Fleiri geta fengið uppsagnarstyrki Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. október 2020 17:19 Alþingi samþykkti í dag frumvarp er rýmkar skilyrði til greiðslna á uppsagnarfresti. Alþingi samþykkti í dag frumvarp meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar sem kveður á um að fyrirtæki sem skiluðu ekki umsóknum um uppsagnarstyrki á réttum tíma geti samt sem áður fengið styrkinn. Lög um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslna á uppsagnarfesti voru samþykkt í vor en þau voru hluti af aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins. Stuðningurinn nemur að hámarki 85 prósentum af launum starfsmanns á uppsagnarfesti og nær til þeirra sem sagt var upp störfum frá 1. maí til 1. október 2020. Fyrirtæki hafa þurft að skila umsókn um greiðsluna mánaðarlega til Skattsins og eigi síðar en 20. hvers mánaðar. Í frumvarpinu sem samþykkt var í dag segir að komið hafi í ljós að tímafresturinn hafi reynst óþarflega knappur og að ábendingar hafi komið fram um að atvinnurekendur hafi ekki náð að skila inn umsóknum í tæka tíð. „Með hliðsjón af markmiði laganna um að tryggja atvinnurekendum sem horfa fram á umfangsmikið tekjutap stuðning vegna faraldurs kórónuveiru og aðgerða sem honum tengjast er lagt til að atvinnurekendum verði veitt ríkara svigrúm við skil á umsóknum,“ segir í frumvarpinu. Lögin hafa afturvirkt gildi og gefst þeim sem uppfylla skilyrði greiðslunnar en náðu af einhverjum sökum ekki að skila inn umsókn innan tímarammans því kostur á að fá afgreiðslu á sinni umsókn. Stór hluti af uppsagnargreiðslum hefur farið til Icelandair.Vísir/Vilhelm Samkvæmt lista Skattsins hafa 312 fyrirtæki fengið greiðslur á uppsagnarfresti og nema þær alls um 9,4 milljörðum króna. Tæpur þriðjungur þess hefur farið til Icelandair, eða tæpir þrír milljarðar króna. Eigi ekki að auðvelda uppsagnir Þingmenn Samfylkingar sátu hjá við atkvæðagreiðslu. Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingar, sagði í umræðu um frumvarpið í dag að flokkurinn hefði greitt atkvæði gegn málinu á sínum tíma og talið að leggja ætti áherslu á að hjálpa fyrirtækjum að viðhalda ráðningarsambandi fremur en að segja fólki upp. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, tók í sama streng og sagði flokkinn hvorki styðja þetta frumvarp né það sem samþykkt var í vor. „Við lítum ekki svo á að það eigi að auðvelda fyrirtækum að segja upp fólki. Sama hvaða stærðar þau eru og sama í hvaða formi það er. Þannig við segjum nei.“ Alþingi Vinnumarkaður Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Alþingi samþykkti í dag frumvarp meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar sem kveður á um að fyrirtæki sem skiluðu ekki umsóknum um uppsagnarstyrki á réttum tíma geti samt sem áður fengið styrkinn. Lög um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslna á uppsagnarfesti voru samþykkt í vor en þau voru hluti af aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins. Stuðningurinn nemur að hámarki 85 prósentum af launum starfsmanns á uppsagnarfesti og nær til þeirra sem sagt var upp störfum frá 1. maí til 1. október 2020. Fyrirtæki hafa þurft að skila umsókn um greiðsluna mánaðarlega til Skattsins og eigi síðar en 20. hvers mánaðar. Í frumvarpinu sem samþykkt var í dag segir að komið hafi í ljós að tímafresturinn hafi reynst óþarflega knappur og að ábendingar hafi komið fram um að atvinnurekendur hafi ekki náð að skila inn umsóknum í tæka tíð. „Með hliðsjón af markmiði laganna um að tryggja atvinnurekendum sem horfa fram á umfangsmikið tekjutap stuðning vegna faraldurs kórónuveiru og aðgerða sem honum tengjast er lagt til að atvinnurekendum verði veitt ríkara svigrúm við skil á umsóknum,“ segir í frumvarpinu. Lögin hafa afturvirkt gildi og gefst þeim sem uppfylla skilyrði greiðslunnar en náðu af einhverjum sökum ekki að skila inn umsókn innan tímarammans því kostur á að fá afgreiðslu á sinni umsókn. Stór hluti af uppsagnargreiðslum hefur farið til Icelandair.Vísir/Vilhelm Samkvæmt lista Skattsins hafa 312 fyrirtæki fengið greiðslur á uppsagnarfresti og nema þær alls um 9,4 milljörðum króna. Tæpur þriðjungur þess hefur farið til Icelandair, eða tæpir þrír milljarðar króna. Eigi ekki að auðvelda uppsagnir Þingmenn Samfylkingar sátu hjá við atkvæðagreiðslu. Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingar, sagði í umræðu um frumvarpið í dag að flokkurinn hefði greitt atkvæði gegn málinu á sínum tíma og talið að leggja ætti áherslu á að hjálpa fyrirtækjum að viðhalda ráðningarsambandi fremur en að segja fólki upp. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, tók í sama streng og sagði flokkinn hvorki styðja þetta frumvarp né það sem samþykkt var í vor. „Við lítum ekki svo á að það eigi að auðvelda fyrirtækum að segja upp fólki. Sama hvaða stærðar þau eru og sama í hvaða formi það er. Þannig við segjum nei.“
Alþingi Vinnumarkaður Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent