálsi línudómarans. Hann ætlaði ekki að hitta dómarann en átti aldrei að slá boltann sem var ekki í leik. Að þessu sinni var boltinn í leik og Djokovic að svara uppgjöf Karen Khachanov. Sem betur fer virtist dómarinn ekki meiða sig mikið ólíkt atvikinu í New York. „Þetta var vandræðalegt deja vu. Ég var að reyna að finna línudómarann áðan til að athuga með hann hann. Því ég sá að hann var svolítið rauður á andlitinu þar sem boltinn fór,“ sagði Djokovic. Novak Djokovic accidentally hits line judge again during French Open quarter-final https://t.co/ZMNs87Z6Qn— MailOnline Sport (@MailSport) October 6, 2020 „Auðvitað eiga margir eftir að gera frétt úr þessu vegna þess sem gerðist í New York. Þetta hefur gerst áður fyrir mig og fyrir svo marga aðra spilara á þeim fimmtán árum sem ég hef verið á mótaröðinni,“ sagði Novak Djokovic. Novak Djokovic er þar með kominn í átta manna úrslit þar sem hann mætir öðrum Spánverja, Carreno Busta. Djokovic hefur enn ekki tapað leik á árinu fyrir utan þann þar sem hann var dæmdur úr keppni á opna bandaríska meistaramótinu. Hann hefur unnið hina 36 leikina sína og er auðvitað enn efstur á heimslistanum.
Tennis Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Mætti syni sínum Íslenski boltinn Í beinni: Plzen - Man. Utd | Berjast um sæti meðal efstu átta Fótbolti Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjötti sigurinn í röð hjá Janusi Daða og félögum Í beinni: Haukar - KR | Geta þeir byggt ofan á fyrsta sigurinn? Í beinni: Tindastóll - Njarðvík | Toppleikur á Króknum Í beinni: Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Í beinni: Höttur - ÍR | Gestirnir á miklu flugi Yngsti heimsmeistari sögunnar í skák Átján ára strákur með tvö mörk fyrir Chelsea í Sambandsdeildinni Í beinni: Plzen - Man. Utd | Berjast um sæti meðal efstu átta Sara Björk og félagar að komast í gang „Fengum viðvaranir áður en mörkin komu“ Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Bikarleik frestað vegna óútkljáðs kærumáls Hauka og ÍBV Í beinni: Astana - Chelsea | Hvolpasveit í Kasakstan Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz „Það falla mörg tár á sunnudag“ Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Meistararnir mæta Haukum Belichick kominn með nýtt þjálfarastarf GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Mætti syni sínum „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Amorim tjáir sig um brotthvarf Ashworths: „Ekki besta staðan“ Rannsókn felld niður í máli Mbappé Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Sjáðu bombu Hákonar og Man. City í bobba Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Mourinho daðrar við Real Madrid Sjá meira