Hvetur fleiri heilbrigðisstarfsmenn til að skrá sig í bakvarðasveitina Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 15. október 2020 12:29 Alma Möller, landlæknir, hvetur heilbrigðisstarfsmenn til að skrá sig í bakvarðasveitina. Vísir/Vilhelm Alma Möller, landlæknir, hvatti í dag fleiri heilbrigðisstarfsmenn til að skrá sig í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustu vegna kórónuveirufaraldursins. 307 eru nú skráðir í baksvarðasveitina en í vetur voru um þúsund manns skráðir. „Við myndum alveg vilja sjá fleiri skráningar í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustu. Þar eru nú 307 og ég hvet heilbrigðisstarfsmenn til að skrá sig; þá sem eru hættir störfum og treysta sér í vinnu, þá sem starfa við annað og þá sem starfa í einkarekinni þjónustu,“ sagði Alma á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Hægt væri að velja um að sinna ýmsum störfum, til dæmis sjúklingum með Covid-19, símsvörun, fjarþjónustu og smitrakningu. Þá minnti hún einnig á bakvarðasveit velferðarþjónustu. Hefur trú á að það verði hægt að manna gjörgæsluna Aðspurð á fundinum hversu marga þyrfti til í bakvarðasveitina að hennar mati, til dæmis svo hægt væri að tryggja þjónustu á gjörgæsludeild Landspítalans, sagði Alma að ekki væri búið að reikna út hversu marga þyrfti til viðbótar í sveitina. „Við vorum auðvitað með um þúsund manns í vetur og það voru kannski um fimmtán prósent þeirra sem voru kallaðir til. Þannig að þetta er nú ekkert mjög stór hópur en af því að þú nefnir gjörgæslurnar þá er hægt að færa til fólk, eins og þeir sem vinna á skurðstofum, svæfinga- og gjörgæslulæknar og svæfingahjúkrunarfræðingar, þeir geta farið og unnið á gjörgæslu og svo eigum við líka marga sem eru í einkageiranum sem geta líka farið þangað. Þannig að ég hef trú á að það verði hægt að manna gjörgæslurnar,“ sagði Alma. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Alma Möller, landlæknir, hvatti í dag fleiri heilbrigðisstarfsmenn til að skrá sig í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustu vegna kórónuveirufaraldursins. 307 eru nú skráðir í baksvarðasveitina en í vetur voru um þúsund manns skráðir. „Við myndum alveg vilja sjá fleiri skráningar í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustu. Þar eru nú 307 og ég hvet heilbrigðisstarfsmenn til að skrá sig; þá sem eru hættir störfum og treysta sér í vinnu, þá sem starfa við annað og þá sem starfa í einkarekinni þjónustu,“ sagði Alma á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Hægt væri að velja um að sinna ýmsum störfum, til dæmis sjúklingum með Covid-19, símsvörun, fjarþjónustu og smitrakningu. Þá minnti hún einnig á bakvarðasveit velferðarþjónustu. Hefur trú á að það verði hægt að manna gjörgæsluna Aðspurð á fundinum hversu marga þyrfti til í bakvarðasveitina að hennar mati, til dæmis svo hægt væri að tryggja þjónustu á gjörgæsludeild Landspítalans, sagði Alma að ekki væri búið að reikna út hversu marga þyrfti til viðbótar í sveitina. „Við vorum auðvitað með um þúsund manns í vetur og það voru kannski um fimmtán prósent þeirra sem voru kallaðir til. Þannig að þetta er nú ekkert mjög stór hópur en af því að þú nefnir gjörgæslurnar þá er hægt að færa til fólk, eins og þeir sem vinna á skurðstofum, svæfinga- og gjörgæslulæknar og svæfingahjúkrunarfræðingar, þeir geta farið og unnið á gjörgæslu og svo eigum við líka marga sem eru í einkageiranum sem geta líka farið þangað. Þannig að ég hef trú á að það verði hægt að manna gjörgæslurnar,“ sagði Alma.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira