Mest allt íþróttastarf barna leggst af með nýjum takmörkunum Kjartan Kjartansson skrifar 16. október 2020 17:24 Æfingar og keppni barna og fullorðinna í íþróttum sem krefjast snertingar verða óheimilar jafnt innan húss og utan. Vísir/Hanna Allt íþrótta- og tómstundastarf sem krefst snertingar og skólasund barna verður óheimilt á höfuðborgarsvæðinu þegar nýjar sóttvarnaráðstafanir taka gildi á þriðjudag. Á landsbyggðinni verða takmarkanir færðar nær þeim sem hafa gilt á höfuðborgarsvæðinu í á aðra viku. Reglur um skólastarf verða óbreyttar. Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu kemur fram að heilbrigðisráðherra hafi nú ákveðið í meginatriðum þær breytingar á sóttvarnaráðstöfunum sem taka gildi þriðjudaginn 20. október. Þær séu að mestu þær sömu og sóttvarnalæknir lagði til í minnisblaði. Áfram verða strangari takmarkanir á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, starfandi heilbrigðisráðherra, kynnti breytingarnar og minnisblað sóttvarnalæknis á ríkisstjórnarfundi í dag. Takmarkanir utan höfuðborgarsvæðisins – helstu breytingar: Nándarmörk milli einstaklinga verða 2 metrar. Skylt verður að nota andlitsgrímur þar sem ekki er hægt að tryggja 2 metra nándarmörk, m.a. í verslunum. Á viðburðum verður einungis heimilt að hafa 20 gesti í hólfi í hverju rými sem skulu sitja í númeruðum sætum sem skráð eru á nafn. Engir áhorfendur mega vera á íþróttaviðburðum, hvorki innan- né utandyra. Íþróttaiðkun, einnig sú sem krefst snertingar eða mikillar nálægðar, verður heimil, jafnt innan- og utandyra. Líkamsræktarstöðvar verða áfram lokaðar. Takmarkanir á höfuðborgarsvæðinu – helstu breytingar: Allt íþrótta- og tómstundastarf barna á leik- og grunnskólaaldri sem krefst snertingar verður óheimilt. Skólasund verður óheimilt. Íþróttaiðkun sem ekki krefst snertingar verður heimil en fjöldi þátttakenda má að hámarki vera 20 einstaklingar og 2 metra nándarmörk skulu virt. Engir áhorfendur mega vera viðstaddir. Æfingar og keppni í íþróttum sem krefjast snertingar verða óheimilar, innan húss og utan, jafnt hjá börnum og fullorðnum. Óbreyttar reglur um skólastarf Sóttvarnalæknir leggur ekki til neinar breytingar á gildandi sóttvarnaráðstöfunum í skólastarfi og verður gildistími reglugerðar þar að lútandi því framlengdur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íþróttir barna Tengdar fréttir Allar íþróttir með snertingu bannaðar á höfuðborgarsvæðinu Tilmæli sóttvarnalæknis um íþróttaiðkun verða nú að reglum. 16. október 2020 13:22 Tveggja metra regla um allt land á ný Tveggja metra reglan verður innleidd á öllu landinu á ný þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra um kórónuveiruaðgerðir tekur gildi í næstu viku. 16. október 2020 12:53 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Allt íþrótta- og tómstundastarf sem krefst snertingar og skólasund barna verður óheimilt á höfuðborgarsvæðinu þegar nýjar sóttvarnaráðstafanir taka gildi á þriðjudag. Á landsbyggðinni verða takmarkanir færðar nær þeim sem hafa gilt á höfuðborgarsvæðinu í á aðra viku. Reglur um skólastarf verða óbreyttar. Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu kemur fram að heilbrigðisráðherra hafi nú ákveðið í meginatriðum þær breytingar á sóttvarnaráðstöfunum sem taka gildi þriðjudaginn 20. október. Þær séu að mestu þær sömu og sóttvarnalæknir lagði til í minnisblaði. Áfram verða strangari takmarkanir á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, starfandi heilbrigðisráðherra, kynnti breytingarnar og minnisblað sóttvarnalæknis á ríkisstjórnarfundi í dag. Takmarkanir utan höfuðborgarsvæðisins – helstu breytingar: Nándarmörk milli einstaklinga verða 2 metrar. Skylt verður að nota andlitsgrímur þar sem ekki er hægt að tryggja 2 metra nándarmörk, m.a. í verslunum. Á viðburðum verður einungis heimilt að hafa 20 gesti í hólfi í hverju rými sem skulu sitja í númeruðum sætum sem skráð eru á nafn. Engir áhorfendur mega vera á íþróttaviðburðum, hvorki innan- né utandyra. Íþróttaiðkun, einnig sú sem krefst snertingar eða mikillar nálægðar, verður heimil, jafnt innan- og utandyra. Líkamsræktarstöðvar verða áfram lokaðar. Takmarkanir á höfuðborgarsvæðinu – helstu breytingar: Allt íþrótta- og tómstundastarf barna á leik- og grunnskólaaldri sem krefst snertingar verður óheimilt. Skólasund verður óheimilt. Íþróttaiðkun sem ekki krefst snertingar verður heimil en fjöldi þátttakenda má að hámarki vera 20 einstaklingar og 2 metra nándarmörk skulu virt. Engir áhorfendur mega vera viðstaddir. Æfingar og keppni í íþróttum sem krefjast snertingar verða óheimilar, innan húss og utan, jafnt hjá börnum og fullorðnum. Óbreyttar reglur um skólastarf Sóttvarnalæknir leggur ekki til neinar breytingar á gildandi sóttvarnaráðstöfunum í skólastarfi og verður gildistími reglugerðar þar að lútandi því framlengdur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íþróttir barna Tengdar fréttir Allar íþróttir með snertingu bannaðar á höfuðborgarsvæðinu Tilmæli sóttvarnalæknis um íþróttaiðkun verða nú að reglum. 16. október 2020 13:22 Tveggja metra regla um allt land á ný Tveggja metra reglan verður innleidd á öllu landinu á ný þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra um kórónuveiruaðgerðir tekur gildi í næstu viku. 16. október 2020 12:53 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Allar íþróttir með snertingu bannaðar á höfuðborgarsvæðinu Tilmæli sóttvarnalæknis um íþróttaiðkun verða nú að reglum. 16. október 2020 13:22
Tveggja metra regla um allt land á ný Tveggja metra reglan verður innleidd á öllu landinu á ný þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra um kórónuveiruaðgerðir tekur gildi í næstu viku. 16. október 2020 12:53