Fullorðinssýning með blautum húmor, beru holdi og fullt af töfrabrögðum Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 24. október 2020 17:41 Burlesque dansmærin Maria Callista er ein úr danshópnum Túttúfrúttunum en hópurinn stendur fyrir fyrstu fullorðins-netsýningu Íslands í kvöld. Aðsend mynd Á tímum samkomubanns hefur sviðslistafólk fundið sig knúið til að leita nýrra leiða til að halda sýningar og skemmtanir. Nokkuð hefur borið á því að tónlistarviðburðum hafi verið streymt eða tónlistarþættir sýndir í sjónvarpi. Sýningin Couch Cabaret er rafræn sviðslistasýning sem hægt er að kaupa sér aðgang að á netinu. Óhætt er að segja að þessi tiltekna sýning sé nokkuð óhefðbundin. Sviðslistakonan C. Rouge er önnur úr sviðslistahópnum Túttífrúttunum. Aðsend mynd „Við köllum okkur Túttífrútturnar og höfum verið að sýna saman í eitt og hálft ár. Við erum íslenskur Burlesque hópur og höfum verið að halda reglulegar sýningar einu sinni í mánuði. En auðvitað stoppaði það allt þegar heimsfaraldurinn skall á og höfum við einungis náð að halda eina sýningu í sumar,“ segir sviðslistakonan C. Rouge í viðtali við Makamál. Sýningarnar hafa yfirleitt verið haldnar á skemmtistaðnum Gauknum og tvisvar sinnum í kjallara Hard Rock Café. Fullorðinssýning sem er bönnuð innan 18 ára Sýninguna Couch Cabaret segir C. Rouge vera algjöra fullorðinssýningu og því ekki ætluð börnum yngri en 18 ára. Þetta er sýning þar sem erótík og húmor mætast. Við erum þrjár úr Túttífrúttunum og fáum svo til liðs við okkur þekkt innlent og erlent sviðslistafólk. Sem dæmi þá verður töframaðurinn Lalli með okkur þannig að fólk má búast við blautum húmor, beru holdi og fullt af töfrabrögðum. Einn af gestum sýningarinnar er íslenska dragfígúran Mr Mrs Ramstücklein.Aðsend mynd C.Rouge segir sviðslistafólk og aðra listamenn þurfa að hugsa út fyrir kassann þessa dagana og þess vegna hafi þær ákveðið að reyna að finna lausn til þess að geta sýnt fyrir fólk með tilliti til sóttvarna. „Camen Dea Untamed kom með þá hugmynd að setja upp rafræna sýningu þar sem þátttakendur og áhorfendur þyrftu ekki að vera í návígi. Ég og Silver Foxy stukkum á vagninn með henni og úr varð sýningin Couch Cabaret sem sýnd verður í kvöld.“ Túttífrúttan sem kallar sig Silver Foxy. Aðsend mynd Hvar getur fólk nálgast sýninguna? „Þetta er í raun mjög einfalt og þú þarft ekki að hlaða niður einhverju ákeðnu forriti til að horfa á sýninguna. Þú einfaldlega kaupir þér miða rafrænt, á Tix.is, og svo færðu senda vefslóð. Svo sestu bara í sófann heima hjá þér og horfir á fyrstu íslensku fullorðinssýninguna á netinu.“ Ásamt töfrabrögðum og erótík geta áhorfendur einnig búist við atriði frá súludansmærinni Dexterity frá Akureyri. Aðsend mynd Lalli töframaður verður gestur Túttífrúttanna og mun bjóða upp á blautan húmor og töfrabrögð. Aðsend mynd Dans Menning Tengdar fréttir Fullnæging ekki alltaf nauðsynleg í kynlífi Í síðustu könnun Makamála var spurt um mikilvægi fullnægingar í kynlífi Könnuninni var beint til karla og kvenna og fólk beðið um að svara þeirri könnun sem átti við. 16. október 2020 13:08 „Ég elska konur, ég elska kynsegin fólk, ég elska karla“ „Ég geri mitt besta að sýna allskonar fólk í verkum mínum og mennta mig um baráttur þeirra eins og fötlunarfordóma, fitufordóma, hinseginfordóma og fleira í þeim dúr. Ég vil að þau sem hafa ekki séð sjálf sig í myndlist geti séð sig í mínum verkum.“ Þetta segir Alda Hrannardóttir listakona í viðtali við Makamál. 25. ágúst 2020 20:10 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Ástin og lífið: Helgi Valur og Adanna ástfangin, nýgift og eiga von á barni Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Er samfélagsmiðlanotkun maka vandamál í sambandinu? Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Fullorðinssýning með blautum húmor, beru holdi og fullt af töfrabrögðum Makamál Næturtryllingur: Foreldrar geti upplifað börn sín eins og andsetin Makamál Eftirmálin í eldhúsinu: „Ég játa mig sigraða“ Makamál Þvílík gredda í loftinu og skilnaðarhrina framundan Makamál Fleiri fréttir Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Á tímum samkomubanns hefur sviðslistafólk fundið sig knúið til að leita nýrra leiða til að halda sýningar og skemmtanir. Nokkuð hefur borið á því að tónlistarviðburðum hafi verið streymt eða tónlistarþættir sýndir í sjónvarpi. Sýningin Couch Cabaret er rafræn sviðslistasýning sem hægt er að kaupa sér aðgang að á netinu. Óhætt er að segja að þessi tiltekna sýning sé nokkuð óhefðbundin. Sviðslistakonan C. Rouge er önnur úr sviðslistahópnum Túttífrúttunum. Aðsend mynd „Við köllum okkur Túttífrútturnar og höfum verið að sýna saman í eitt og hálft ár. Við erum íslenskur Burlesque hópur og höfum verið að halda reglulegar sýningar einu sinni í mánuði. En auðvitað stoppaði það allt þegar heimsfaraldurinn skall á og höfum við einungis náð að halda eina sýningu í sumar,“ segir sviðslistakonan C. Rouge í viðtali við Makamál. Sýningarnar hafa yfirleitt verið haldnar á skemmtistaðnum Gauknum og tvisvar sinnum í kjallara Hard Rock Café. Fullorðinssýning sem er bönnuð innan 18 ára Sýninguna Couch Cabaret segir C. Rouge vera algjöra fullorðinssýningu og því ekki ætluð börnum yngri en 18 ára. Þetta er sýning þar sem erótík og húmor mætast. Við erum þrjár úr Túttífrúttunum og fáum svo til liðs við okkur þekkt innlent og erlent sviðslistafólk. Sem dæmi þá verður töframaðurinn Lalli með okkur þannig að fólk má búast við blautum húmor, beru holdi og fullt af töfrabrögðum. Einn af gestum sýningarinnar er íslenska dragfígúran Mr Mrs Ramstücklein.Aðsend mynd C.Rouge segir sviðslistafólk og aðra listamenn þurfa að hugsa út fyrir kassann þessa dagana og þess vegna hafi þær ákveðið að reyna að finna lausn til þess að geta sýnt fyrir fólk með tilliti til sóttvarna. „Camen Dea Untamed kom með þá hugmynd að setja upp rafræna sýningu þar sem þátttakendur og áhorfendur þyrftu ekki að vera í návígi. Ég og Silver Foxy stukkum á vagninn með henni og úr varð sýningin Couch Cabaret sem sýnd verður í kvöld.“ Túttífrúttan sem kallar sig Silver Foxy. Aðsend mynd Hvar getur fólk nálgast sýninguna? „Þetta er í raun mjög einfalt og þú þarft ekki að hlaða niður einhverju ákeðnu forriti til að horfa á sýninguna. Þú einfaldlega kaupir þér miða rafrænt, á Tix.is, og svo færðu senda vefslóð. Svo sestu bara í sófann heima hjá þér og horfir á fyrstu íslensku fullorðinssýninguna á netinu.“ Ásamt töfrabrögðum og erótík geta áhorfendur einnig búist við atriði frá súludansmærinni Dexterity frá Akureyri. Aðsend mynd Lalli töframaður verður gestur Túttífrúttanna og mun bjóða upp á blautan húmor og töfrabrögð. Aðsend mynd
Dans Menning Tengdar fréttir Fullnæging ekki alltaf nauðsynleg í kynlífi Í síðustu könnun Makamála var spurt um mikilvægi fullnægingar í kynlífi Könnuninni var beint til karla og kvenna og fólk beðið um að svara þeirri könnun sem átti við. 16. október 2020 13:08 „Ég elska konur, ég elska kynsegin fólk, ég elska karla“ „Ég geri mitt besta að sýna allskonar fólk í verkum mínum og mennta mig um baráttur þeirra eins og fötlunarfordóma, fitufordóma, hinseginfordóma og fleira í þeim dúr. Ég vil að þau sem hafa ekki séð sjálf sig í myndlist geti séð sig í mínum verkum.“ Þetta segir Alda Hrannardóttir listakona í viðtali við Makamál. 25. ágúst 2020 20:10 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Ástin og lífið: Helgi Valur og Adanna ástfangin, nýgift og eiga von á barni Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Er samfélagsmiðlanotkun maka vandamál í sambandinu? Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Fullorðinssýning með blautum húmor, beru holdi og fullt af töfrabrögðum Makamál Næturtryllingur: Foreldrar geti upplifað börn sín eins og andsetin Makamál Eftirmálin í eldhúsinu: „Ég játa mig sigraða“ Makamál Þvílík gredda í loftinu og skilnaðarhrina framundan Makamál Fleiri fréttir Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Fullnæging ekki alltaf nauðsynleg í kynlífi Í síðustu könnun Makamála var spurt um mikilvægi fullnægingar í kynlífi Könnuninni var beint til karla og kvenna og fólk beðið um að svara þeirri könnun sem átti við. 16. október 2020 13:08
„Ég elska konur, ég elska kynsegin fólk, ég elska karla“ „Ég geri mitt besta að sýna allskonar fólk í verkum mínum og mennta mig um baráttur þeirra eins og fötlunarfordóma, fitufordóma, hinseginfordóma og fleira í þeim dúr. Ég vil að þau sem hafa ekki séð sjálf sig í myndlist geti séð sig í mínum verkum.“ Þetta segir Alda Hrannardóttir listakona í viðtali við Makamál. 25. ágúst 2020 20:10