Gæti tekið tíu til tólf vikur að farga sauðfénu sem þarf að skera niður Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. október 2020 21:43 Riða hefur greinst á fjórum bæjum í Akrahreppi. Vísir/Vilhelm Umhverfisstofnun hefur lagt það til við Matvælastofnun að hún óski eftir nánari framkvæmdaáætlun frá Kölku Sorpeyðingarstöð um brennslu þess sauðfés sem skera þarf niður í Skagafirði vegna riðusmits sem þar er komið upp. Kalka telur sig geta tekið á móti hræjunum, en í nokkrum áföngum. Búast má við að hægt væri að farga hræjunum á tíu til tólf vikum, fari þau í brennslu. Skera þarf niður um 2.400 fjár eftir að riðusmit var staðfest á fjórum bæum í Skagafirði. Héraðsdýralæknirinn á svæðinu hefur sagt að eitt helsta vandamálið í tengslum við riðusmitið sé það hvernig eigi að farga hræjunum á öruggan hátt, til þess að koma í veg fyrir smit í framtíðinni. Talið var ólíklegt að Kalka, sem starfrækir sorpbrennslu, gæti tekið við hræjunum sökum þess hversu mikið magn er um að ræða. Matvælastofnun óskaði eftir leiðsögn frá Umhverfisstofnun um hvað væri hægt að gera í málinu og nefndi í erindi sínu þangað hvort unnt væri að urða hræin á urðunarstað Norðurár í Stekkjarvík. Í svari Umhverfisstofnunar við fyrirspurn Matvælastofnunar, sem fréttastofa hefur undir höndum, virðist Umhverfisstofnun frekar á því að stefnt verði að því hræin verði brennd. Þannig hafi stofnunin upplýsingar um það frá Kölku að sorpeyðingarstöðin telji sig mögulega hafa tök á því að taka á móti úrganginum til vinnslu, en þó í nokkrum áföngum. Miðað við vinnsluhraða Kölku geti förgunin hins vegar tekið tíu til tólf vikur. „Umhverfisstofnun leggur til við Matvælastofnun að óskað verði eftir nánari framkvæmdaáætlun frá Kölku Sorpeyðingastöð sf. um brennslu úrgangsins og möguleika á að geyma þann úrgang sem bíði brennslu með öruggum hætti á lóð fyrirtækisins til þess að unnt sé leggja endanlegt mat á þennan förgunarmöguleika. Umhverfisstofnun leggur jafnframt til að í kjölfarið verði unnin tímasett áætlun um niðurskurð fjár og förgun sóttmengaðs úrgangs frá umræddum búum. Mikilvægt er að slík áætlun sé í samræmi við framkvæmdaráætlun Kölku Sorpeyðingastöðvar sf,“ segir í svari Umhverfisstofnunar. Riða í Skagafirði Umhverfismál Dýr Dýraheilbrigði Akrahreppur Skagafjörður Tengdar fréttir Fleiri sýni tekin í Tröllaskagahólfi en ekki grunur um smit á fleiri bæjum Enn er óvíst hvort grunur sem vaknaði um riðusmit á fleiri bæjum í Tröllaskagahólfi hafi reynst á rökum reistur. 26. október 2020 12:05 „Þetta er harmleikur“ Bóndi á bænum Grænumýri á Tröllaskaga, sem sér fram á að þurfa að farga hátt í 1100 fjár vegna riðu sem greindist í hrúti á bænum, segir það harmleik. Samfélagið sé lamað eftir þennan mikla skell. 23. október 2020 20:01 Staðfesta riðutilfelli á bæjunum þremur Matvælastofnun hefur staðfest að riða hefur greinst í sauðfé á þeim þremur bæjum í Skagafirði þar sem sterkur grunur lék á riðusmiti. 27. október 2020 17:50 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Sjá meira
Umhverfisstofnun hefur lagt það til við Matvælastofnun að hún óski eftir nánari framkvæmdaáætlun frá Kölku Sorpeyðingarstöð um brennslu þess sauðfés sem skera þarf niður í Skagafirði vegna riðusmits sem þar er komið upp. Kalka telur sig geta tekið á móti hræjunum, en í nokkrum áföngum. Búast má við að hægt væri að farga hræjunum á tíu til tólf vikum, fari þau í brennslu. Skera þarf niður um 2.400 fjár eftir að riðusmit var staðfest á fjórum bæum í Skagafirði. Héraðsdýralæknirinn á svæðinu hefur sagt að eitt helsta vandamálið í tengslum við riðusmitið sé það hvernig eigi að farga hræjunum á öruggan hátt, til þess að koma í veg fyrir smit í framtíðinni. Talið var ólíklegt að Kalka, sem starfrækir sorpbrennslu, gæti tekið við hræjunum sökum þess hversu mikið magn er um að ræða. Matvælastofnun óskaði eftir leiðsögn frá Umhverfisstofnun um hvað væri hægt að gera í málinu og nefndi í erindi sínu þangað hvort unnt væri að urða hræin á urðunarstað Norðurár í Stekkjarvík. Í svari Umhverfisstofnunar við fyrirspurn Matvælastofnunar, sem fréttastofa hefur undir höndum, virðist Umhverfisstofnun frekar á því að stefnt verði að því hræin verði brennd. Þannig hafi stofnunin upplýsingar um það frá Kölku að sorpeyðingarstöðin telji sig mögulega hafa tök á því að taka á móti úrganginum til vinnslu, en þó í nokkrum áföngum. Miðað við vinnsluhraða Kölku geti förgunin hins vegar tekið tíu til tólf vikur. „Umhverfisstofnun leggur til við Matvælastofnun að óskað verði eftir nánari framkvæmdaáætlun frá Kölku Sorpeyðingastöð sf. um brennslu úrgangsins og möguleika á að geyma þann úrgang sem bíði brennslu með öruggum hætti á lóð fyrirtækisins til þess að unnt sé leggja endanlegt mat á þennan förgunarmöguleika. Umhverfisstofnun leggur jafnframt til að í kjölfarið verði unnin tímasett áætlun um niðurskurð fjár og förgun sóttmengaðs úrgangs frá umræddum búum. Mikilvægt er að slík áætlun sé í samræmi við framkvæmdaráætlun Kölku Sorpeyðingastöðvar sf,“ segir í svari Umhverfisstofnunar.
Riða í Skagafirði Umhverfismál Dýr Dýraheilbrigði Akrahreppur Skagafjörður Tengdar fréttir Fleiri sýni tekin í Tröllaskagahólfi en ekki grunur um smit á fleiri bæjum Enn er óvíst hvort grunur sem vaknaði um riðusmit á fleiri bæjum í Tröllaskagahólfi hafi reynst á rökum reistur. 26. október 2020 12:05 „Þetta er harmleikur“ Bóndi á bænum Grænumýri á Tröllaskaga, sem sér fram á að þurfa að farga hátt í 1100 fjár vegna riðu sem greindist í hrúti á bænum, segir það harmleik. Samfélagið sé lamað eftir þennan mikla skell. 23. október 2020 20:01 Staðfesta riðutilfelli á bæjunum þremur Matvælastofnun hefur staðfest að riða hefur greinst í sauðfé á þeim þremur bæjum í Skagafirði þar sem sterkur grunur lék á riðusmiti. 27. október 2020 17:50 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Sjá meira
Fleiri sýni tekin í Tröllaskagahólfi en ekki grunur um smit á fleiri bæjum Enn er óvíst hvort grunur sem vaknaði um riðusmit á fleiri bæjum í Tröllaskagahólfi hafi reynst á rökum reistur. 26. október 2020 12:05
„Þetta er harmleikur“ Bóndi á bænum Grænumýri á Tröllaskaga, sem sér fram á að þurfa að farga hátt í 1100 fjár vegna riðu sem greindist í hrúti á bænum, segir það harmleik. Samfélagið sé lamað eftir þennan mikla skell. 23. október 2020 20:01
Staðfesta riðutilfelli á bæjunum þremur Matvælastofnun hefur staðfest að riða hefur greinst í sauðfé á þeim þremur bæjum í Skagafirði þar sem sterkur grunur lék á riðusmiti. 27. október 2020 17:50