Var heitt í hamsi og kallaði Harris „skrímsli“ og „kommúnista“ Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2020 16:20 Ekkert verður af öðrum sjónvarpskappræðum Trump og Biden eftir að forsetinn dró sig úr þeim þegar tilkynnt var að þær færu fram í gegnum fjarfund. AP/Patrick Semansky Kamala Harris, varaforsetaefni demókrata, og Hillary Clinton, fyrrverandi mótframbjóðandi hans, fengu á baukinn hjá Donald Trump Bandaríkjaforseta í klukkutímalöngu símaviðtali á Fox-sjónvarpstöðinni í dag. Þar kallaði forsetinn eftir því að leiðtogar demókratar yrðu sóttir til saka óljósa glæpi. Trump, sem er nú í sóttkví í Hvíta húsinu eftir að hann greindist smitaður af Covid-19 í síðustu viku, hringdi inn í þátt Mariu Bartiromo á Fox News í morgun. Þar helti forsetinn úr skálum reiði sinnar og tilkynnti að hann ætlaði ekki að taka þátt í sjónvarpskappræðum við Joe Biden, frambjóðanda demókrata, í næstu viku vegna þess að þær ættu að fara fram í fjarfundi. Lýsti hann kappræðunum sem „tímasóun“. Í tvígang lýsti forsetinn Harris, sem atti kappi við Mike Pence varaforseta í kappræðum í gærkvöldi, sem „skrímsli“ og í fjórgang sem „kommúnista“ sem engum gæti líkað við. "She's a communist," Trump says of Kamala Harris, adding without a shred of irony that "Biden won't make it two months as president" pic.twitter.com/DpwtPh6NSF— Aaron Rupar (@atrupar) October 8, 2020 Þá ávítti hann Mike Pompeo, utanríkisráðherra, og William Barr, dómsmálaráðherra, sem eru báðir taldir einhverjir húsbóndahollustu ráðgjafar forsetans fyrir að hafa ekki gengið harðar fram gegn pólitískum andstæðingum sínum. „Bill Barr verður annað hvort minnst sem besta dómsmálaráðherra í sögu landsins eða hans verður minnst sem mjög dapurlegrar, dapurlegrar stöðu,“ sagði Trump um dómsmálaráðherrann sem hann vill að sæki Barack Obama, Joe Biden og Hillary Clinton til saka vegna rannsóknar alríkislögreglunnar FBI á tengslum forsetaframboðs hans við Rússa árið 2016. Vildi forsetinn að Pompeo birti gögn úr utanríkisráðuneytinu um Clinton sem var utanríkisráðherra í fyrri ríkisstjórn Obama. „Þau eru í utanríkisráðuneytinu en Mike Pompeo hefur ekki tekist að ná þeim út, sem er í raun mjög dapurlegt. Ég er ekki ánægður með hann af þeirri ástæðu,“ sagði Trump við Bartiromo. "I'm not happy about him, for that" -- Trump criticizes Pompeo for not finding Hillary's emails pic.twitter.com/xvreo9AtYE— Aaron Rupar (@atrupar) October 8, 2020 Christopher Wray, forstjóri alríkislögreglunnar sem Trump skipaði sjálfur, slapp ekki við reiði forsetans. Hann er Wray reiður fyrir að styðja ekki stoðlausar ásakanir sínar um að stórfelld kosningasvik verði viðhöfð í forsetakosningunum í næsta mánuði. Vildi Trump ekki staðfesta að Wray yrði áfram í embætti næði hann endurkjöri. Telur sig „alls ekkert“ smitandi Trump gerði afar lítið úr veikindum sínum í viðtalinu og gaf misvísandi upplýsingar um meðferðina sem hann hefur fengið. Þannig lýsti hann dexamethasone, sterkum sterum sem hann hefur fengið, sem „ekki sterkum sterum“. Hann sé nú „varla á nokkrum lyfjum“. „Ég held að ég sé alls ekkert smitandi,“ sagði Trump án nokkurs rökstuðnings en hann greindist smitaður af kórónuveirunni fyrir innan við viku. AP-fréttastofan segir að Trump hafi enn verið smitandi þegar hann var útskrifaður af Walter Reed-hersjúkrahúsinu á mánudag. Læknar forsetans hafa ekki veitt neinar nákvæmar upplýsingar um heilsu hans síðan þá. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) segir að Covid-19-sjúklingar með mild eða hófleg einkenni geti verið smitandi í allt að tíu daga og ættu að halda sig í einangrun á meðan. Til stóð að halda kappræðurnar á milli Trump og Biden á föstudag í næstu viku. Þá hefðu verið liðnar rétt um tvær vikur frá því að Trump smitaðist. Kosningastjóri hans sakaði nefndina sem skipuleggur kappræðurnar um að „halda hlífiskildi“ yfir Biden með því að hætta við að halda þær í persónu. Þess í stað ætlar framboðið að halda kosningafund með stuðningsmönnum forsetans. As Maria Bartiromo tries to end the interview, Trump yells out of nowhere, "why isn't Hillary Clinton being indicted?!" pic.twitter.com/v5RyLcKvsL— Aaron Rupar (@atrupar) October 8, 2020 Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Varaforsetinn endursagði lygar forsetans Stiklað á stóru yfir það helsta sem var ósatt í kappræðunum. Margt af því sneri að heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar og ljóst er að Pence sagði mun oftar ósatt en Harris. Mörg þeirra ósanninda eiga rætur sínar í ummælum Trump. 8. október 2020 15:01 Trump neitar að taka þátt í kappræðum í gegnum netið Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ekki ætla að taka þátt í kappræðum í gegnum netið með Joe Biden, forsetaefni Demókrata. 8. október 2020 12:45 Tókust hart á um viðbrögð Trumps við faraldrinum Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, og Kamala Harris, varaforsetaframbjóðandi Demókrata, mættust í kappræðum í Salt Lake City í Utah í nótt. 8. október 2020 06:48 Kórónuveiran heldur áfram að breiðast um Hvíta húsið Kórónuveiran virðist halda áfram að breiðast út um Hvíta húsið í Bandaríkjunum og nú hefur Stephen Miller, einn af nánustu ráðgjöfum Donalds Trump Bandaríkjaforseta, tilkynnt að hann hafi greinst með veiruna í gær. 7. október 2020 07:00 Mest lesið „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Ákærður fyrir að drepa móður sína Innlent Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Erlent Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Sjá meira
Kamala Harris, varaforsetaefni demókrata, og Hillary Clinton, fyrrverandi mótframbjóðandi hans, fengu á baukinn hjá Donald Trump Bandaríkjaforseta í klukkutímalöngu símaviðtali á Fox-sjónvarpstöðinni í dag. Þar kallaði forsetinn eftir því að leiðtogar demókratar yrðu sóttir til saka óljósa glæpi. Trump, sem er nú í sóttkví í Hvíta húsinu eftir að hann greindist smitaður af Covid-19 í síðustu viku, hringdi inn í þátt Mariu Bartiromo á Fox News í morgun. Þar helti forsetinn úr skálum reiði sinnar og tilkynnti að hann ætlaði ekki að taka þátt í sjónvarpskappræðum við Joe Biden, frambjóðanda demókrata, í næstu viku vegna þess að þær ættu að fara fram í fjarfundi. Lýsti hann kappræðunum sem „tímasóun“. Í tvígang lýsti forsetinn Harris, sem atti kappi við Mike Pence varaforseta í kappræðum í gærkvöldi, sem „skrímsli“ og í fjórgang sem „kommúnista“ sem engum gæti líkað við. "She's a communist," Trump says of Kamala Harris, adding without a shred of irony that "Biden won't make it two months as president" pic.twitter.com/DpwtPh6NSF— Aaron Rupar (@atrupar) October 8, 2020 Þá ávítti hann Mike Pompeo, utanríkisráðherra, og William Barr, dómsmálaráðherra, sem eru báðir taldir einhverjir húsbóndahollustu ráðgjafar forsetans fyrir að hafa ekki gengið harðar fram gegn pólitískum andstæðingum sínum. „Bill Barr verður annað hvort minnst sem besta dómsmálaráðherra í sögu landsins eða hans verður minnst sem mjög dapurlegrar, dapurlegrar stöðu,“ sagði Trump um dómsmálaráðherrann sem hann vill að sæki Barack Obama, Joe Biden og Hillary Clinton til saka vegna rannsóknar alríkislögreglunnar FBI á tengslum forsetaframboðs hans við Rússa árið 2016. Vildi forsetinn að Pompeo birti gögn úr utanríkisráðuneytinu um Clinton sem var utanríkisráðherra í fyrri ríkisstjórn Obama. „Þau eru í utanríkisráðuneytinu en Mike Pompeo hefur ekki tekist að ná þeim út, sem er í raun mjög dapurlegt. Ég er ekki ánægður með hann af þeirri ástæðu,“ sagði Trump við Bartiromo. "I'm not happy about him, for that" -- Trump criticizes Pompeo for not finding Hillary's emails pic.twitter.com/xvreo9AtYE— Aaron Rupar (@atrupar) October 8, 2020 Christopher Wray, forstjóri alríkislögreglunnar sem Trump skipaði sjálfur, slapp ekki við reiði forsetans. Hann er Wray reiður fyrir að styðja ekki stoðlausar ásakanir sínar um að stórfelld kosningasvik verði viðhöfð í forsetakosningunum í næsta mánuði. Vildi Trump ekki staðfesta að Wray yrði áfram í embætti næði hann endurkjöri. Telur sig „alls ekkert“ smitandi Trump gerði afar lítið úr veikindum sínum í viðtalinu og gaf misvísandi upplýsingar um meðferðina sem hann hefur fengið. Þannig lýsti hann dexamethasone, sterkum sterum sem hann hefur fengið, sem „ekki sterkum sterum“. Hann sé nú „varla á nokkrum lyfjum“. „Ég held að ég sé alls ekkert smitandi,“ sagði Trump án nokkurs rökstuðnings en hann greindist smitaður af kórónuveirunni fyrir innan við viku. AP-fréttastofan segir að Trump hafi enn verið smitandi þegar hann var útskrifaður af Walter Reed-hersjúkrahúsinu á mánudag. Læknar forsetans hafa ekki veitt neinar nákvæmar upplýsingar um heilsu hans síðan þá. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) segir að Covid-19-sjúklingar með mild eða hófleg einkenni geti verið smitandi í allt að tíu daga og ættu að halda sig í einangrun á meðan. Til stóð að halda kappræðurnar á milli Trump og Biden á föstudag í næstu viku. Þá hefðu verið liðnar rétt um tvær vikur frá því að Trump smitaðist. Kosningastjóri hans sakaði nefndina sem skipuleggur kappræðurnar um að „halda hlífiskildi“ yfir Biden með því að hætta við að halda þær í persónu. Þess í stað ætlar framboðið að halda kosningafund með stuðningsmönnum forsetans. As Maria Bartiromo tries to end the interview, Trump yells out of nowhere, "why isn't Hillary Clinton being indicted?!" pic.twitter.com/v5RyLcKvsL— Aaron Rupar (@atrupar) October 8, 2020
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Varaforsetinn endursagði lygar forsetans Stiklað á stóru yfir það helsta sem var ósatt í kappræðunum. Margt af því sneri að heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar og ljóst er að Pence sagði mun oftar ósatt en Harris. Mörg þeirra ósanninda eiga rætur sínar í ummælum Trump. 8. október 2020 15:01 Trump neitar að taka þátt í kappræðum í gegnum netið Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ekki ætla að taka þátt í kappræðum í gegnum netið með Joe Biden, forsetaefni Demókrata. 8. október 2020 12:45 Tókust hart á um viðbrögð Trumps við faraldrinum Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, og Kamala Harris, varaforsetaframbjóðandi Demókrata, mættust í kappræðum í Salt Lake City í Utah í nótt. 8. október 2020 06:48 Kórónuveiran heldur áfram að breiðast um Hvíta húsið Kórónuveiran virðist halda áfram að breiðast út um Hvíta húsið í Bandaríkjunum og nú hefur Stephen Miller, einn af nánustu ráðgjöfum Donalds Trump Bandaríkjaforseta, tilkynnt að hann hafi greinst með veiruna í gær. 7. október 2020 07:00 Mest lesið „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Ákærður fyrir að drepa móður sína Innlent Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Erlent Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Sjá meira
Varaforsetinn endursagði lygar forsetans Stiklað á stóru yfir það helsta sem var ósatt í kappræðunum. Margt af því sneri að heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar og ljóst er að Pence sagði mun oftar ósatt en Harris. Mörg þeirra ósanninda eiga rætur sínar í ummælum Trump. 8. október 2020 15:01
Trump neitar að taka þátt í kappræðum í gegnum netið Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ekki ætla að taka þátt í kappræðum í gegnum netið með Joe Biden, forsetaefni Demókrata. 8. október 2020 12:45
Tókust hart á um viðbrögð Trumps við faraldrinum Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, og Kamala Harris, varaforsetaframbjóðandi Demókrata, mættust í kappræðum í Salt Lake City í Utah í nótt. 8. október 2020 06:48
Kórónuveiran heldur áfram að breiðast um Hvíta húsið Kórónuveiran virðist halda áfram að breiðast út um Hvíta húsið í Bandaríkjunum og nú hefur Stephen Miller, einn af nánustu ráðgjöfum Donalds Trump Bandaríkjaforseta, tilkynnt að hann hafi greinst með veiruna í gær. 7. október 2020 07:00