Borgarstjóri Kaupmannahafnar segir af sér í kjölfar ásakana Atli Ísleifsson skrifar 19. október 2020 10:13 Frank Jensen hefur gegnt embætti borgarstjóra Kaupmannahafnar frá árinu 2010. Getty Frank Jensen, yfirborgarstjóri Kaupmannahafnar, hefur sagt af sér embætti og sem varaformaður Jafnaðarmannaflokksins. Jensen greindi frá þessu á blaðamannafundi sem hófst klukkan 10. Fjöldi kvenna hefur að undanförnu sakað borgarstjórann Frank Jensen um kynferðislega áreitni. Var greint frá ásökununum í Jyllands-Posten á föstudaginn. Danskir fjölmiðlar greindu frá því í gærkvöldi að Jensen nyti stuðnings þeirra flokka sem saman stýra Kaupmannahöfn. Var það tilkynnt eftir fjögurra tíma langan neyðarfund. Sagði Jensen þá að hann hugðist taka þátt í því að „breyta menningunni“. Jensen greindi hins vegar frá því á blaðamannafundinum í morgun að hann hafi, eftir að hafa íhugað málið í gærkvöldi og í nótt, nú ákveðið að segja af sér embætti. Jensen, sem er meðlimur í Jafnaðarmannaflokknum, hefur gegnt embætti yfirborgarstjóra Kaupmannahafnar frá árinu 2010. Hann gegndi embætti dómsmálaráðherra á árunum 1996 til 2001. Hann er annar tveggja varaformanna Jafnaðarmannaflokksins. Mette Frederiksen, forsætisráðherra og formaður Jafnaðarmannaflokksins, tjáði sig um málið í morgun. Sagðist hún taka ásakanirnar alvarlega og að ljóst væri að einnig væru vandamál innan Jafnaðarmannaflokksins þegar kemur að málum sem þessu. „Það skal nú breytast,“ sagði Frederiksen og sagði áreitni og brot eigi aldrei að líðast. „Við ætlum í sameiningu að skapa menningu þar sem þetta er ekki í lagi. Hvorki í orði né á borði.“ Danmörk Tengdar fréttir Krísufundur eftir að borgarstjóri Kaupmannahafnar var sakaður um kynferðislega áreitni Tvær konur hafa stigið fram og sakað Frank Jensen, borgarstjóra Kaupmannahafnar, um kynferðislega áreitni. 18. október 2020 13:45 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Frank Jensen, yfirborgarstjóri Kaupmannahafnar, hefur sagt af sér embætti og sem varaformaður Jafnaðarmannaflokksins. Jensen greindi frá þessu á blaðamannafundi sem hófst klukkan 10. Fjöldi kvenna hefur að undanförnu sakað borgarstjórann Frank Jensen um kynferðislega áreitni. Var greint frá ásökununum í Jyllands-Posten á föstudaginn. Danskir fjölmiðlar greindu frá því í gærkvöldi að Jensen nyti stuðnings þeirra flokka sem saman stýra Kaupmannahöfn. Var það tilkynnt eftir fjögurra tíma langan neyðarfund. Sagði Jensen þá að hann hugðist taka þátt í því að „breyta menningunni“. Jensen greindi hins vegar frá því á blaðamannafundinum í morgun að hann hafi, eftir að hafa íhugað málið í gærkvöldi og í nótt, nú ákveðið að segja af sér embætti. Jensen, sem er meðlimur í Jafnaðarmannaflokknum, hefur gegnt embætti yfirborgarstjóra Kaupmannahafnar frá árinu 2010. Hann gegndi embætti dómsmálaráðherra á árunum 1996 til 2001. Hann er annar tveggja varaformanna Jafnaðarmannaflokksins. Mette Frederiksen, forsætisráðherra og formaður Jafnaðarmannaflokksins, tjáði sig um málið í morgun. Sagðist hún taka ásakanirnar alvarlega og að ljóst væri að einnig væru vandamál innan Jafnaðarmannaflokksins þegar kemur að málum sem þessu. „Það skal nú breytast,“ sagði Frederiksen og sagði áreitni og brot eigi aldrei að líðast. „Við ætlum í sameiningu að skapa menningu þar sem þetta er ekki í lagi. Hvorki í orði né á borði.“
Danmörk Tengdar fréttir Krísufundur eftir að borgarstjóri Kaupmannahafnar var sakaður um kynferðislega áreitni Tvær konur hafa stigið fram og sakað Frank Jensen, borgarstjóra Kaupmannahafnar, um kynferðislega áreitni. 18. október 2020 13:45 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Krísufundur eftir að borgarstjóri Kaupmannahafnar var sakaður um kynferðislega áreitni Tvær konur hafa stigið fram og sakað Frank Jensen, borgarstjóra Kaupmannahafnar, um kynferðislega áreitni. 18. október 2020 13:45