Delta hefur náð landi í Mexíkó Samúel Karl Ólason skrifar 7. október 2020 12:43 Íbúar Cancun í röð til að kaupa gas. Þesi mynd var tekin í gær. AP/Victor Ruiz Garcia Fellibylurinn Delta hefur náð landi í Mexíkó og þá sem annars stigs fellibylur með um 50 m/meðalvindhraða. Veðurfræðingar og embættismenn á svæðinu höfðu óttast fellibylinn verulega en Delta varð fjórða stigs fellibylur í gær áður en hann missti aftur kraft seinni partinn. Carlos Jaquín, ríkisstjóri, hefur þó varað íbúa og ferðamenn við því að Delta sé kraftmikill og hættulegur fellibylur. Margir hafa verið fluttir af lágt liggjandi svæðum og þúsundir halda til í þar til gerðum skýlum. 160 slík voru opnuð í Cancun, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Spár segja til um að sjávarborð muni hækka töluvert, eða allt að fjóra metra, og að hætta sé á skyndiflóðum vegna rigningar á svæðinu. Hurricane #Delta makes landfall along the coast of northeastern Mexico near Puerto Morelos around 5:30 AM CDT with estimated maximum winds of 110 mph. Latest information at: https://t.co/tW4KeGdBFb pic.twitter.com/cWKYybKCMi— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) October 7, 2020 Búist er við því að Delta safni svo aftur miklum krafti yfir Mexíkóflóa og skelli svo á suðurströnd Bandaríkjanna á föstudaginn. Veðurfræðingar segja útlit fyrir að fellibylurinn verði töluvert stærri og kraftmeiri þá. Miðað við núverandi stefnu gæti Delta náð landi allt frá Louisiana til Flórída. Delta er 25. hitabeltislægðin sem hefur myndast yfir Atlantshafinu og fengið nafn þetta árið. Aldrei áður hafa svo margar lægðir fengið nafn á þessum tíma árs. Metið sem Delta sló var frá 2005, þegar 25. lægðin myndaðist þann 15. nóvember. Mexíkó Veður Loftslagsmál Bandaríkin Tengdar fréttir Delta mun valda usla í Mexíkó og stefna svo á Bandaríkin Fellibylurinn Delta stefnir nú hraðbyri að ströndum Mexíkó og mun ná landi í Bandaríkjunum seinna í vikunni. 6. október 2020 13:33 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Fellibylurinn Delta hefur náð landi í Mexíkó og þá sem annars stigs fellibylur með um 50 m/meðalvindhraða. Veðurfræðingar og embættismenn á svæðinu höfðu óttast fellibylinn verulega en Delta varð fjórða stigs fellibylur í gær áður en hann missti aftur kraft seinni partinn. Carlos Jaquín, ríkisstjóri, hefur þó varað íbúa og ferðamenn við því að Delta sé kraftmikill og hættulegur fellibylur. Margir hafa verið fluttir af lágt liggjandi svæðum og þúsundir halda til í þar til gerðum skýlum. 160 slík voru opnuð í Cancun, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Spár segja til um að sjávarborð muni hækka töluvert, eða allt að fjóra metra, og að hætta sé á skyndiflóðum vegna rigningar á svæðinu. Hurricane #Delta makes landfall along the coast of northeastern Mexico near Puerto Morelos around 5:30 AM CDT with estimated maximum winds of 110 mph. Latest information at: https://t.co/tW4KeGdBFb pic.twitter.com/cWKYybKCMi— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) October 7, 2020 Búist er við því að Delta safni svo aftur miklum krafti yfir Mexíkóflóa og skelli svo á suðurströnd Bandaríkjanna á föstudaginn. Veðurfræðingar segja útlit fyrir að fellibylurinn verði töluvert stærri og kraftmeiri þá. Miðað við núverandi stefnu gæti Delta náð landi allt frá Louisiana til Flórída. Delta er 25. hitabeltislægðin sem hefur myndast yfir Atlantshafinu og fengið nafn þetta árið. Aldrei áður hafa svo margar lægðir fengið nafn á þessum tíma árs. Metið sem Delta sló var frá 2005, þegar 25. lægðin myndaðist þann 15. nóvember.
Mexíkó Veður Loftslagsmál Bandaríkin Tengdar fréttir Delta mun valda usla í Mexíkó og stefna svo á Bandaríkin Fellibylurinn Delta stefnir nú hraðbyri að ströndum Mexíkó og mun ná landi í Bandaríkjunum seinna í vikunni. 6. október 2020 13:33 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Delta mun valda usla í Mexíkó og stefna svo á Bandaríkin Fellibylurinn Delta stefnir nú hraðbyri að ströndum Mexíkó og mun ná landi í Bandaríkjunum seinna í vikunni. 6. október 2020 13:33