„Andi pabba sveif svo sannarlega þarna yfir vötnum“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. október 2020 20:01 Björgvin Franz og Edda Björgvins munu skemmta landsmönnum í vetur. Vísir Mæðginin Edda Björgvins og Björgvin Franz eru að byrja með nýja þætti á Stöð 2 en tökum á þeim lauk daginn sem Gísli Rúnar Jónsson, fyrrverandi eiginmaður Eddu og faðir Björgvins, lést. Þættirnir eru því tileinkaðir Gísla Rúnari. Mæðginin fara saman í ísbíltúr í þáttunum og ræða daginn og veginn. Þau segja þættina fyrsta íslenska raunveruleikasjónvarpið en ekkert handrit er gert fyrir þættina. Gaman að vera þau sjálf í bíltúr „Okkur fannst þetta svo ótrúlega skemmtileg pæling að fara saman og skríplast í einhverjum bíltúr þar sem við erum bara við,“ segir Björgvin Franz en þau mæðgin mættu í Bakaríið á Bylgjunni í morgun þar sem þau ræddu þættina. „Það er dáldið erfitt að hafa hemil á mömmu þannig að bíltúrarnir sem byrja sem eðlilegir ísbíltúrar, þeir fara svolítið út um þúfur,“ bætir Björgvin við. Mæðginin keyra bæði um Reykjavík og kíkja aðeins út á land í þáttunum sex, en Björgvin segir það lengsta sem þau fari út fyrir bæjarmörkin vera Hveragerði. „Ísinn dregur okkur hingað og þangað,“ bætir Edda þá við. Tileinkað Gísla Rúnari Einn þátturinn er skotinn á æskuslóðum Björgvins þar sem Edda sagði sögur og farið var í gömlu þráhyggjurnar, að sögn Björgvins. Hvernig hann hafi verið. „Guð minn góður það sem var lagt á þessa fjölskyldu. Það sem mamma hefur mátt að þola,“ segir Björgvin á léttum nótum. Það hafi verið mjög fyndið að rifja það upp, og fallegt. „Andi pabba sveif svo sannarlega þarna yfir vötnum. Þetta var svo ofsalega fallegt og er svo mikið „tribute“ til hans. Það varð það eiginlega alveg óvart, en þetta var svo fallegt af því að þetta var tekið upp áður en hann dó,“ segir Björgvin. Tökudagarnir hafi verið dásamlegir. Fjölskyldustemmning þar sem dóttir Björgvins sá meðal annars um að sminka. Síðasti dagurinn hafi þó verið öðruvísi. „Pabbi dó á síðasta tökudeginum okkar og þetta var alveg svakalegt,“ segir hann. Edda segir veðrið þann daginn hafa verið í takt við það. Eftir fallegan dag, eins og þeir allir voru, hafi dregið ský fyrir sólu og orðið dökkskýjað. Björgvin segir það næstum hafa verið eins og í bíómynd. „Ótrúlega mikið við“ Þættirnir verða sex og fara í sýningu á miðvikudagskvöldið. Mæðginin, sem bæði eru í tökum á Snæfellsnesi þessa dagana í öðru verkefni, rúnta að stærstum hluta á milli ísbúða á höfuðborgarsvæðinu þótt þau kíki líka út fyrir borgarmörkin. „Ísinn dregur okkur hingað og þangað,“ segir Edda og Björgvin bætir við að þau mæðginin séu mikið ísfólk. Þau hafi gaman af að prófa nýjar týpur. Þá fari þau á æskuslóðir í höfuðborginni, kíki í gömul myndaalbúm og Björgvin bætir við að hann hafi svo fundið gömul heimavídeó sem voru löngu gleymd. „Ef fólk er tilbúið að vera með okkur, bara Eddu og Björgvin, þá mun það hafa gaman af þessu,“ segir Edda að lokum. Henni líst vel á þættina. „Þetta er ótrúlega mikið við.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við mæðginin í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Tímamót Bíó og sjónvarp Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Sjá meira
Mæðginin Edda Björgvins og Björgvin Franz eru að byrja með nýja þætti á Stöð 2 en tökum á þeim lauk daginn sem Gísli Rúnar Jónsson, fyrrverandi eiginmaður Eddu og faðir Björgvins, lést. Þættirnir eru því tileinkaðir Gísla Rúnari. Mæðginin fara saman í ísbíltúr í þáttunum og ræða daginn og veginn. Þau segja þættina fyrsta íslenska raunveruleikasjónvarpið en ekkert handrit er gert fyrir þættina. Gaman að vera þau sjálf í bíltúr „Okkur fannst þetta svo ótrúlega skemmtileg pæling að fara saman og skríplast í einhverjum bíltúr þar sem við erum bara við,“ segir Björgvin Franz en þau mæðgin mættu í Bakaríið á Bylgjunni í morgun þar sem þau ræddu þættina. „Það er dáldið erfitt að hafa hemil á mömmu þannig að bíltúrarnir sem byrja sem eðlilegir ísbíltúrar, þeir fara svolítið út um þúfur,“ bætir Björgvin við. Mæðginin keyra bæði um Reykjavík og kíkja aðeins út á land í þáttunum sex, en Björgvin segir það lengsta sem þau fari út fyrir bæjarmörkin vera Hveragerði. „Ísinn dregur okkur hingað og þangað,“ bætir Edda þá við. Tileinkað Gísla Rúnari Einn þátturinn er skotinn á æskuslóðum Björgvins þar sem Edda sagði sögur og farið var í gömlu þráhyggjurnar, að sögn Björgvins. Hvernig hann hafi verið. „Guð minn góður það sem var lagt á þessa fjölskyldu. Það sem mamma hefur mátt að þola,“ segir Björgvin á léttum nótum. Það hafi verið mjög fyndið að rifja það upp, og fallegt. „Andi pabba sveif svo sannarlega þarna yfir vötnum. Þetta var svo ofsalega fallegt og er svo mikið „tribute“ til hans. Það varð það eiginlega alveg óvart, en þetta var svo fallegt af því að þetta var tekið upp áður en hann dó,“ segir Björgvin. Tökudagarnir hafi verið dásamlegir. Fjölskyldustemmning þar sem dóttir Björgvins sá meðal annars um að sminka. Síðasti dagurinn hafi þó verið öðruvísi. „Pabbi dó á síðasta tökudeginum okkar og þetta var alveg svakalegt,“ segir hann. Edda segir veðrið þann daginn hafa verið í takt við það. Eftir fallegan dag, eins og þeir allir voru, hafi dregið ský fyrir sólu og orðið dökkskýjað. Björgvin segir það næstum hafa verið eins og í bíómynd. „Ótrúlega mikið við“ Þættirnir verða sex og fara í sýningu á miðvikudagskvöldið. Mæðginin, sem bæði eru í tökum á Snæfellsnesi þessa dagana í öðru verkefni, rúnta að stærstum hluta á milli ísbúða á höfuðborgarsvæðinu þótt þau kíki líka út fyrir borgarmörkin. „Ísinn dregur okkur hingað og þangað,“ segir Edda og Björgvin bætir við að þau mæðginin séu mikið ísfólk. Þau hafi gaman af að prófa nýjar týpur. Þá fari þau á æskuslóðir í höfuðborginni, kíki í gömul myndaalbúm og Björgvin bætir við að hann hafi svo fundið gömul heimavídeó sem voru löngu gleymd. „Ef fólk er tilbúið að vera með okkur, bara Eddu og Björgvin, þá mun það hafa gaman af þessu,“ segir Edda að lokum. Henni líst vel á þættina. „Þetta er ótrúlega mikið við.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við mæðginin í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Tímamót Bíó og sjónvarp Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Sjá meira