Segja fámennt í samtökunum en aðhaldið nauðsynlegt Sindri Sverrisson skrifar 23. október 2020 14:30 Hjörvar Hafliðason og Þorkell Máni Pétursson ræddu ýmislegt í Pepsi Max stúkunni í gærkvöld. stöð 2 sport Formaður Leikmannasamtaka Íslands hefur gagnrýnt stjórn KSÍ fyrir að hafa leikmenn ekki með í ráðum. Sérfræðingar Pepsi Max stúkunnar segja samtökin þurfa að vera sterk en hins vegar séu fáir leikmenn úr efstu deild karla meðlimir. Formaður samtakanna, Arnar Sveinn Geirsson, gagnrýndi KSÍ í vikunni fyrir að taka ákvörðun um framhald Íslandsmótsins án alls samráðs við leikmenn. Hann gagnrýndi KSÍ einnig í sumar þegar sóttvarnareglur sambandsins voru settar án samráðs við leikmenn, en þar er leikmönnum meðal annars uppálagt að halda sig fjarri fjölmenni og forðast það að fara í verslanir og á veitingastaði. Þá líkt og nú talaði Arnar fyrir daufum eyrum. "Við stöndum saman þegar á reynir og látum úrslitin ráðast á vellinum ef mögulegt er." - svona lýkur yfirlýsingu frá stjórn KSÍ varðandi ákvörðun KSÍ um að klára mótin. Hverjir eru þetta sem eru að standa saman? Til hvaða aðila var leitað til þess að komast að þessari niðurstöðu?— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) October 21, 2020 Guðmundur Benediktsson, stjórnandi Pepsi Max stúkunnar, velti fyrir sér styrk samtakanna. Hann fékk þær upplýsingar frá framkvæmdastjóra leikmannasamtakanna, Kristni Björgúlfssyni, að 181 leikmaður úr efstu deild karla væri í samtökunum. Aðeins 0-5 leikmenn úr hverju liði í samtökunum? Tólf félög eru í deildinni og því ættu að meðaltali 15 leikmenn úr hverju félagi að vera í samtökunum. Það rímar engan veginn við upplýsingar Guðmundar og Hjörvars Hafliðasonar úr liðunum: „Nú er ég búinn að tala við meira en helminginn af liðunum, þar sem ég hef fengið upplýsingar um það að það eru 0-5 leikmenn í hverjum leikmannahópi í samtökunum. Mest hef ég fengið fimm leikmenn í einum leikmannahópi sem segja „já, ég er í samtökunum“. Ég skil ekki af hverju þessar tölur fara ekki saman,“ sagði Guðmundur, og bætti við: Arnar Sveinn Geirsson er formaður Leikmannasamtaka Íslands og leikmaður Fylkis. „Ég velti fyrir mér því samtökin eru mjög hávær, eða Arnar Sveinn er alla vega víða og mikið að velta fyrir sér af hverju leikmenn fái ekkert að segja um þetta, en það virðist ekki vera mikill áhugi hjá leikmönnum að vera í samtökunum.“ Arnar gert fína hluti og veitt aðhald Hjörvar tók í sama streng: „Ég tók svipuð símtöl og það eru hreinar línur miðað við þau samtöl að það eru ekki margir leikmenn í þessum samtökum. En ég held að það megi hins vegar ekki gera lítið úr þessum vinkli. Arnar er að gera fína hluti og veita ákveðið aðhald, því ég er alveg sammála Arnari með að þetta er mjög erfitt fyrir leikmenn, og fyrir þjálfara líka.“ Þorkell Máni Pétursson benti á að Arnar Sveinn hefði nú væntanlega ekki tekið það upp alfarið hjá sjálfum sér að setja út á það að mótið héldi áfram, án samráðs við leikmenn: „Arnar Sveinn er klárlega að tala um þessi mál vegna þess að einhverjir hafa samband við hann. Það eru einhverjir leikmenn sem vilja ekki spila eða eru hræddir við það. Við sjáum yfirlýsingar frá liðum úti á landi sem eru beinlínis hrædd við að koma til Reykjavíkur,“ sagði Máni. „Þið megið ekki misskilja mig. Leikmannasamtök eiga að vera til staðar, og vera sterk,“ sagði Guðmundur, og Máni bætti við: „Og auðvitað á að ræða þetta mál við þau líka. Ef þau eru með 181 meðlim þá hefði alltaf verið ástæða til að ræða við þau um hvernig ætti að starta þessu móti.“ Klippa: Pepsi Max stúkan: Umræða um leikmannasamtökin Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti Fleiri fréttir Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Sjá meira
Formaður Leikmannasamtaka Íslands hefur gagnrýnt stjórn KSÍ fyrir að hafa leikmenn ekki með í ráðum. Sérfræðingar Pepsi Max stúkunnar segja samtökin þurfa að vera sterk en hins vegar séu fáir leikmenn úr efstu deild karla meðlimir. Formaður samtakanna, Arnar Sveinn Geirsson, gagnrýndi KSÍ í vikunni fyrir að taka ákvörðun um framhald Íslandsmótsins án alls samráðs við leikmenn. Hann gagnrýndi KSÍ einnig í sumar þegar sóttvarnareglur sambandsins voru settar án samráðs við leikmenn, en þar er leikmönnum meðal annars uppálagt að halda sig fjarri fjölmenni og forðast það að fara í verslanir og á veitingastaði. Þá líkt og nú talaði Arnar fyrir daufum eyrum. "Við stöndum saman þegar á reynir og látum úrslitin ráðast á vellinum ef mögulegt er." - svona lýkur yfirlýsingu frá stjórn KSÍ varðandi ákvörðun KSÍ um að klára mótin. Hverjir eru þetta sem eru að standa saman? Til hvaða aðila var leitað til þess að komast að þessari niðurstöðu?— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) October 21, 2020 Guðmundur Benediktsson, stjórnandi Pepsi Max stúkunnar, velti fyrir sér styrk samtakanna. Hann fékk þær upplýsingar frá framkvæmdastjóra leikmannasamtakanna, Kristni Björgúlfssyni, að 181 leikmaður úr efstu deild karla væri í samtökunum. Aðeins 0-5 leikmenn úr hverju liði í samtökunum? Tólf félög eru í deildinni og því ættu að meðaltali 15 leikmenn úr hverju félagi að vera í samtökunum. Það rímar engan veginn við upplýsingar Guðmundar og Hjörvars Hafliðasonar úr liðunum: „Nú er ég búinn að tala við meira en helminginn af liðunum, þar sem ég hef fengið upplýsingar um það að það eru 0-5 leikmenn í hverjum leikmannahópi í samtökunum. Mest hef ég fengið fimm leikmenn í einum leikmannahópi sem segja „já, ég er í samtökunum“. Ég skil ekki af hverju þessar tölur fara ekki saman,“ sagði Guðmundur, og bætti við: Arnar Sveinn Geirsson er formaður Leikmannasamtaka Íslands og leikmaður Fylkis. „Ég velti fyrir mér því samtökin eru mjög hávær, eða Arnar Sveinn er alla vega víða og mikið að velta fyrir sér af hverju leikmenn fái ekkert að segja um þetta, en það virðist ekki vera mikill áhugi hjá leikmönnum að vera í samtökunum.“ Arnar gert fína hluti og veitt aðhald Hjörvar tók í sama streng: „Ég tók svipuð símtöl og það eru hreinar línur miðað við þau samtöl að það eru ekki margir leikmenn í þessum samtökum. En ég held að það megi hins vegar ekki gera lítið úr þessum vinkli. Arnar er að gera fína hluti og veita ákveðið aðhald, því ég er alveg sammála Arnari með að þetta er mjög erfitt fyrir leikmenn, og fyrir þjálfara líka.“ Þorkell Máni Pétursson benti á að Arnar Sveinn hefði nú væntanlega ekki tekið það upp alfarið hjá sjálfum sér að setja út á það að mótið héldi áfram, án samráðs við leikmenn: „Arnar Sveinn er klárlega að tala um þessi mál vegna þess að einhverjir hafa samband við hann. Það eru einhverjir leikmenn sem vilja ekki spila eða eru hræddir við það. Við sjáum yfirlýsingar frá liðum úti á landi sem eru beinlínis hrædd við að koma til Reykjavíkur,“ sagði Máni. „Þið megið ekki misskilja mig. Leikmannasamtök eiga að vera til staðar, og vera sterk,“ sagði Guðmundur, og Máni bætti við: „Og auðvitað á að ræða þetta mál við þau líka. Ef þau eru með 181 meðlim þá hefði alltaf verið ástæða til að ræða við þau um hvernig ætti að starta þessu móti.“ Klippa: Pepsi Max stúkan: Umræða um leikmannasamtökin
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti Fleiri fréttir Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Sjá meira