Réttað yfir síðasta leiðtoga hryðjuverkasamtakanna ETA Kjartan Kjartansson skrifar 19. október 2020 12:08 Josu Urrutikoetxea leiddi hryðjuverkasamtakökin Euskadi Ta Askatasuna (ETA) á 9. áratugnum. Honum var sleppt úr varðhaldi vegna heilsuleysis í sumar fram að réttarhöldunum sem hefjast í dag. AP/Michel Euler Síðasti þekkti leiðtogi basknesku hryðjuverkasamtakanna ETA kemur fyrir dómara í Frakklandi í dag þar sem hann er ákærður fyrir aðild að hryðjuverkum. Hann segist breyttur maður og biðst afsökunar á mannsdrápum, með fyrirvara. Josu Urrutikoetxea var leiðtogi ETA á einu blóðugasta skeiði samtakanna á seinni hluta níunda áratugs síðustu aldar. Hann var handtekinn árið 1989 en gerðist héraðsþingmaður í Baskalandi þegar honum var sleppt úr fangelsi ellefu árum síðar. Sem héraðsþingmaður átti hann þátt í viðræðum um að leggja ETA niður. Árið 2002 var Urrutikoetxea, sem einnig var þekktur undir dulnefninu „Kálfurinn“, ákærður fyrir aðild að sprengjutilræði við skála þar sem þjóðvarðliðar bjuggu í Zaragoza sem varð ellefu manns að bana, þar á meðal fimm börnum. Tugir manna særðust til viðbótar. Urrutikoetxea var á flótta í sautján ár þar til hann var loks tekinn höndum við sjúkrahús í Frönsku Ölpunum í maí í fyrra. „Ég leita ekki hefnda gegn Josu Ternera en þessi herramaður reyndi að drepa mig og ég vil að hann gjaldi fyrir það. Það er réttur minn sem spænskur borgari,“ segir Lucía Ruiz sem var tíu ára gömul þegar hún særðist í sprengjutilræði ETA á lögreglustöðinni í Zaragoza þar sem hún bjó með föður sínum. Kona og börn ganga fram hjá slagorði um sjálfstæði Baskalands í bænum Altsasu í Navarra-héraði. Slagorðið er ritað yfir Ikurriña, fána Baskalands sem kallast Euskadi á basknesku.AP/Álvaro Barrientos Biðst afsökunar á því sem ekki verður bætt Í viðtali við AP-fréttastofuna lýsir Urrutikoetxea saksókninni í Frakklandi sem „fáránlegri“ í ljósi þess að hann hafi átt þátt í að stöðva baráttu ETA sem kostaði hundruð mannslífa yfir áratugaskeið. „Þeir vilja að ég svari fyrir eitthvað sem ég hafði ekkert með að gera,“ fullyrðir hann. Í seinni tíð hefur Urrutikoetxea, sem er 69 ára gamall og hefur glímt við krabbamein, spilað sig sem mann iðrunar og sátta. Hann biðst afsökunar á „óbætanlegum skaða“ sem ofbeldisverk ETA hafa valdið í baráttu samtakanna fyrir sjálfstæðu ríki Baska á norðaustanverðum Spáni og suðvestanverðu Frakklandi. Það gerir hann þó með fyrirvara. „Að sjálfsögðu biðst ég afsökunar á einhverjum sem við getum ekki bætt,“ svaraði Urrutikoetxea þegar blaðamenn AP spurðu hann hvort hann bæði fjölskyldur fórnarlamba ETA afsökunar. ETA lagði niður vopnin árið 2017. Urrutikoetxea las yfirlýsingu um að þau væru endanlega leyst upp 3. maí árið 2018. Lucía Ruiz lifði af sprengjuárás ETA á skála þjóðvarðliða í Zaragoza þegar hún var tíu ára gömul árið 1987. Ellefu manns féllu í árásinni.AP/Renata Brito Verður framseldur til Spánar Hópur fræðimanna og annarra aðskilnaðarsinna tóku upp málstað Urrutikoetxea í yfirlýsingu sem birtist á laugardag. Þeir segja saksóknina í Frakklandi „svívirðilega og óþolandi. Með henni séu allir samningamenn í friðarviðræðum gerðir að glæpamönnum. Á meðal þeirra sem lögðu nafn sitt við yfirlýsinguna voru Gerry Adams, fyrrverandi leiðtogi Sinn Fein á Norður-Írlandi, Noam Chomsky, málvísindamaður, og Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti katalónsku héraðsstjórnarinnar. Spænskir saksóknarar lýsa Urrutikoetxea aftur á móti sem blóðþyrstum málsvara ofbeldis. Það hafi aðeins verið tækifærismennska sem leiddi til þess að hann hafi tekið þátt í viðræðum um slit ETA. Þá hafi lögregla verið farin að velgja samtökunum verulega undir uggum og fjarað hafði undan stuðningi við samtökin á meðal baskneskra aðskilnaðarsinna. Telja saksóknararnir að Urrutikoetxea hafi sem leiðtogi ETA annað hvort lagt blessun sína yfir eða vitað af bílsprengjunni sem var sprengd við höfuðstöðvar þjóðvarðliðsins í Zaragoza. Þrír liðsmenn samtakanna voru sakfelldir og fangelsaðir vegna árásarinnar. Urrutikoetxea var þegar sakfelldur að sér fjarstöddum fyrir sakirnar í Frakklandi en hann óskaði eftir að málið yrði tekið upp aftur þegar hann var handtekinn í fyrra. Frönsk yfirvöld hafa fallist á að framselja hann til Spánar eftir að réttarhöldunum lýkur. Þar vilja yfirvöld sækja hann til saka fyrir glæpi gegn mannkyninu, morð og aðild að hryðjuverkasamtökum. „Hann lætur núna eins og hann sé bjargvættur þjóðarinnar,“ segir Ruiz. Hún telur að erfitt verði að sanna fyrir dómi að Urrutikoetxea hafi skipulagt árásina í Zaragoza. „Því miður skilur svona fólk ekki eftir sig pappírsslóð en þessi herramaður er morðingi, með morð í hástöfum,“ segir hún. Uppfært 16:35 Réttarhöldunum yfir Urrutikoetxea var frestað til 22.-23. febrúar vegna þess að lykilvitni komust ekki til Parísar vegna kórónuveirufaraldursins. Former ETA chief Josu Urrutikoetxea was due in court this week to face two back-to-back trials on terrorism charges. A Paris court has postponed the first hearing to Feb. 22-23 after key defense witnesses couldn't travel because of the COVID-19 pandemic.https://t.co/D7GGkLntuB— AP Europe (@AP_Europe) October 19, 2020 Spánn Frakkland Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Síðasti þekkti leiðtogi basknesku hryðjuverkasamtakanna ETA kemur fyrir dómara í Frakklandi í dag þar sem hann er ákærður fyrir aðild að hryðjuverkum. Hann segist breyttur maður og biðst afsökunar á mannsdrápum, með fyrirvara. Josu Urrutikoetxea var leiðtogi ETA á einu blóðugasta skeiði samtakanna á seinni hluta níunda áratugs síðustu aldar. Hann var handtekinn árið 1989 en gerðist héraðsþingmaður í Baskalandi þegar honum var sleppt úr fangelsi ellefu árum síðar. Sem héraðsþingmaður átti hann þátt í viðræðum um að leggja ETA niður. Árið 2002 var Urrutikoetxea, sem einnig var þekktur undir dulnefninu „Kálfurinn“, ákærður fyrir aðild að sprengjutilræði við skála þar sem þjóðvarðliðar bjuggu í Zaragoza sem varð ellefu manns að bana, þar á meðal fimm börnum. Tugir manna særðust til viðbótar. Urrutikoetxea var á flótta í sautján ár þar til hann var loks tekinn höndum við sjúkrahús í Frönsku Ölpunum í maí í fyrra. „Ég leita ekki hefnda gegn Josu Ternera en þessi herramaður reyndi að drepa mig og ég vil að hann gjaldi fyrir það. Það er réttur minn sem spænskur borgari,“ segir Lucía Ruiz sem var tíu ára gömul þegar hún særðist í sprengjutilræði ETA á lögreglustöðinni í Zaragoza þar sem hún bjó með föður sínum. Kona og börn ganga fram hjá slagorði um sjálfstæði Baskalands í bænum Altsasu í Navarra-héraði. Slagorðið er ritað yfir Ikurriña, fána Baskalands sem kallast Euskadi á basknesku.AP/Álvaro Barrientos Biðst afsökunar á því sem ekki verður bætt Í viðtali við AP-fréttastofuna lýsir Urrutikoetxea saksókninni í Frakklandi sem „fáránlegri“ í ljósi þess að hann hafi átt þátt í að stöðva baráttu ETA sem kostaði hundruð mannslífa yfir áratugaskeið. „Þeir vilja að ég svari fyrir eitthvað sem ég hafði ekkert með að gera,“ fullyrðir hann. Í seinni tíð hefur Urrutikoetxea, sem er 69 ára gamall og hefur glímt við krabbamein, spilað sig sem mann iðrunar og sátta. Hann biðst afsökunar á „óbætanlegum skaða“ sem ofbeldisverk ETA hafa valdið í baráttu samtakanna fyrir sjálfstæðu ríki Baska á norðaustanverðum Spáni og suðvestanverðu Frakklandi. Það gerir hann þó með fyrirvara. „Að sjálfsögðu biðst ég afsökunar á einhverjum sem við getum ekki bætt,“ svaraði Urrutikoetxea þegar blaðamenn AP spurðu hann hvort hann bæði fjölskyldur fórnarlamba ETA afsökunar. ETA lagði niður vopnin árið 2017. Urrutikoetxea las yfirlýsingu um að þau væru endanlega leyst upp 3. maí árið 2018. Lucía Ruiz lifði af sprengjuárás ETA á skála þjóðvarðliða í Zaragoza þegar hún var tíu ára gömul árið 1987. Ellefu manns féllu í árásinni.AP/Renata Brito Verður framseldur til Spánar Hópur fræðimanna og annarra aðskilnaðarsinna tóku upp málstað Urrutikoetxea í yfirlýsingu sem birtist á laugardag. Þeir segja saksóknina í Frakklandi „svívirðilega og óþolandi. Með henni séu allir samningamenn í friðarviðræðum gerðir að glæpamönnum. Á meðal þeirra sem lögðu nafn sitt við yfirlýsinguna voru Gerry Adams, fyrrverandi leiðtogi Sinn Fein á Norður-Írlandi, Noam Chomsky, málvísindamaður, og Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti katalónsku héraðsstjórnarinnar. Spænskir saksóknarar lýsa Urrutikoetxea aftur á móti sem blóðþyrstum málsvara ofbeldis. Það hafi aðeins verið tækifærismennska sem leiddi til þess að hann hafi tekið þátt í viðræðum um slit ETA. Þá hafi lögregla verið farin að velgja samtökunum verulega undir uggum og fjarað hafði undan stuðningi við samtökin á meðal baskneskra aðskilnaðarsinna. Telja saksóknararnir að Urrutikoetxea hafi sem leiðtogi ETA annað hvort lagt blessun sína yfir eða vitað af bílsprengjunni sem var sprengd við höfuðstöðvar þjóðvarðliðsins í Zaragoza. Þrír liðsmenn samtakanna voru sakfelldir og fangelsaðir vegna árásarinnar. Urrutikoetxea var þegar sakfelldur að sér fjarstöddum fyrir sakirnar í Frakklandi en hann óskaði eftir að málið yrði tekið upp aftur þegar hann var handtekinn í fyrra. Frönsk yfirvöld hafa fallist á að framselja hann til Spánar eftir að réttarhöldunum lýkur. Þar vilja yfirvöld sækja hann til saka fyrir glæpi gegn mannkyninu, morð og aðild að hryðjuverkasamtökum. „Hann lætur núna eins og hann sé bjargvættur þjóðarinnar,“ segir Ruiz. Hún telur að erfitt verði að sanna fyrir dómi að Urrutikoetxea hafi skipulagt árásina í Zaragoza. „Því miður skilur svona fólk ekki eftir sig pappírsslóð en þessi herramaður er morðingi, með morð í hástöfum,“ segir hún. Uppfært 16:35 Réttarhöldunum yfir Urrutikoetxea var frestað til 22.-23. febrúar vegna þess að lykilvitni komust ekki til Parísar vegna kórónuveirufaraldursins. Former ETA chief Josu Urrutikoetxea was due in court this week to face two back-to-back trials on terrorism charges. A Paris court has postponed the first hearing to Feb. 22-23 after key defense witnesses couldn't travel because of the COVID-19 pandemic.https://t.co/D7GGkLntuB— AP Europe (@AP_Europe) October 19, 2020
Spánn Frakkland Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira