Lyfið sem Trump segir hafa læknað sig af Covid Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. október 2020 16:52 Trump með báða þumla á lofti á svölum Hvíta hússins eftir útskrift af Walter Reed-sjúkrahúsinu 5. október. Vísir/getty Tilraunalyfið REGN-COV2, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti var meðhöndlaður með eftir að hann greindist með kórónveiruna, er enn á tilraunastigi og hvorki hefur verið sýnt fram á að það geri tilætlað gagn né sé öruggt. Þetta kemur fram í umfjöllun um lyfið á Vísindavefnum í dag. Trump hefur kallað lyfið „lækningu“ við Covid, sem það er ekki, og heitið því að Bandaríkjamenn fái það ókeypis innan skamms. Lyfið verður þó líklega dýrt, líkt og önnur líftæknilyf, auk þess sem það verður líklega aðeins í boði fyrir fáa útvalda í árslok. „Blessun frá Guði“ Bandaríkjaforseti hefur dásamað REGN-COV2 í bak og fyrir síðan hann greindist með veiruna um mánaðamótin. Þannig lýsti hann því í ávarpi sem hann birti á Twitter í síðustu viku, skömmu eftir útskrift af Walter Reed-sjúkrahúsinu, að hann liti á það sem „blessun“ að hafa smitast af veirunni. „Mér líður frábærlega. Mér líður fullkomlega. Ég held að þetta hafi verið blessun frá Guði, að ég hafi smitast. Þetta var lán í óláni. Ég smitaðist, ég heyrði af þessu lyfi og ég sagði „látið mig taka það“. Það var tillaga mín,“ sagði Trump. „Ég vil útvega ykkur það sem ég fékk. Og ég mun hafa það ókeypis, þið þurfið ekki að borga fyrir það.“ Þá lýsti Trump því fjálglega yfir að hann teldi lyfið „lækningu“ við Covid, sem það er ekki. Engin lækning hefur fundist við veirunni. „Að mínu mati var það ekki bara græðandi. Það lét mér bara batna, ókei? Ég kalla það lækningu,“ sagði Trump í ávarpinu, sem sjá má hér að neðan. A MESSAGE FROM THE PRESIDENT! pic.twitter.com/uhLIcknAjT— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 7, 2020 Magnús Jóhannsson prófessor emeritus í líflyfjafræði við Háskóla Íslands tekur lyfið til umfjöllunar í svari sem birt var á Vísindavefnum í dag. Magnús getur þess að samkvæmt bestu heimildum hafi Trump ekki aðeins verið meðhöndlaður með REGN-COV2, heldur einnig með lyfinu remdesivír, sem hingað til hefur nýst gegn einkennum Covid-19, auk þess sem honum hafi verið gefnir barksterar. „Það er því ekki ljóst hvaða lyf kunna að hafa hjálpað Trump að ná bata. Kannski batnaði honum þrátt fyrir meðferðina sem hann fékk en ekki vegna hennar,“ segir Magnús. REGN-COV2, sem framleitt er af bandaríska lyfjafyrirtækinu Regeneron, er ekki bóluefni heldur blanda tveggja mótefna. Annað er upprunnið úr mönnum sem hafa veikst af Covid-19 og batnað en hitt úr músum sem voru sýktar með veirunni. Mótefnunum er ætlað að bindast prótínum á yfirborði kórónuveirunnar og hindra að hún geti tengst við og sýkt frumur líkamans. Líklega aðeins í boði fyrir fáa útvalda í árslok Magnús bendir á að lyfið sé alls ekki fullrannsakað. Enn hafi ekki verið sýnt fram á að það geri tilætlað gagn og sé öruggt. Lokarannsóknir á virkni og öryggi lyfsins standi yfir. Þá hafa innan við 300 sjúklingar fengið lyfið í þeim rannsóknum sem nú er lokið. Tugir þúsunda munu fá lyfið áður en rannsóknunum lýkur. Þá bendir Magnús jafnframt á að framleiðandinn telji sig geta verið tilbúinn með lyfjaskammta fyrir allt að 300 þúsund sjúklinga fyrir árslok. „[…] þannig að lyfið verður ekki í boði nema handa tiltölulega fáum útvöldum fyrr en á næsta ári. Þetta lyf er í flokki líftæknilyfja sem öll eru dýr en enginn verðmiði er enn kominn á lyfið enda óvissa um kostnaðinn við lokarannsóknir,“ segir Magnús. Benda má á að Trump átti um skeið hlutabréf í Regeneron, sem þróar nú lyfið. Þá eru hann og Leonard Schleifer, forstjóri fyrirtækisins, sagðir kunningjar í frétt CNN frá því fyrr í mánuðinum. Þar kemur fram að sá síðarnefndi hafi verið meðlimur í golfklúbbi forsetans í Westchester í New York. Ásókn í lyfið hefur aukist til muna eftir að Trump hóf herferð sína fyrr í mánuðinum, að því er fram kemur í umfjöllun Guardian sem birtist í síðustu viku. Þannig hafa sjúklingar sóst eftir því í auknum mæli að taka þátt í rannsóknum á lyfinu. Þá hefur Regeneron þegar sótt um svokallað „neyðarsamþykki“ á lyfinu hjá Matvæla- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna (FDA). Fram kemur í svari Magnúsar á Vísindavefnum að fleiri lyfjaframleiðendur séu að þróa ný lyf sem byggja á sömu eða svipuðum forsendum og REGN-COV2. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Lyf Tengdar fréttir Barron Trump greindist einnig með veiruna Barron Trump, sonur forsetahjónanna Donald og Melaniu Trump, greindist einnig með kórónuveiruna. 14. október 2020 20:43 Trump ósáttur vegna skorts á ákærum gegn pólitískum andstæðingum hans John Bash, saksóknarinn sem William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, skipaði til að rannsaka hvort að embættismenn í forsetatíð Barack Obama hefðu brotið af sér í starfi varðandi mál Michael Flynn, hefur lokið rannsókn sinni. 14. október 2020 08:55 Trump sneri aftur eftir Covid-19 og hélt fjölmennan kosningafund í Flórída Donald Trump, Bandaríkjaforseti, mætti á kosningafund í Flórída í gær, tæpum tveimur vikum eftir að hann greindist með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum Covid-19. 13. október 2020 07:18 Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Sjá meira
Tilraunalyfið REGN-COV2, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti var meðhöndlaður með eftir að hann greindist með kórónveiruna, er enn á tilraunastigi og hvorki hefur verið sýnt fram á að það geri tilætlað gagn né sé öruggt. Þetta kemur fram í umfjöllun um lyfið á Vísindavefnum í dag. Trump hefur kallað lyfið „lækningu“ við Covid, sem það er ekki, og heitið því að Bandaríkjamenn fái það ókeypis innan skamms. Lyfið verður þó líklega dýrt, líkt og önnur líftæknilyf, auk þess sem það verður líklega aðeins í boði fyrir fáa útvalda í árslok. „Blessun frá Guði“ Bandaríkjaforseti hefur dásamað REGN-COV2 í bak og fyrir síðan hann greindist með veiruna um mánaðamótin. Þannig lýsti hann því í ávarpi sem hann birti á Twitter í síðustu viku, skömmu eftir útskrift af Walter Reed-sjúkrahúsinu, að hann liti á það sem „blessun“ að hafa smitast af veirunni. „Mér líður frábærlega. Mér líður fullkomlega. Ég held að þetta hafi verið blessun frá Guði, að ég hafi smitast. Þetta var lán í óláni. Ég smitaðist, ég heyrði af þessu lyfi og ég sagði „látið mig taka það“. Það var tillaga mín,“ sagði Trump. „Ég vil útvega ykkur það sem ég fékk. Og ég mun hafa það ókeypis, þið þurfið ekki að borga fyrir það.“ Þá lýsti Trump því fjálglega yfir að hann teldi lyfið „lækningu“ við Covid, sem það er ekki. Engin lækning hefur fundist við veirunni. „Að mínu mati var það ekki bara græðandi. Það lét mér bara batna, ókei? Ég kalla það lækningu,“ sagði Trump í ávarpinu, sem sjá má hér að neðan. A MESSAGE FROM THE PRESIDENT! pic.twitter.com/uhLIcknAjT— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 7, 2020 Magnús Jóhannsson prófessor emeritus í líflyfjafræði við Háskóla Íslands tekur lyfið til umfjöllunar í svari sem birt var á Vísindavefnum í dag. Magnús getur þess að samkvæmt bestu heimildum hafi Trump ekki aðeins verið meðhöndlaður með REGN-COV2, heldur einnig með lyfinu remdesivír, sem hingað til hefur nýst gegn einkennum Covid-19, auk þess sem honum hafi verið gefnir barksterar. „Það er því ekki ljóst hvaða lyf kunna að hafa hjálpað Trump að ná bata. Kannski batnaði honum þrátt fyrir meðferðina sem hann fékk en ekki vegna hennar,“ segir Magnús. REGN-COV2, sem framleitt er af bandaríska lyfjafyrirtækinu Regeneron, er ekki bóluefni heldur blanda tveggja mótefna. Annað er upprunnið úr mönnum sem hafa veikst af Covid-19 og batnað en hitt úr músum sem voru sýktar með veirunni. Mótefnunum er ætlað að bindast prótínum á yfirborði kórónuveirunnar og hindra að hún geti tengst við og sýkt frumur líkamans. Líklega aðeins í boði fyrir fáa útvalda í árslok Magnús bendir á að lyfið sé alls ekki fullrannsakað. Enn hafi ekki verið sýnt fram á að það geri tilætlað gagn og sé öruggt. Lokarannsóknir á virkni og öryggi lyfsins standi yfir. Þá hafa innan við 300 sjúklingar fengið lyfið í þeim rannsóknum sem nú er lokið. Tugir þúsunda munu fá lyfið áður en rannsóknunum lýkur. Þá bendir Magnús jafnframt á að framleiðandinn telji sig geta verið tilbúinn með lyfjaskammta fyrir allt að 300 þúsund sjúklinga fyrir árslok. „[…] þannig að lyfið verður ekki í boði nema handa tiltölulega fáum útvöldum fyrr en á næsta ári. Þetta lyf er í flokki líftæknilyfja sem öll eru dýr en enginn verðmiði er enn kominn á lyfið enda óvissa um kostnaðinn við lokarannsóknir,“ segir Magnús. Benda má á að Trump átti um skeið hlutabréf í Regeneron, sem þróar nú lyfið. Þá eru hann og Leonard Schleifer, forstjóri fyrirtækisins, sagðir kunningjar í frétt CNN frá því fyrr í mánuðinum. Þar kemur fram að sá síðarnefndi hafi verið meðlimur í golfklúbbi forsetans í Westchester í New York. Ásókn í lyfið hefur aukist til muna eftir að Trump hóf herferð sína fyrr í mánuðinum, að því er fram kemur í umfjöllun Guardian sem birtist í síðustu viku. Þannig hafa sjúklingar sóst eftir því í auknum mæli að taka þátt í rannsóknum á lyfinu. Þá hefur Regeneron þegar sótt um svokallað „neyðarsamþykki“ á lyfinu hjá Matvæla- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna (FDA). Fram kemur í svari Magnúsar á Vísindavefnum að fleiri lyfjaframleiðendur séu að þróa ný lyf sem byggja á sömu eða svipuðum forsendum og REGN-COV2.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Lyf Tengdar fréttir Barron Trump greindist einnig með veiruna Barron Trump, sonur forsetahjónanna Donald og Melaniu Trump, greindist einnig með kórónuveiruna. 14. október 2020 20:43 Trump ósáttur vegna skorts á ákærum gegn pólitískum andstæðingum hans John Bash, saksóknarinn sem William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, skipaði til að rannsaka hvort að embættismenn í forsetatíð Barack Obama hefðu brotið af sér í starfi varðandi mál Michael Flynn, hefur lokið rannsókn sinni. 14. október 2020 08:55 Trump sneri aftur eftir Covid-19 og hélt fjölmennan kosningafund í Flórída Donald Trump, Bandaríkjaforseti, mætti á kosningafund í Flórída í gær, tæpum tveimur vikum eftir að hann greindist með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum Covid-19. 13. október 2020 07:18 Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Sjá meira
Barron Trump greindist einnig með veiruna Barron Trump, sonur forsetahjónanna Donald og Melaniu Trump, greindist einnig með kórónuveiruna. 14. október 2020 20:43
Trump ósáttur vegna skorts á ákærum gegn pólitískum andstæðingum hans John Bash, saksóknarinn sem William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, skipaði til að rannsaka hvort að embættismenn í forsetatíð Barack Obama hefðu brotið af sér í starfi varðandi mál Michael Flynn, hefur lokið rannsókn sinni. 14. október 2020 08:55
Trump sneri aftur eftir Covid-19 og hélt fjölmennan kosningafund í Flórída Donald Trump, Bandaríkjaforseti, mætti á kosningafund í Flórída í gær, tæpum tveimur vikum eftir að hann greindist með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum Covid-19. 13. október 2020 07:18