Ríkið sýknað af kröfum Kristjáns Viðars og dánarbús Tryggva Rúnars Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. október 2020 21:32 Sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu sem sýknaðir voru af öllum ákærum af Hæstarétti í september árið 2018. VÍSIR Íslenska ríkið var í dag sýknað af kröfum Kristjáns Viðars Júlíussonar og dánarbús Tryggva Rúnars Leifssonar. Kristján krafði ríkið um 1,4 milljarða króna í bætur en krafa dánarbús Tryggva hljóðaði upp á 1,6 milljarða króna. Þetta kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Kröfurnar má rekja til Guðmundar- og Geirfinnsmálsins svokallaða en Tryggvi Rúnar og Kristján voru sakfelldir vegna hvarfs Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar árið 1980. Hæstiréttur tók mál þeirra upp og sýknaði fimmmenningana árið 2018. Mál Kristjáns Viðars og dánarbús Tryggva Rúnars eru aðskilin. Bótakrafa Kristjáns Viðars var byggð á því að hann hafi verið talinn sekur maður að ósekju í nærri fjörutíu ár. Auk þess sat hann inni í rúm sjö ár. Krafa Kristjáns tvíþætt Krafa Kristjáns fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur var tvíþætt. Annars vegar miskabótakrafa fyrir brot gegn friði, persónu og æru hans, sem hljóðar upp á 1,63 milljarða. Hins vegar var um að ræða kröfu að fjárhæð 25 milljóna vegna þess fjártjóns sem hann varð fyrir við það að möguleikar hans til tekjuöflunar óýttust. Hvað miskabótakröfuna varðar er vísað til ólögmætra rannsóknaraðferða og galla á málsmeðferð. Hér má lesa dóm Kristjáns Viðars Júlíussonar. Krafa dánarbús Tryggva þríþætt Dánarbú Tryggva Rúnars tefldi fram þríþættri kröfu. Í fyrsta lagi vegna þeirrar frelsisskerðingar sem hann sætti í gæsluvarðhaldi og vegna annarra rannsóknaraðgerða sem hafi beinst að honum. Í öðru lagi vegna þess áfellisdóms sem kveðinn var upp yfir honum í Hæstarétti árið 1980 og afleiðinga hans og í þriðja lagi vegna þeirrar frelsisskerðingar sem hann sætti meðan hann afplánaði fangelsisrefsingu. Tryggvi Rúnar lést árið 2009 og rekur dánarbú hans málið. Tryggvi var á sínum tíma dæmdur til 13 ára fangelsisvistar. Hér má lesa dóm dánarbús Tryggva Rúnars Jónssonar. Alls voru 774 milljónir greiddar úr ríkissjóði í gær til þeirra sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálum í Hæstarétti í september 2018 og til maka og barna þeirra tveggja sem látnir eru. Þá fékk Kristján Viðar 204 milljónir og aðstandendur Tryggva Rúnars alls 171 milljón. Vísað til yfirlýsinga á blaðamannafundi árið 1977 Er í kröfum Kristjáns Viðars meðal annars vísað til þess að á blaðamannafundi hjá Sakadómi Reykjavíkur hafi því verið slegið föstu af hálfu handhafa ríkisvalds að stefnandi væri einn geranda í Guðmundar og geirfinnsmálinu. Kemur fram að: ,,Á þessum tímapunkti höfðu ákærur í málunum enn ekki verið gefnar út, og var fjarri því að fallið hefði dómur um málin. Eðli máls samkvæmt hafi mikið og ítarlega verið fjallað um þetta í fjölmiðlum á þessum tíma með tilheyrandi afleiðingum fyrir stefnanda.“ Fyrirgert rétti sínu til bóta Í máli Kristjáns Viðars vísar dómurinn til þess að Hæstiréttur hafi á sínum tíma ekki tekið efnislega afstöðu til málsatvika. Því standi málsatvikalýsing frá því þegar upphaflega var dæmt í málinu. Kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur að: „Með vísan til framburða þeirra sem stefnandi gaf fyrir dómi hefur hann sjálfur valdið þeim aðgerðum sem hann reisir kröfur sínar á. Því hefur stefnandi fyrirgert rétti sínum til bóta.“ Skorti skýrleika Í rökstuðningi dómsins í máli dánarbús Tryggva Rúnars segir m.a. að „verulega skortir á skýrleika í málatilbúnaði stefnanda um það hvernig stefnandi, það er dánarbú Tryggva Rúnars Leifssonar, geti verið aðili að máli þessu og á hverju dánarbúið byggi rétt sinn til hinna umkröfðu bóta.“ Guðmundar- og Geirfinnsmálin Dómsmál Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira
Íslenska ríkið var í dag sýknað af kröfum Kristjáns Viðars Júlíussonar og dánarbús Tryggva Rúnars Leifssonar. Kristján krafði ríkið um 1,4 milljarða króna í bætur en krafa dánarbús Tryggva hljóðaði upp á 1,6 milljarða króna. Þetta kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Kröfurnar má rekja til Guðmundar- og Geirfinnsmálsins svokallaða en Tryggvi Rúnar og Kristján voru sakfelldir vegna hvarfs Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar árið 1980. Hæstiréttur tók mál þeirra upp og sýknaði fimmmenningana árið 2018. Mál Kristjáns Viðars og dánarbús Tryggva Rúnars eru aðskilin. Bótakrafa Kristjáns Viðars var byggð á því að hann hafi verið talinn sekur maður að ósekju í nærri fjörutíu ár. Auk þess sat hann inni í rúm sjö ár. Krafa Kristjáns tvíþætt Krafa Kristjáns fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur var tvíþætt. Annars vegar miskabótakrafa fyrir brot gegn friði, persónu og æru hans, sem hljóðar upp á 1,63 milljarða. Hins vegar var um að ræða kröfu að fjárhæð 25 milljóna vegna þess fjártjóns sem hann varð fyrir við það að möguleikar hans til tekjuöflunar óýttust. Hvað miskabótakröfuna varðar er vísað til ólögmætra rannsóknaraðferða og galla á málsmeðferð. Hér má lesa dóm Kristjáns Viðars Júlíussonar. Krafa dánarbús Tryggva þríþætt Dánarbú Tryggva Rúnars tefldi fram þríþættri kröfu. Í fyrsta lagi vegna þeirrar frelsisskerðingar sem hann sætti í gæsluvarðhaldi og vegna annarra rannsóknaraðgerða sem hafi beinst að honum. Í öðru lagi vegna þess áfellisdóms sem kveðinn var upp yfir honum í Hæstarétti árið 1980 og afleiðinga hans og í þriðja lagi vegna þeirrar frelsisskerðingar sem hann sætti meðan hann afplánaði fangelsisrefsingu. Tryggvi Rúnar lést árið 2009 og rekur dánarbú hans málið. Tryggvi var á sínum tíma dæmdur til 13 ára fangelsisvistar. Hér má lesa dóm dánarbús Tryggva Rúnars Jónssonar. Alls voru 774 milljónir greiddar úr ríkissjóði í gær til þeirra sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálum í Hæstarétti í september 2018 og til maka og barna þeirra tveggja sem látnir eru. Þá fékk Kristján Viðar 204 milljónir og aðstandendur Tryggva Rúnars alls 171 milljón. Vísað til yfirlýsinga á blaðamannafundi árið 1977 Er í kröfum Kristjáns Viðars meðal annars vísað til þess að á blaðamannafundi hjá Sakadómi Reykjavíkur hafi því verið slegið föstu af hálfu handhafa ríkisvalds að stefnandi væri einn geranda í Guðmundar og geirfinnsmálinu. Kemur fram að: ,,Á þessum tímapunkti höfðu ákærur í málunum enn ekki verið gefnar út, og var fjarri því að fallið hefði dómur um málin. Eðli máls samkvæmt hafi mikið og ítarlega verið fjallað um þetta í fjölmiðlum á þessum tíma með tilheyrandi afleiðingum fyrir stefnanda.“ Fyrirgert rétti sínu til bóta Í máli Kristjáns Viðars vísar dómurinn til þess að Hæstiréttur hafi á sínum tíma ekki tekið efnislega afstöðu til málsatvika. Því standi málsatvikalýsing frá því þegar upphaflega var dæmt í málinu. Kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur að: „Með vísan til framburða þeirra sem stefnandi gaf fyrir dómi hefur hann sjálfur valdið þeim aðgerðum sem hann reisir kröfur sínar á. Því hefur stefnandi fyrirgert rétti sínum til bóta.“ Skorti skýrleika Í rökstuðningi dómsins í máli dánarbús Tryggva Rúnars segir m.a. að „verulega skortir á skýrleika í málatilbúnaði stefnanda um það hvernig stefnandi, það er dánarbú Tryggva Rúnars Leifssonar, geti verið aðili að máli þessu og á hverju dánarbúið byggi rétt sinn til hinna umkröfðu bóta.“
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Dómsmál Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira