„Við munum ekki ná stjórn á faraldrinum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. október 2020 08:31 Mark Meadows, starfsmannastjóri Hvíta hússins, sést hér ræða við Donald Trump, Bandaríkjaforseta. Getty/Win McNamee Það má segja að starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mark Meadows, hafi verið óvenju hreinskilinn í viðtali við CNN í gær um áætlanir bandarískra yfirvalda í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Meadows sagði að stjórnvöld muni ekki ná stjórn á faraldrinum heldur ætli þau að stjórna því að það fáist bóluefni við veirunni, lyf og önnur úrræði. Þessi yfirlýsing Meadows kom á sama tíma og faraldurinn er á uppleið í mörgum ríkjum Bandaríkjanna auk þess sem að minnsta kosti fimm starfsmenn og ráðgjafar Mike Pence, varaforseta, hafa greinst með veiruna. Að því er segir í umfjöllun The Washington Post þá grafa bæði smitin í kringum Pence sem og yfirlýsing Meadows á CNN undan þeirri röksemdafærslu Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, að það sé að takast að snúa baráttunni við kórónuveiruna til betri vegar í Bandaríkjunum. „Við munum ekki ná stjórn á faraldrinum. Við náum stjórn á þeim staðreyndum að við munum fá bóluefni, lyf og fara í aðrar mótvægisaðgerðir,“ sagði Meadows í viðtalinu á CNN í gær. watch on YouTube Þegar Meadows var spurður í framhaldinu hvers vegna það myndi ekki nást stjórn á faraldrinum sagði hann það vegna þess að um væri að ræða smitandi veiru, alveg eins og flensuna. Hann var þá spurður hvers vegna ekki væri ráðist í aðgerðir til að hefta faraldurinn sagði Meadows að það væri verið að gera það. Hann vék sér síðan ítrekað undan spurningum um ábyrgð Trumps og ríkisstjórnar hans við að hefta útbreiðslu veirunnar, að því er fram kemur í frétt Guardian um málið. Meadows hafi ekki mismælt sig Demókratinn Joe Biden, mótframbjóðandi Trumps í forsetakosningunum eftir rúma viku, greip orð Meadows á lofti. Hann sagði að það hefðu ekki verið mismæli hjá Meadows að ekki ætti að ná stjórn á faraldrinum. „Þetta var hreinskilin viðurkenning á stefnu Trumps frá upphafi þessarar krísu: að veifa hvítum fána í uppgjöf og vona að með því að hundsa hann þá myndi veiran hverfa. Það hefur ekki gerst og mun ekki gerast,“ sagði Biden í yfirlýsingu í gær. Þrátt fyrir smit í starfsliði sínu hyggst Pence, varaforseti, ekki fara í sóttkví og gera þannig hlé á kosningabaráttu sinni. Þrír hinna smituðu eru allir nánir samstarfsmenn varaforsetans; Marc Short, starfsmannastjóri hans, Marty Obst, pólitískur ráðgjafi Pence, og Zach Bauer, persónulegur aðstoðarmaður hans. Gróf vanræksla að halda áfram kosningabaráttunni Síðustu daga hefur Pence verið í nánu samneyti við Short en að sögn Devins O‘Malley, talsmanns varaforsetans, fóru varaforsetahjónin bæði í sýnatöku á laugardag og sunnudag og greindust neikvæð. Þá væru þau við góða heilsu. O‘Malley sagði að ákveðið hefði verið „í samráði við læknalið Hvíta hússins“ og í samræmi við leiðbeiningar Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) um nauðsynlega starfsmenn að halda kosningabaráttunni áfram. Leiðbeiningar CDC um nauðsynlega starfsmenn, sem Pence er, kveða á um að þeir sem hafa verið útsettir fyrir smiti skuli fylgjast grannt með einkennum og nota grímu í kringum annað fólk. Smitsjúkdómasérfræðingur sem AP-fréttastofan ræddi við furðaði sig á að Pence ætli að halda áfram kosningabaráttu og ferðalögum. Það væri „gróf vanræksla“. „Þetta er bara móðgun við alla þá sem hafa unnið að lýðheilsu og heilbrigðisaðgerðum. Mér finnst það líka virkilega skaðlegt og virðingarleysi fyrir fólki sem fer á kosningafundina,“ sagði Saskia Popescu frá George Mason-háskóla sem telur að Pence ætti að halda sig heima í fjórtán daga. Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Innlent Fleiri fréttir Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Sjá meira
Það má segja að starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mark Meadows, hafi verið óvenju hreinskilinn í viðtali við CNN í gær um áætlanir bandarískra yfirvalda í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Meadows sagði að stjórnvöld muni ekki ná stjórn á faraldrinum heldur ætli þau að stjórna því að það fáist bóluefni við veirunni, lyf og önnur úrræði. Þessi yfirlýsing Meadows kom á sama tíma og faraldurinn er á uppleið í mörgum ríkjum Bandaríkjanna auk þess sem að minnsta kosti fimm starfsmenn og ráðgjafar Mike Pence, varaforseta, hafa greinst með veiruna. Að því er segir í umfjöllun The Washington Post þá grafa bæði smitin í kringum Pence sem og yfirlýsing Meadows á CNN undan þeirri röksemdafærslu Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, að það sé að takast að snúa baráttunni við kórónuveiruna til betri vegar í Bandaríkjunum. „Við munum ekki ná stjórn á faraldrinum. Við náum stjórn á þeim staðreyndum að við munum fá bóluefni, lyf og fara í aðrar mótvægisaðgerðir,“ sagði Meadows í viðtalinu á CNN í gær. watch on YouTube Þegar Meadows var spurður í framhaldinu hvers vegna það myndi ekki nást stjórn á faraldrinum sagði hann það vegna þess að um væri að ræða smitandi veiru, alveg eins og flensuna. Hann var þá spurður hvers vegna ekki væri ráðist í aðgerðir til að hefta faraldurinn sagði Meadows að það væri verið að gera það. Hann vék sér síðan ítrekað undan spurningum um ábyrgð Trumps og ríkisstjórnar hans við að hefta útbreiðslu veirunnar, að því er fram kemur í frétt Guardian um málið. Meadows hafi ekki mismælt sig Demókratinn Joe Biden, mótframbjóðandi Trumps í forsetakosningunum eftir rúma viku, greip orð Meadows á lofti. Hann sagði að það hefðu ekki verið mismæli hjá Meadows að ekki ætti að ná stjórn á faraldrinum. „Þetta var hreinskilin viðurkenning á stefnu Trumps frá upphafi þessarar krísu: að veifa hvítum fána í uppgjöf og vona að með því að hundsa hann þá myndi veiran hverfa. Það hefur ekki gerst og mun ekki gerast,“ sagði Biden í yfirlýsingu í gær. Þrátt fyrir smit í starfsliði sínu hyggst Pence, varaforseti, ekki fara í sóttkví og gera þannig hlé á kosningabaráttu sinni. Þrír hinna smituðu eru allir nánir samstarfsmenn varaforsetans; Marc Short, starfsmannastjóri hans, Marty Obst, pólitískur ráðgjafi Pence, og Zach Bauer, persónulegur aðstoðarmaður hans. Gróf vanræksla að halda áfram kosningabaráttunni Síðustu daga hefur Pence verið í nánu samneyti við Short en að sögn Devins O‘Malley, talsmanns varaforsetans, fóru varaforsetahjónin bæði í sýnatöku á laugardag og sunnudag og greindust neikvæð. Þá væru þau við góða heilsu. O‘Malley sagði að ákveðið hefði verið „í samráði við læknalið Hvíta hússins“ og í samræmi við leiðbeiningar Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) um nauðsynlega starfsmenn að halda kosningabaráttunni áfram. Leiðbeiningar CDC um nauðsynlega starfsmenn, sem Pence er, kveða á um að þeir sem hafa verið útsettir fyrir smiti skuli fylgjast grannt með einkennum og nota grímu í kringum annað fólk. Smitsjúkdómasérfræðingur sem AP-fréttastofan ræddi við furðaði sig á að Pence ætli að halda áfram kosningabaráttu og ferðalögum. Það væri „gróf vanræksla“. „Þetta er bara móðgun við alla þá sem hafa unnið að lýðheilsu og heilbrigðisaðgerðum. Mér finnst það líka virkilega skaðlegt og virðingarleysi fyrir fólki sem fer á kosningafundina,“ sagði Saskia Popescu frá George Mason-háskóla sem telur að Pence ætti að halda sig heima í fjórtán daga.
Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Innlent Fleiri fréttir Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Sjá meira