Staðfesta riðutilfelli á bæjunum þremur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. október 2020 17:50 Búið er að staðfesta riðu í sauðfé á fjórum bæjum í Skagafirði. Vísir/Tryggvi Matvælastofnun hefur staðfest að riða hefur greinst í sauðfé á þeim þremur bæjum í Skagafirði þar sem sterkur grunur lék á riðusmiti. Um tvö þúsund sýni hafa verið tekin að undanförnu í Tröllaskagahólfi vegna riðusmitsins. Í tilkynningu á vef Matvælastofnunar segir að búið sé að staðfesta riðu á bæjunum Grænumýri og Syðri-Hofdölum í Blönduhlíð, og Hofi í Hjaltadal. Sauðféð sem riðan greindist í kom frá Stóru-Ökrum þar sem riða var staðfest í síðustu viku. Talið er að skera þurfi niður hátt í þriðja þúsund gripa vegna riðutilfellana sem greinst hafa en endanleg ákvörðum um niðurskurð liggur ekki fyrir. Riðutilfellin eru mikið áfall fyrir bændur í sveitinni, líkt og fram hefur komið. Starfsmenn Matvælastofnunar hafa unnið hörðum höndum að því undanfarna daga að kortleggja flutninga sauðfjár til og frá bæjum innan hólfsins til þess að leggja mat á mögulega útbreiðslu smitsins. Þannig hafa verið tekin tæp tvö þúsund sýni úr sauðfé innan hólfsins frá því að grunur kom fyrst upp um riðusmit. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra gerði á ríkisstjórnarfundi í morgun grein fyrir stöðunni sem upp er komin í Skagafirði vegna staðfestrar riðuveiki í Tröllaskagahólfi. Riðuveiki greindist 22. október á bænum Stóru- Ökrum 1 og Matvælastofnun hefur undanfarna daga kortlagt frekari útbreiðslu veikinnar. Ríkið mun greiða bændum, sem skera þurfa niður fé sitt vegna riðuveiki í Skagafirði, bætur og kostnað vegna riðunnar. Þetta kom fram í tilkynningu frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu í dag. Riða í Skagafirði Landbúnaður Akrahreppur Skagafjörður Tengdar fréttir Fleiri sýni tekin í Tröllaskagahólfi en ekki grunur um smit á fleiri bæjum Enn er óvíst hvort grunur sem vaknaði um riðusmit á fleiri bæjum í Tröllaskagahólfi hafi reynst á rökum reistur. 26. október 2020 12:05 „Alltaf hægt að halda í vonina en ég held að hún sé engin“ Bóndinn á Grænumýri í Skagafirði þar sem sterkur grunur leikur á riðusmiti hefur enga von um að endanleg niðurstaða sýnatöku leiði annað í ljós. 24. október 2020 16:23 „Þetta er harmleikur“ Bóndi á bænum Grænumýri á Tröllaskaga, sem sér fram á að þurfa að farga hátt í 1100 fjár vegna riðu sem greindist í hrúti á bænum, segir það harmleik. Samfélagið sé lamað eftir þennan mikla skell. 23. október 2020 20:01 Stefnir í að fella þurfi þrjú þúsund fjár Sterkur grunur er um riðusmit á þremur bæjum á Tröllaskaga til viðbótar við Stóru Akra 1 þar sem smit varð staðfest í vikunni. Alls er um að ræða tæplega þrjú þúsundur kindur og lömb. 23. október 2020 16:15 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Sjá meira
Matvælastofnun hefur staðfest að riða hefur greinst í sauðfé á þeim þremur bæjum í Skagafirði þar sem sterkur grunur lék á riðusmiti. Um tvö þúsund sýni hafa verið tekin að undanförnu í Tröllaskagahólfi vegna riðusmitsins. Í tilkynningu á vef Matvælastofnunar segir að búið sé að staðfesta riðu á bæjunum Grænumýri og Syðri-Hofdölum í Blönduhlíð, og Hofi í Hjaltadal. Sauðféð sem riðan greindist í kom frá Stóru-Ökrum þar sem riða var staðfest í síðustu viku. Talið er að skera þurfi niður hátt í þriðja þúsund gripa vegna riðutilfellana sem greinst hafa en endanleg ákvörðum um niðurskurð liggur ekki fyrir. Riðutilfellin eru mikið áfall fyrir bændur í sveitinni, líkt og fram hefur komið. Starfsmenn Matvælastofnunar hafa unnið hörðum höndum að því undanfarna daga að kortleggja flutninga sauðfjár til og frá bæjum innan hólfsins til þess að leggja mat á mögulega útbreiðslu smitsins. Þannig hafa verið tekin tæp tvö þúsund sýni úr sauðfé innan hólfsins frá því að grunur kom fyrst upp um riðusmit. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra gerði á ríkisstjórnarfundi í morgun grein fyrir stöðunni sem upp er komin í Skagafirði vegna staðfestrar riðuveiki í Tröllaskagahólfi. Riðuveiki greindist 22. október á bænum Stóru- Ökrum 1 og Matvælastofnun hefur undanfarna daga kortlagt frekari útbreiðslu veikinnar. Ríkið mun greiða bændum, sem skera þurfa niður fé sitt vegna riðuveiki í Skagafirði, bætur og kostnað vegna riðunnar. Þetta kom fram í tilkynningu frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu í dag.
Riða í Skagafirði Landbúnaður Akrahreppur Skagafjörður Tengdar fréttir Fleiri sýni tekin í Tröllaskagahólfi en ekki grunur um smit á fleiri bæjum Enn er óvíst hvort grunur sem vaknaði um riðusmit á fleiri bæjum í Tröllaskagahólfi hafi reynst á rökum reistur. 26. október 2020 12:05 „Alltaf hægt að halda í vonina en ég held að hún sé engin“ Bóndinn á Grænumýri í Skagafirði þar sem sterkur grunur leikur á riðusmiti hefur enga von um að endanleg niðurstaða sýnatöku leiði annað í ljós. 24. október 2020 16:23 „Þetta er harmleikur“ Bóndi á bænum Grænumýri á Tröllaskaga, sem sér fram á að þurfa að farga hátt í 1100 fjár vegna riðu sem greindist í hrúti á bænum, segir það harmleik. Samfélagið sé lamað eftir þennan mikla skell. 23. október 2020 20:01 Stefnir í að fella þurfi þrjú þúsund fjár Sterkur grunur er um riðusmit á þremur bæjum á Tröllaskaga til viðbótar við Stóru Akra 1 þar sem smit varð staðfest í vikunni. Alls er um að ræða tæplega þrjú þúsundur kindur og lömb. 23. október 2020 16:15 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Sjá meira
Fleiri sýni tekin í Tröllaskagahólfi en ekki grunur um smit á fleiri bæjum Enn er óvíst hvort grunur sem vaknaði um riðusmit á fleiri bæjum í Tröllaskagahólfi hafi reynst á rökum reistur. 26. október 2020 12:05
„Alltaf hægt að halda í vonina en ég held að hún sé engin“ Bóndinn á Grænumýri í Skagafirði þar sem sterkur grunur leikur á riðusmiti hefur enga von um að endanleg niðurstaða sýnatöku leiði annað í ljós. 24. október 2020 16:23
„Þetta er harmleikur“ Bóndi á bænum Grænumýri á Tröllaskaga, sem sér fram á að þurfa að farga hátt í 1100 fjár vegna riðu sem greindist í hrúti á bænum, segir það harmleik. Samfélagið sé lamað eftir þennan mikla skell. 23. október 2020 20:01
Stefnir í að fella þurfi þrjú þúsund fjár Sterkur grunur er um riðusmit á þremur bæjum á Tröllaskaga til viðbótar við Stóru Akra 1 þar sem smit varð staðfest í vikunni. Alls er um að ræða tæplega þrjú þúsundur kindur og lömb. 23. október 2020 16:15