Amazon kaupir 100.000 raf-sendibíla frá Rivian Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 12. október 2020 07:01 Raf-sendibíllinn sem Amazon ætlar að setja á göturnar á næstu árum. Amazon segir að fyrstu bílarnir verði komnir í umferð á næsta ári. Netrisinn segist vera að „hækka viðmiðið fyrir næstu kynslóð sendibíla“. Amazon hefur pantað 100.000 sendibíla frá Rivian, rafbílaframleiðandanum í Kaliforníu. Bílarnir 100.000 eiga að afhendast frá og með næsta ári og til ársins 2030. Markmiðið er að fyrstu 10.000 verði komnir í gagnið fyrir árslok 2022. Sendibifreiðin er ein þriggja tegunda sem Amazon hefur fjárfest í. „Við vitum að bíllinn þarf að vera miklu betri en allir aðrir sendibílar. Við viljum að bílstjórarnir okkar elski að nota þá,“ sagði Ross Rachey, alþjóðlegur flotastjóri Amazon. Innra rými í Rivian sendibílnum, greinilega alveg hannaður fyrir Amazon. Sendibíllinn verður útbúinn allskonar ökumannsaðstoð, þar á meðal 360 gráðu myndavél og skynjurum allan hringinn. Þar að auki verður urmull af tækni til að auðvelda ökumönnum akstur á hraðbrautum of í umferð. Rachey segir að Amazon sé að vinna í tæknilausnum eins og neti hleðslustöðva og öðrum innviðum til að styðja við notkun rafbílanna. Rivian sendibílarnir verða líklegast einungis notaðir í Bandaríkjunum til að byrja með, en Amazon hefur einnig keypt 1800 raf-sendibíla fyrir evrópska flotann sinn í ár og hefur þegar byrjað að nota rafhjól í sendingum sínum í sumum evrópskum borgum. Séð aftan á rafsendibíl frá Rivian. Þá hefur Amazon samið um kaup á 10.000 rafbílum til notkunar í indverska flota sínum fyrir árið 2025. Amazon hefur fjárfest í Rivian fyrir um 350 milljón sterlingspund, um 63 milljarða íslenskra króna. Vistvænir bílar Amazon Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent
Amazon segir að fyrstu bílarnir verði komnir í umferð á næsta ári. Netrisinn segist vera að „hækka viðmiðið fyrir næstu kynslóð sendibíla“. Amazon hefur pantað 100.000 sendibíla frá Rivian, rafbílaframleiðandanum í Kaliforníu. Bílarnir 100.000 eiga að afhendast frá og með næsta ári og til ársins 2030. Markmiðið er að fyrstu 10.000 verði komnir í gagnið fyrir árslok 2022. Sendibifreiðin er ein þriggja tegunda sem Amazon hefur fjárfest í. „Við vitum að bíllinn þarf að vera miklu betri en allir aðrir sendibílar. Við viljum að bílstjórarnir okkar elski að nota þá,“ sagði Ross Rachey, alþjóðlegur flotastjóri Amazon. Innra rými í Rivian sendibílnum, greinilega alveg hannaður fyrir Amazon. Sendibíllinn verður útbúinn allskonar ökumannsaðstoð, þar á meðal 360 gráðu myndavél og skynjurum allan hringinn. Þar að auki verður urmull af tækni til að auðvelda ökumönnum akstur á hraðbrautum of í umferð. Rachey segir að Amazon sé að vinna í tæknilausnum eins og neti hleðslustöðva og öðrum innviðum til að styðja við notkun rafbílanna. Rivian sendibílarnir verða líklegast einungis notaðir í Bandaríkjunum til að byrja með, en Amazon hefur einnig keypt 1800 raf-sendibíla fyrir evrópska flotann sinn í ár og hefur þegar byrjað að nota rafhjól í sendingum sínum í sumum evrópskum borgum. Séð aftan á rafsendibíl frá Rivian. Þá hefur Amazon samið um kaup á 10.000 rafbílum til notkunar í indverska flota sínum fyrir árið 2025. Amazon hefur fjárfest í Rivian fyrir um 350 milljón sterlingspund, um 63 milljarða íslenskra króna.
Vistvænir bílar Amazon Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent