Ný skýrsla ASÍ: Atvinnuleysi í sögulegum hæðum Kolbeinn Tumi Daðason og skrifa 8. október 2020 15:48 Ferðamennska eins og hún leggur sig er í lágmarki í heiminum öllum. Erlendir ferðamenn hafa verið fáir á götum miðbæjar Reykjavíkur þetta árið samanborið við undanfarin ár. Vísir/Vilhelm Viðvörunarljós voru farin að blikka á íslenskum vinnumarkaði áður en útbreiðsla kórónaveiru hófst í byrjun árs. Í upphafi árs voru tíu þúsund einstaklingar án atvinnu og af þeim höfðu um 1800 verið án atvinnu í meira en tólf mánuði. Fólki utan vinnumarkaðar hafði einnig farið fjölgandi af ýmsum ástæðum en sérstakt áhyggjuefni er að ungmennum sem hvorki voru starfandi né í námi hafði fjölgað. Þessi neikvæða þróun hélt svo áfram í kjölfar heimsfaraldurs. Þetta kemur fram í Vinnumarkaðsskýrslu Alþýðusambands Íslands sem birt var í dag. Þar segir að efnahagsleg viðspyrna á árunum 2012–2018 hafi verið drifinn áfram af fjölgun ferðamanna en sami vöxtur ekki verið sýnilegur í öðrum atvinnugreinum. Drífa Snædal er forseti ASÍ.Vísir/Vilhelm „Ferðaþjónustunni var fyrst og fremst kleift að vaxa vegna mikillar fjölgunar erlends vinnuafls. Sami hópur er nú berskjaldaður fyrir neikvæðum áhrifum af hruni ferðaþjónustunnar í kjölfar útbreiðslu Covid-19,“ segir í niðurstöðukafla skýrslunnar. Þar kemur fram að atvinnuleysi sé í sögulegum hæðum og mældist árstíðarleiðrétt atvinnuleysi 9% í ágúst. Fjölgun í hópi langtímaatvinnulausra „Hlutabótaúrræðið dró úr áfalli á vinnumarkaði og varði ráðningarsamband þúsunda einstaklinga á tímabilinu sem efnahagsleg óvissa var mest.“ Áhrif ferðatakmarkana komi skýrt fram í atvinnuleysistölum. Atvinnuleysi hafi aukist mest í ferðaþjónustu og tengdum greinum og er jafnframt mest á svæðum þar sem ferðaþjónusta er mikil. Atvinnuhorfur séu dökkar og viðbúið að atvinnulausum muni fara fjölgandi yfir vetrarmánuðina. „Mikil fjölgun hefur orðið í hópi langtímaatvinnulausra, þ.e. þeir einstaklingar sem hafa verið án atvinnu lengur en tólf mánuði. Einstaklingar í þessum hópi misstu flestir vinnuna í kjölfar þrenginga í ferðaþjónustu á síðasta ári.“ Erlent launafólk sé sá hópur sem orðið hafi fyrir þyngstu höggi á vinnumarkaði. Innflytjendur hafi verið tæp 20% af starfandi á vinnumarkaði 2019 en telji nú yfir 40% af atvinnulausum og langtímaatvinnulausum. Leggja til aðgerðir til að draga úr skaðanum „Áhyggjuefni er að fólk hverfur í auknum mæli af vinnumarkaði og sýna kannanir að ungmennum sem hvorki eru starfandi né í námi (e. not in education, employment or traning (NEET)) hefur fjölgað síðasta árið. Fjórðungur erlendra ungmenna er í þeim hópi. Efnahagskrísan verður lengri en búist var við í fyrstu. Neikvæðustu áhrif samdráttar birtast á vinnumarkaði og við þeim þarf að bregðast með skýrum vinnumarkaðsaðgerðum. Viðbrögð og aðgerðir stjórnvalda munu ráða því að miklu leyti hversu djúp og skaðleg efnahagskrísan verður. Að tryggja afkomuöryggi fólks er lykilþáttur í því verkefni.“ ASÍ leggur til eftirfarandi aðgerðir sem geti dregið úr skaða kreppunnar: • Efla þarf atvinnuleysistryggingakerfið til að mæta atvinnuleysi af áður óþekktri stærð hér á landi. -Lengja þarf bótatímabil atvinnuleysistrygginga úr 30 mánuðum í 36 mánuði til að bregðast við fyrirséðri aukningu langtímaatvinnuleysis. -Hækka þarf grunnbætur í 95% af dagvinnutekjutryggingu til að verja afkomuöryggi og koma í veg fyrir alvarlega fjárhagserfiðleika heimila sem verða fyrir atvinnumissi. -Tryggja þarf að einstaklingar sem kláruðu þriggja mánaða tekjutengt tímabil áður en það var lengt í sex mánuði fái fulla tekjutengingu í sex mánuði. • Hlutabætur verði virkt úrræði svo lengi sem þörf er á því, minnst til 1. júní 2021. • Ráðast þarf í stórfellda atvinnusköpun á næstu árum til að stuðla að fjölgun starfa á vinnumarkaði. Samhliða verður nauðsynlegt að fjárfesta í þjónustu og úrræðum til að virkja atvinnuleitendur og efla færni þeirra. • Bregðast þarf við brotthvarfi af vinnumarkaði og huga sérstaklega að þeim hópi ungmenna sem hvorki eru starfandi né í námi. Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Sjá meira
Viðvörunarljós voru farin að blikka á íslenskum vinnumarkaði áður en útbreiðsla kórónaveiru hófst í byrjun árs. Í upphafi árs voru tíu þúsund einstaklingar án atvinnu og af þeim höfðu um 1800 verið án atvinnu í meira en tólf mánuði. Fólki utan vinnumarkaðar hafði einnig farið fjölgandi af ýmsum ástæðum en sérstakt áhyggjuefni er að ungmennum sem hvorki voru starfandi né í námi hafði fjölgað. Þessi neikvæða þróun hélt svo áfram í kjölfar heimsfaraldurs. Þetta kemur fram í Vinnumarkaðsskýrslu Alþýðusambands Íslands sem birt var í dag. Þar segir að efnahagsleg viðspyrna á árunum 2012–2018 hafi verið drifinn áfram af fjölgun ferðamanna en sami vöxtur ekki verið sýnilegur í öðrum atvinnugreinum. Drífa Snædal er forseti ASÍ.Vísir/Vilhelm „Ferðaþjónustunni var fyrst og fremst kleift að vaxa vegna mikillar fjölgunar erlends vinnuafls. Sami hópur er nú berskjaldaður fyrir neikvæðum áhrifum af hruni ferðaþjónustunnar í kjölfar útbreiðslu Covid-19,“ segir í niðurstöðukafla skýrslunnar. Þar kemur fram að atvinnuleysi sé í sögulegum hæðum og mældist árstíðarleiðrétt atvinnuleysi 9% í ágúst. Fjölgun í hópi langtímaatvinnulausra „Hlutabótaúrræðið dró úr áfalli á vinnumarkaði og varði ráðningarsamband þúsunda einstaklinga á tímabilinu sem efnahagsleg óvissa var mest.“ Áhrif ferðatakmarkana komi skýrt fram í atvinnuleysistölum. Atvinnuleysi hafi aukist mest í ferðaþjónustu og tengdum greinum og er jafnframt mest á svæðum þar sem ferðaþjónusta er mikil. Atvinnuhorfur séu dökkar og viðbúið að atvinnulausum muni fara fjölgandi yfir vetrarmánuðina. „Mikil fjölgun hefur orðið í hópi langtímaatvinnulausra, þ.e. þeir einstaklingar sem hafa verið án atvinnu lengur en tólf mánuði. Einstaklingar í þessum hópi misstu flestir vinnuna í kjölfar þrenginga í ferðaþjónustu á síðasta ári.“ Erlent launafólk sé sá hópur sem orðið hafi fyrir þyngstu höggi á vinnumarkaði. Innflytjendur hafi verið tæp 20% af starfandi á vinnumarkaði 2019 en telji nú yfir 40% af atvinnulausum og langtímaatvinnulausum. Leggja til aðgerðir til að draga úr skaðanum „Áhyggjuefni er að fólk hverfur í auknum mæli af vinnumarkaði og sýna kannanir að ungmennum sem hvorki eru starfandi né í námi (e. not in education, employment or traning (NEET)) hefur fjölgað síðasta árið. Fjórðungur erlendra ungmenna er í þeim hópi. Efnahagskrísan verður lengri en búist var við í fyrstu. Neikvæðustu áhrif samdráttar birtast á vinnumarkaði og við þeim þarf að bregðast með skýrum vinnumarkaðsaðgerðum. Viðbrögð og aðgerðir stjórnvalda munu ráða því að miklu leyti hversu djúp og skaðleg efnahagskrísan verður. Að tryggja afkomuöryggi fólks er lykilþáttur í því verkefni.“ ASÍ leggur til eftirfarandi aðgerðir sem geti dregið úr skaða kreppunnar: • Efla þarf atvinnuleysistryggingakerfið til að mæta atvinnuleysi af áður óþekktri stærð hér á landi. -Lengja þarf bótatímabil atvinnuleysistrygginga úr 30 mánuðum í 36 mánuði til að bregðast við fyrirséðri aukningu langtímaatvinnuleysis. -Hækka þarf grunnbætur í 95% af dagvinnutekjutryggingu til að verja afkomuöryggi og koma í veg fyrir alvarlega fjárhagserfiðleika heimila sem verða fyrir atvinnumissi. -Tryggja þarf að einstaklingar sem kláruðu þriggja mánaða tekjutengt tímabil áður en það var lengt í sex mánuði fái fulla tekjutengingu í sex mánuði. • Hlutabætur verði virkt úrræði svo lengi sem þörf er á því, minnst til 1. júní 2021. • Ráðast þarf í stórfellda atvinnusköpun á næstu árum til að stuðla að fjölgun starfa á vinnumarkaði. Samhliða verður nauðsynlegt að fjárfesta í þjónustu og úrræðum til að virkja atvinnuleitendur og efla færni þeirra. • Bregðast þarf við brotthvarfi af vinnumarkaði og huga sérstaklega að þeim hópi ungmenna sem hvorki eru starfandi né í námi.
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Sjá meira