„Þetta er engin venjuleg flensa“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. október 2020 18:38 Ung kona sem greindist með Covid-19 í mars segist enn glíma við eftirköst veikindanna. Hún sé þó heppin miðaða við marga sem glími við erfið veikindi í langan tíma. Samkvæmt nýrri rannsókn sem við sögðum frá í gær lýstu um 7 af hverjum 10 þeirra sem höfðu fengið Covid-19 að þeir fyndu ennþá fyrir einkennum þremur mánuðum eftir greiningu. Arna Rós 23 ára hjúkrunarfræðinemi greindist með sjúkdóminn í mars og var í einangrun í rúmar tvær vikur. „Ég veiktist mjög skyndilega og hef aldrei orðið svona veik, ég var með stíflað nef, höfuðverk, ælupest, vöðvaverki,hita, beinverki og orkuleysi,“ segir Arna. Hún segir að það hafi verið skrítin tilfinning að komast úr einangrun og henni hafi liðið lengi eins og hún þyrfti að halda áfram að passa sig sérstaklega vel. Þá hafi komið á óvart hversu magnlítil hún var því hún var í góðu formi fyrir veikindin. „Fyrsta daginn eftir einangrun ætlaði ég að ganga svona tvö kílómetra en eftir aðeins 100 metra fann ég fyrir þreytu og þegar ég gekk aðeins lengra fann ég til mikillar ógleði. Ég þurfti því að þjálfa mig upp í að ganga og hlaupa á ný. Arna segir að þetta ferli hafi tekið um einn og hálfan mánuð.Hún kastaði stöðugt upp í langan tíma og fékk ógleðis-og magabólgulyf sem hún er ennþá á. Þá vantar upp ennþá á styrk sem lýsir sér helst í því að henni verður óglatt ef hún reynir að lyfta þungum hlutum. Arna starfar á smitsjúkdómadeild Landspítalans og þekkir marga sem glíma við eftirköst veikindanna. „Ég þekki mjög marga sem eru mjög veikir og eru að glíma við erfið eftirköst, þannig að ég hef ekki yfir mörgu að kvarta. Fólk þarf að stytta vinnudaginn eða er jafnvel ennþá alveg frá vinnu mánuðum eftir að hafa greinst,“ segir hún. Arna Rós í vinnu sinni á smitsjúkdómadeild LSH.Vísir Arna er afar ánægð með að geta sinnt fólki sem hefur þurft að leggjast inná smitsjúkdómadeild Landspítalans vegna Covid-19. „Þetta er alveg erfitt að vera í svona hlífðarbúning en það eru allir að gera sitt besta og ég er að vinna með alveg frábæru fólki. Ég er svo þakklát fyrir að geta aðstoðað fólk sem hefur þurft að leggjast inn. Af því ég hef sjálf upplifað hvernig það er að fá þessa þjónustu og hvernig það er að fá heilbrigðisstarfsfólk í búning til mín í veikindunum,“ segir Arna. Hún brýnir fyrir fólki að gæta vel að sóttvörnum. „Það er ekkert einfalt við það að fá þetta því þetta er ekki eins og einhver venjuleg flensa,“ segor Arna að lokum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Ung kona sem greindist með Covid-19 í mars segist enn glíma við eftirköst veikindanna. Hún sé þó heppin miðaða við marga sem glími við erfið veikindi í langan tíma. Samkvæmt nýrri rannsókn sem við sögðum frá í gær lýstu um 7 af hverjum 10 þeirra sem höfðu fengið Covid-19 að þeir fyndu ennþá fyrir einkennum þremur mánuðum eftir greiningu. Arna Rós 23 ára hjúkrunarfræðinemi greindist með sjúkdóminn í mars og var í einangrun í rúmar tvær vikur. „Ég veiktist mjög skyndilega og hef aldrei orðið svona veik, ég var með stíflað nef, höfuðverk, ælupest, vöðvaverki,hita, beinverki og orkuleysi,“ segir Arna. Hún segir að það hafi verið skrítin tilfinning að komast úr einangrun og henni hafi liðið lengi eins og hún þyrfti að halda áfram að passa sig sérstaklega vel. Þá hafi komið á óvart hversu magnlítil hún var því hún var í góðu formi fyrir veikindin. „Fyrsta daginn eftir einangrun ætlaði ég að ganga svona tvö kílómetra en eftir aðeins 100 metra fann ég fyrir þreytu og þegar ég gekk aðeins lengra fann ég til mikillar ógleði. Ég þurfti því að þjálfa mig upp í að ganga og hlaupa á ný. Arna segir að þetta ferli hafi tekið um einn og hálfan mánuð.Hún kastaði stöðugt upp í langan tíma og fékk ógleðis-og magabólgulyf sem hún er ennþá á. Þá vantar upp ennþá á styrk sem lýsir sér helst í því að henni verður óglatt ef hún reynir að lyfta þungum hlutum. Arna starfar á smitsjúkdómadeild Landspítalans og þekkir marga sem glíma við eftirköst veikindanna. „Ég þekki mjög marga sem eru mjög veikir og eru að glíma við erfið eftirköst, þannig að ég hef ekki yfir mörgu að kvarta. Fólk þarf að stytta vinnudaginn eða er jafnvel ennþá alveg frá vinnu mánuðum eftir að hafa greinst,“ segir hún. Arna Rós í vinnu sinni á smitsjúkdómadeild LSH.Vísir Arna er afar ánægð með að geta sinnt fólki sem hefur þurft að leggjast inná smitsjúkdómadeild Landspítalans vegna Covid-19. „Þetta er alveg erfitt að vera í svona hlífðarbúning en það eru allir að gera sitt besta og ég er að vinna með alveg frábæru fólki. Ég er svo þakklát fyrir að geta aðstoðað fólk sem hefur þurft að leggjast inn. Af því ég hef sjálf upplifað hvernig það er að fá þessa þjónustu og hvernig það er að fá heilbrigðisstarfsfólk í búning til mín í veikindunum,“ segir Arna. Hún brýnir fyrir fólki að gæta vel að sóttvörnum. „Það er ekkert einfalt við það að fá þetta því þetta er ekki eins og einhver venjuleg flensa,“ segor Arna að lokum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira