Með Jóni Páli þegar hann fékk dauðadóminn Stefán Árni Pálsson skrifar 8. október 2020 12:30 Jónína Ben hefur verið fyrirferðamikil hér á landi í áratugi. Hún var algjör frumkvöðill í líkamsræktarbransanum hér á landi. Jónína Benediktsdóttir hefur oft verið umdeild hér á landi. Hún var ung orðin viðskiptakona í Svíþjóð, þar sem hún fékk alls kyns verðlaun fyrir frumkvöðlastarfsemi sína í líkamsrækt og rekstri líkamsræktarstöðva. Í gegnum árin hefur Jónína verið farsæl athafnarkona en í viðtali við Sölva Tryggvason segir hún meðal annars frá tengslum hennar og Jóns Páls Sigmarssonar, sterkasta manns í heimi. Á milli Jóns Páls og Jónínu var sterkur strengur í mörg ár. „Jón Páll var einstakur maður. Hann var svo lítillátur og skemmtilegur og fór aldrei fram á neitt. Hann var eins ósérhlífinn og einn maður getur verið. Hann vann hjá mér í 3 ár og við ferðuðumst mikið saman og elskuðum hvort annað. En það gekk ekki upp og við það lifir maður. Það var alltaf gaman með Jóni Páli og ég gæti sagt þér skemmtisögur af Jóni Páli endalaust og það var Jóhannes heitinn [Jónsson] líka. Hrikalega skemmtilegur maður og kannski er það sem að ég er að leita í þegar kemur að karlmönnum,“ segir Jónína. „Svona hressir galgopagæjar af því að ég nenni ekki að vera alvarleg þegar ég er heima hjá mér, en svo kom sorgin. Ég fór með honum til Ameríku rétt áður en hann deyr og þá fór hann til læknis og fékk í raun dauðadóminn. Honum var sagt að æðakerfið í honum væri eins og í níræðum manni og við vissum eftir það bæði að hann myndi deyja fljótt eftir þetta.” Klippa: Dregin upp til bankastjóra sem var eins og Armani-fyrirsæta og með vopnaða verði Jónína hefur komið víða við og í viðtalinu segir hún líka sögu af því þegar til stóð að hún myndi opna líkamsræktarstöðvar í Rússlandi. „Þú skrifaðir nú um það í bókinni þegar ég fór til Rússlands, þegar Björgólfur [Guðmundsson] bauð mér að opna Planet Pulse þar. Þetta var eins og bíómynd, þetta var í Pétursborg og ég var þar leidd inn í gamla óperuhöll sem var endalaust margir fermetrar með kristalsljósakrónum úti um allt, en ég þorði ekki annað en að segja: „I am very interested, very interested”, þó að ég sæi strax að það væri hæpið að ná að fylla svo mikið sem eitt herbergi þarna inni. Svo var ég leidd inn til bankastjóra í tengslum við þetta. Það var bakdyramegin í húsi þar sem voru vopnaðir verðir í allar áttir og þegar ég kom loksins upp á skrifstofu bankastjórans var hann einhvers konar Armani-módel með þrjá vopnaða verði í kringum sig og húmoristinn í mér hugsaði strax: „Rólegur, ég ætla ekki að nauðga þér”, en ég pakkaði bara saman fljótt og litla stelpan frá Húsavík hefði ekki höndlað þetta umhverfi lengi,” segir Jónína, sem segist í grunninn vera kennari. Fólk var ekkert að pæla í næringu „Ég er fyrst og fremst kennari og það er það sem hefur alltaf verið ástríða hjá mér. Ég kenndi stundum eróbikk 7 tíma á dag og finnst stundum að ég sé enn að blæða fyrir það og mæli nú ekki með svo mikilli hreyfingu og svo borðuðum við Ágústa [Johnson] lakkrískonfekt á kvöldin, af því að okkur fannst það svo gott og fólk var ekkert byrjað að pæla í næringu af neinu viti á þessum tíma.“ Segja má að Jónína sé nú aftur farin í það sem henni finnst skemmtilegast, þar sem hún vinnur nú við að miðla fróðleik um heilsu til eldri borgara í Hveragerði. Sölvi Tryggvason skrifaði ævisögu Jónínu og það vantar því ekki umræðuefnin. Í viðtalinu fara Sölvi og Jónína yfir tímabilin í líkamsræktinni, tengslin við Jón Pál, íslenskt viðskiptalíf, baráttuna við bakkus og margt margt fleira. Þáttinn í heild má sjá hér að neðan. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Jónína Benediktsdóttir hefur oft verið umdeild hér á landi. Hún var ung orðin viðskiptakona í Svíþjóð, þar sem hún fékk alls kyns verðlaun fyrir frumkvöðlastarfsemi sína í líkamsrækt og rekstri líkamsræktarstöðva. Í gegnum árin hefur Jónína verið farsæl athafnarkona en í viðtali við Sölva Tryggvason segir hún meðal annars frá tengslum hennar og Jóns Páls Sigmarssonar, sterkasta manns í heimi. Á milli Jóns Páls og Jónínu var sterkur strengur í mörg ár. „Jón Páll var einstakur maður. Hann var svo lítillátur og skemmtilegur og fór aldrei fram á neitt. Hann var eins ósérhlífinn og einn maður getur verið. Hann vann hjá mér í 3 ár og við ferðuðumst mikið saman og elskuðum hvort annað. En það gekk ekki upp og við það lifir maður. Það var alltaf gaman með Jóni Páli og ég gæti sagt þér skemmtisögur af Jóni Páli endalaust og það var Jóhannes heitinn [Jónsson] líka. Hrikalega skemmtilegur maður og kannski er það sem að ég er að leita í þegar kemur að karlmönnum,“ segir Jónína. „Svona hressir galgopagæjar af því að ég nenni ekki að vera alvarleg þegar ég er heima hjá mér, en svo kom sorgin. Ég fór með honum til Ameríku rétt áður en hann deyr og þá fór hann til læknis og fékk í raun dauðadóminn. Honum var sagt að æðakerfið í honum væri eins og í níræðum manni og við vissum eftir það bæði að hann myndi deyja fljótt eftir þetta.” Klippa: Dregin upp til bankastjóra sem var eins og Armani-fyrirsæta og með vopnaða verði Jónína hefur komið víða við og í viðtalinu segir hún líka sögu af því þegar til stóð að hún myndi opna líkamsræktarstöðvar í Rússlandi. „Þú skrifaðir nú um það í bókinni þegar ég fór til Rússlands, þegar Björgólfur [Guðmundsson] bauð mér að opna Planet Pulse þar. Þetta var eins og bíómynd, þetta var í Pétursborg og ég var þar leidd inn í gamla óperuhöll sem var endalaust margir fermetrar með kristalsljósakrónum úti um allt, en ég þorði ekki annað en að segja: „I am very interested, very interested”, þó að ég sæi strax að það væri hæpið að ná að fylla svo mikið sem eitt herbergi þarna inni. Svo var ég leidd inn til bankastjóra í tengslum við þetta. Það var bakdyramegin í húsi þar sem voru vopnaðir verðir í allar áttir og þegar ég kom loksins upp á skrifstofu bankastjórans var hann einhvers konar Armani-módel með þrjá vopnaða verði í kringum sig og húmoristinn í mér hugsaði strax: „Rólegur, ég ætla ekki að nauðga þér”, en ég pakkaði bara saman fljótt og litla stelpan frá Húsavík hefði ekki höndlað þetta umhverfi lengi,” segir Jónína, sem segist í grunninn vera kennari. Fólk var ekkert að pæla í næringu „Ég er fyrst og fremst kennari og það er það sem hefur alltaf verið ástríða hjá mér. Ég kenndi stundum eróbikk 7 tíma á dag og finnst stundum að ég sé enn að blæða fyrir það og mæli nú ekki með svo mikilli hreyfingu og svo borðuðum við Ágústa [Johnson] lakkrískonfekt á kvöldin, af því að okkur fannst það svo gott og fólk var ekkert byrjað að pæla í næringu af neinu viti á þessum tíma.“ Segja má að Jónína sé nú aftur farin í það sem henni finnst skemmtilegast, þar sem hún vinnur nú við að miðla fróðleik um heilsu til eldri borgara í Hveragerði. Sölvi Tryggvason skrifaði ævisögu Jónínu og það vantar því ekki umræðuefnin. Í viðtalinu fara Sölvi og Jónína yfir tímabilin í líkamsræktinni, tengslin við Jón Pál, íslenskt viðskiptalíf, baráttuna við bakkus og margt margt fleira. Þáttinn í heild má sjá hér að neðan.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira