„Ekki sanngjarnara að klára mótið en að blása það af“ Sindri Sverrisson skrifar 15. október 2020 15:31 Sigurður Heiðar Höskuldsson hefur stýrt Leikni með góðum árangri og skrifaði í sumar undir samning um að þjálfa liðið áfram næstu þrjú ár. Leiknir/Haukur Gunnarsson „Þetta er farið að verða eitthvað annað en mótið sem við byrjuðum á,“ segir Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis Reykjavík. Hann dregur í efa að sanngjarnara sé að klára Íslandsmótið í fótbolta en að blása það af núna. Sigurður segir Leiknismenn ekki mótfallna því að klára mótið en bendir á að liðin í Lengjudeildinni hafi ekki setið við sama borð síðustu daga. Lið utan höfuðborgarsvæðisins mega æfa en það mega Leiknismenn ekki vegna tilmæla sóttvarnayfirvalda. Miðað við orð sóttvarnalæknis á upplýsingafundi í dag er ekki útlit fyrir að það breytist á næstunni. Stjórn KSÍ samþykkti reglugerð í sumar þar sem segir að Íslandsmótinu skuli lokið í síðasta lagi 1. desember, og að nóg sé að 2/3 hluta leikja sé lokið til að mótið telji. Tvær umferðir eru eftir af Lengjudeildinni og KSÍ hefur ekki gefið annað út en að enn sé stefnt á að klára mótið. Eins og staðan er núna í Lengjudeildinni færu Keflavík og Leiknir upp í Pepsi Max-deildina ef ekki yrði meira spilað, en Fram sæti eftir með sárt ennið vegna lakari markatölu en Leiknir. Menn í sóttkví, sum lið mega æfa og spilað á öðrum völlum „Það verður að hafa í huga að við erum náttúrulega í þeirri stöðu að það myndi henta okkur að mótið væri blásið af. Að sama skapi finnst okkur við búnir að vinna inn fyrir því að fara upp, það er það mikið búið af mótinu. Við verðum alla vega að fara að fá svör um hvenær við megum byrja að æfa og hvenær verður spilað,“ segir Sigurður, og bætir við: Leiknismenn hafa átt góðu gengi að fagna í sumar og gætu spilað í Pepsi Max deildinni á næsta ári.stöð 2 sport „Ef ég væri í sömu stöðu og Fram væri ég eflaust brjálaður og vildi að mótið yrði klárað sama hvað. En mér finnst sanngirnin í mótinu vera að hverfa ef það verður haldið áfram. Að minnsta kosti virðist ekki sanngjarnara að klára mótið en að blása það af. Manni líður eins og að þetta sé að verða keppni í því hvaða lið er með fæsta í sóttkví og slíkt. Sum lið hafa getað verið að æfa á fullu en önnur ekki neitt, lið úti á landi þurfa að spila á öðrum völlum en þau eru vön vegna veðurs, og svo framvegis.“ Eiga eftir leiki við lið sem mega æfa að vild Leiknir á eftir tvo leiki, við Grindavík og Þór sem bæði hafa getað æft af fullum krafti undanfarið. Sóttvarnaaðgerðir á höfuðborgarsvæðinu voru hins vegar hertar 7. október. „Þetta er orðið langt tímabil, menn eru orðnir þreyttir, á fullu í skóla og slíkt, og svo koma tveir mikilvægustu leikirnir á ferlinum þeirra svo þeir þora varla að fara út úr húsi því þeir eru svo hræddir um að missa af leikjunum. Ef við hefðum spilað á móti Grindavík um daginn hefði ég verið með þrjá lykilmenn í sóttkví. Þetta er mjög óþægileg staða,“ segir Sigurður. Lengjudeildin Leiknir Reykjavík Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Ekki mikið rúm fyrir miklar tilslakanir“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ekki mikið svigrúm til tilslakana frá þeim sóttvarnaaðgerðum sem nú eru í gildi og renna út næstkomandi mánudag. Ástæðan sé sú að faraldurinn sé ekki í rénun. 15. október 2020 11:32 KSÍ frestar öllum leikjum til og með 19. október Engir leikir verða á vegum Knattspyrnusambands Íslands fyrr en í fyrsta lagi 20. október. 9. október 2020 13:15 Lokastaðan ef ekki verður meira spilað: Blikar sleppa inn í Evrópukeppni Valur verður Íslandsmeistari karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna í fótbolta ef að ekki verða spilaðir fleiri leikir í Pepsi Max-deildunum á leiktíðinni. 6. október 2020 13:50 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Leik lokið: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Körfubolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Fleiri fréttir „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Sjá meira
„Þetta er farið að verða eitthvað annað en mótið sem við byrjuðum á,“ segir Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis Reykjavík. Hann dregur í efa að sanngjarnara sé að klára Íslandsmótið í fótbolta en að blása það af núna. Sigurður segir Leiknismenn ekki mótfallna því að klára mótið en bendir á að liðin í Lengjudeildinni hafi ekki setið við sama borð síðustu daga. Lið utan höfuðborgarsvæðisins mega æfa en það mega Leiknismenn ekki vegna tilmæla sóttvarnayfirvalda. Miðað við orð sóttvarnalæknis á upplýsingafundi í dag er ekki útlit fyrir að það breytist á næstunni. Stjórn KSÍ samþykkti reglugerð í sumar þar sem segir að Íslandsmótinu skuli lokið í síðasta lagi 1. desember, og að nóg sé að 2/3 hluta leikja sé lokið til að mótið telji. Tvær umferðir eru eftir af Lengjudeildinni og KSÍ hefur ekki gefið annað út en að enn sé stefnt á að klára mótið. Eins og staðan er núna í Lengjudeildinni færu Keflavík og Leiknir upp í Pepsi Max-deildina ef ekki yrði meira spilað, en Fram sæti eftir með sárt ennið vegna lakari markatölu en Leiknir. Menn í sóttkví, sum lið mega æfa og spilað á öðrum völlum „Það verður að hafa í huga að við erum náttúrulega í þeirri stöðu að það myndi henta okkur að mótið væri blásið af. Að sama skapi finnst okkur við búnir að vinna inn fyrir því að fara upp, það er það mikið búið af mótinu. Við verðum alla vega að fara að fá svör um hvenær við megum byrja að æfa og hvenær verður spilað,“ segir Sigurður, og bætir við: Leiknismenn hafa átt góðu gengi að fagna í sumar og gætu spilað í Pepsi Max deildinni á næsta ári.stöð 2 sport „Ef ég væri í sömu stöðu og Fram væri ég eflaust brjálaður og vildi að mótið yrði klárað sama hvað. En mér finnst sanngirnin í mótinu vera að hverfa ef það verður haldið áfram. Að minnsta kosti virðist ekki sanngjarnara að klára mótið en að blása það af. Manni líður eins og að þetta sé að verða keppni í því hvaða lið er með fæsta í sóttkví og slíkt. Sum lið hafa getað verið að æfa á fullu en önnur ekki neitt, lið úti á landi þurfa að spila á öðrum völlum en þau eru vön vegna veðurs, og svo framvegis.“ Eiga eftir leiki við lið sem mega æfa að vild Leiknir á eftir tvo leiki, við Grindavík og Þór sem bæði hafa getað æft af fullum krafti undanfarið. Sóttvarnaaðgerðir á höfuðborgarsvæðinu voru hins vegar hertar 7. október. „Þetta er orðið langt tímabil, menn eru orðnir þreyttir, á fullu í skóla og slíkt, og svo koma tveir mikilvægustu leikirnir á ferlinum þeirra svo þeir þora varla að fara út úr húsi því þeir eru svo hræddir um að missa af leikjunum. Ef við hefðum spilað á móti Grindavík um daginn hefði ég verið með þrjá lykilmenn í sóttkví. Þetta er mjög óþægileg staða,“ segir Sigurður.
Lengjudeildin Leiknir Reykjavík Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Ekki mikið rúm fyrir miklar tilslakanir“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ekki mikið svigrúm til tilslakana frá þeim sóttvarnaaðgerðum sem nú eru í gildi og renna út næstkomandi mánudag. Ástæðan sé sú að faraldurinn sé ekki í rénun. 15. október 2020 11:32 KSÍ frestar öllum leikjum til og með 19. október Engir leikir verða á vegum Knattspyrnusambands Íslands fyrr en í fyrsta lagi 20. október. 9. október 2020 13:15 Lokastaðan ef ekki verður meira spilað: Blikar sleppa inn í Evrópukeppni Valur verður Íslandsmeistari karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna í fótbolta ef að ekki verða spilaðir fleiri leikir í Pepsi Max-deildunum á leiktíðinni. 6. október 2020 13:50 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Leik lokið: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Körfubolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Fleiri fréttir „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Sjá meira
„Ekki mikið rúm fyrir miklar tilslakanir“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ekki mikið svigrúm til tilslakana frá þeim sóttvarnaaðgerðum sem nú eru í gildi og renna út næstkomandi mánudag. Ástæðan sé sú að faraldurinn sé ekki í rénun. 15. október 2020 11:32
KSÍ frestar öllum leikjum til og með 19. október Engir leikir verða á vegum Knattspyrnusambands Íslands fyrr en í fyrsta lagi 20. október. 9. október 2020 13:15
Lokastaðan ef ekki verður meira spilað: Blikar sleppa inn í Evrópukeppni Valur verður Íslandsmeistari karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna í fótbolta ef að ekki verða spilaðir fleiri leikir í Pepsi Max-deildunum á leiktíðinni. 6. október 2020 13:50
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti