Segir óþarfa áhættu að hafa skóla og veitingastaði opna Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. október 2020 12:12 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Af þeim 60 sem greindust með kórónuveiruna í gær voru 36 í sóttkví við greiningu en 24 utan sóttkvíar. 87 greindust með veiruna innanlands í fyrradag og er því um fækkun smita milli daga að ræða. Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar var gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar sagðist hann sáttur við þær samkomutakmarkanir sem sóttvarnalæknir lagði til þó hann sjálfur hefði lagt til að ganga lengra. Prísinn of hár „Það sem ég vil leggja áherslu á er að prísinn af því sem við erum að gera núna er mjög hár. Hann er svo hár að mér finnst ekki réttlætanlegt að taka áhættu sem felst í því að hafa veitingahús opin. Hafa skólana opna og svo framvegis. Þó að það sé ekki stór hætta sem í því felst þá held ég að prísinn af þeirri hættu sé hár en að því slepptu þá er ég algjörlega sáttur við þá leið sem Þórólfur hefur ákveðið að fara,“ sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Hann segir að ekkert bendi til þess að inn í landið hafi komði sýktur einstaklingur eftir að tekin var upp tvöföld skimun á landamærum. Smitin sem við glímum við núna megi rekja til ferðamanna sem komu til landsins áður en tvöföld skimun var tekin upp. „Það hefur ekkert smit komist inn í landið síðan. Þannig þegar við verðum búin að ná tökum á þessari bylgju sem ég er handviss að okkur tekst á tiltölulega stuttum tíma að þá held ég að við séum komin á þann stað að það kannski blossi upp lítil hópsmit hér og þar en við getum haft tiltölulega opið samfélag,“ sagði Kári. Ekki miklar líkur á stökkbreytingu Kára finnst ólíklegt að veiran muni stökkbreytast mikið í ljósi þess hve víða hún hefur farið. „Ég held að veiran sé söm við sig, ég held að hún sé þrjósk og sé ekkert að breyta um hegðun. Hins vegar ber að geta að ef hún stökkbreytist á þann hátt að hegðun hennar breytist þá eru yfirgnæfandi líkur á því að hún verði skaðminni en meira smitandi,“ sagði Kári. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sprengisandur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Af þeim 60 sem greindust með kórónuveiruna í gær voru 36 í sóttkví við greiningu en 24 utan sóttkvíar. 87 greindust með veiruna innanlands í fyrradag og er því um fækkun smita milli daga að ræða. Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar var gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar sagðist hann sáttur við þær samkomutakmarkanir sem sóttvarnalæknir lagði til þó hann sjálfur hefði lagt til að ganga lengra. Prísinn of hár „Það sem ég vil leggja áherslu á er að prísinn af því sem við erum að gera núna er mjög hár. Hann er svo hár að mér finnst ekki réttlætanlegt að taka áhættu sem felst í því að hafa veitingahús opin. Hafa skólana opna og svo framvegis. Þó að það sé ekki stór hætta sem í því felst þá held ég að prísinn af þeirri hættu sé hár en að því slepptu þá er ég algjörlega sáttur við þá leið sem Þórólfur hefur ákveðið að fara,“ sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Hann segir að ekkert bendi til þess að inn í landið hafi komði sýktur einstaklingur eftir að tekin var upp tvöföld skimun á landamærum. Smitin sem við glímum við núna megi rekja til ferðamanna sem komu til landsins áður en tvöföld skimun var tekin upp. „Það hefur ekkert smit komist inn í landið síðan. Þannig þegar við verðum búin að ná tökum á þessari bylgju sem ég er handviss að okkur tekst á tiltölulega stuttum tíma að þá held ég að við séum komin á þann stað að það kannski blossi upp lítil hópsmit hér og þar en við getum haft tiltölulega opið samfélag,“ sagði Kári. Ekki miklar líkur á stökkbreytingu Kára finnst ólíklegt að veiran muni stökkbreytast mikið í ljósi þess hve víða hún hefur farið. „Ég held að veiran sé söm við sig, ég held að hún sé þrjósk og sé ekkert að breyta um hegðun. Hins vegar ber að geta að ef hún stökkbreytist á þann hátt að hegðun hennar breytist þá eru yfirgnæfandi líkur á því að hún verði skaðminni en meira smitandi,“ sagði Kári.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sprengisandur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira