Tekjur af Thule-herstöðinni færast á ný til Grænlendinga Kristján Már Unnarsson skrifar 28. október 2020 23:19 Frá Thule-herstöðinni á Grænlandi. Hún er nyrsta bækistöð Bandaríkjahers. U.S. Air Force/David Buchanan Grænlendingar endurheimta margra milljarða verk- og þjónustusamninga við Thule-herstöðina á norðvestur Grænlandi, samkvæmt samningi sem Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, og Carla Sands, sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku, undirrituðu á fjarfundi í dag. Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur, Steen Lynge, utanríkisráðherra Grænlands, og Robert O'Brien, þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins, tóku einnig þátt í þríhliða viðræðum landanna, að því er fram kemur í fréttatilkynningu landsstjórnar Grænlands. Þar með er bundinn endi á sex ára deilur, sem hófust árið 2014 þegar Bandaríkjamenn ákváðu að fela bandarískum verktökum að annast margvísleg verkefni við Thule-herstöðina, eða Pituffik, eins og staðurinn nefnist á grænlensku. Við það urðu Grænlendingar af miklum tekjum af verkefnum, sem dansk-grænlenska félagið Greenland Contractors hafði áður sinnt, eins og framkvæmdum af ýmsu tagi, viðhaldi mannvirkja og rekstri mötuneyta í herstöðinni. Thule-herstöðin. Myndin er tekin síðsumars, í lok ágústmánaðar 2016. Getty/Whitney Shefte Ólíkt þeirri feimnisumræðu, sem gjarnan var í kringum fjárhagslegan ávinning Íslendinga af veru bandaríska hersins hérlendis, er Kim Kielsen ekkert að leyna því hvert markmið grænlensku stjórnarinnar er með samningnum; „að fá raunverulegan, áþreifanlegan ávinning af veru Bandaríkjamanna,“ eins og hann segir í yfirlýsingu í dag. Í grænlenska fréttamiðlinum Sermitsiaq kemur fram að þjónustusamningarnir hafi skilað 200 milljónum danskra króna í tekjur á ári, eða sem nemur 4,5 milljörðum íslenskra króna. Í ljósi þess að íbúafjöldi Grænlands er um einn sjötti af íbúafjölda Íslands má meta þetta ígildi 27 milljarða króna árlegra tekna fyrir íslenskt samfélag. Carla Sands sendiherra og Kim Kielsen forsætisráðherra skoða kort af norðurslóðum á fundi í bandaríska sendiherrabústaðnum í Kaupmannahöfn sumarið 2019.Sendiráð Bandaríkjanna í Danmörku Utanríkisráðherra Grænlendinga, Steen Lynge, segir þetta grundvallarmál fyrir Grænland, sem leggi Bandaríkjunum til land undir bækistöð. Grænlendingar séu stoltir af því lykilhlutverki sem Thule-stöðin og Grænland gegni í öryggis- og varnarmálum Bandaríkjanna, og um leið fyrir Grænland og Norður-Atlantshafið. Nýr samningur stuðli að því að þjónustusamningar í Thule-stöðinni gagnist grænlenskum fyrirtækjum í framtíðinni. Markmiðið sé að Grænland hafi sem mestan hag af veru Bandaríkjamanna, svo sem með þjálfun starfsfólks, atvinnutækifærum og skatttekjum, segir grænlenski ráðherrann. Heimsathygli vakti sumarið 2019 þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir að hann vildi kaupa Grænland. Svona svaraði Kim Kielsen ósk Trumps: Hér má heyra hvað Donald Trump sagði um Grænlandskaupin: Grænland Norðurslóðir NATO Danmörk Bandaríkin Varnarmál Tengdar fréttir Segir stuðning við Grænlendinga svar við ásælni Rússa og Kínverja Efnahagsaðstoð Bandaríkjastjórnar við Grænlendinga er svar við aukinni ásælni bæði Rússa og Kínverja á norðurslóðum. Þetta má sjá í grein bandaríska sendiherrans í Danmörku. 24. apríl 2020 13:21 Fjárstuðningur Bandaríkjastjórnar við Grænlendinga veldur uppnámi Landsstjórn Grænlands tilkynnti í dag að hún hefði ákveðið að þiggja boð Bandaríkjastjórnar um 12,1 milljón dollara efnahagsstuðning, andvirði 1,8 milljarða króna íslenskra, til ýmissa borgaralegra verkefna á Grænlandi. 23. apríl 2020 20:56 Ameríski ræðismaðurinn verður í höfuðstöðvum danska hersins Bandaríska ræðismannsskrifstofan á Grænlandi verður staðsett í höfuðstöðvum danska hersins í Nuuk. Skrifstofan verður opnuð á þessu ári en nánari tímasetning hefur ekki verið tilkynnt. 26. apríl 2020 08:32 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Fleiri fréttir Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Sjá meira
Grænlendingar endurheimta margra milljarða verk- og þjónustusamninga við Thule-herstöðina á norðvestur Grænlandi, samkvæmt samningi sem Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, og Carla Sands, sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku, undirrituðu á fjarfundi í dag. Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur, Steen Lynge, utanríkisráðherra Grænlands, og Robert O'Brien, þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins, tóku einnig þátt í þríhliða viðræðum landanna, að því er fram kemur í fréttatilkynningu landsstjórnar Grænlands. Þar með er bundinn endi á sex ára deilur, sem hófust árið 2014 þegar Bandaríkjamenn ákváðu að fela bandarískum verktökum að annast margvísleg verkefni við Thule-herstöðina, eða Pituffik, eins og staðurinn nefnist á grænlensku. Við það urðu Grænlendingar af miklum tekjum af verkefnum, sem dansk-grænlenska félagið Greenland Contractors hafði áður sinnt, eins og framkvæmdum af ýmsu tagi, viðhaldi mannvirkja og rekstri mötuneyta í herstöðinni. Thule-herstöðin. Myndin er tekin síðsumars, í lok ágústmánaðar 2016. Getty/Whitney Shefte Ólíkt þeirri feimnisumræðu, sem gjarnan var í kringum fjárhagslegan ávinning Íslendinga af veru bandaríska hersins hérlendis, er Kim Kielsen ekkert að leyna því hvert markmið grænlensku stjórnarinnar er með samningnum; „að fá raunverulegan, áþreifanlegan ávinning af veru Bandaríkjamanna,“ eins og hann segir í yfirlýsingu í dag. Í grænlenska fréttamiðlinum Sermitsiaq kemur fram að þjónustusamningarnir hafi skilað 200 milljónum danskra króna í tekjur á ári, eða sem nemur 4,5 milljörðum íslenskra króna. Í ljósi þess að íbúafjöldi Grænlands er um einn sjötti af íbúafjölda Íslands má meta þetta ígildi 27 milljarða króna árlegra tekna fyrir íslenskt samfélag. Carla Sands sendiherra og Kim Kielsen forsætisráðherra skoða kort af norðurslóðum á fundi í bandaríska sendiherrabústaðnum í Kaupmannahöfn sumarið 2019.Sendiráð Bandaríkjanna í Danmörku Utanríkisráðherra Grænlendinga, Steen Lynge, segir þetta grundvallarmál fyrir Grænland, sem leggi Bandaríkjunum til land undir bækistöð. Grænlendingar séu stoltir af því lykilhlutverki sem Thule-stöðin og Grænland gegni í öryggis- og varnarmálum Bandaríkjanna, og um leið fyrir Grænland og Norður-Atlantshafið. Nýr samningur stuðli að því að þjónustusamningar í Thule-stöðinni gagnist grænlenskum fyrirtækjum í framtíðinni. Markmiðið sé að Grænland hafi sem mestan hag af veru Bandaríkjamanna, svo sem með þjálfun starfsfólks, atvinnutækifærum og skatttekjum, segir grænlenski ráðherrann. Heimsathygli vakti sumarið 2019 þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir að hann vildi kaupa Grænland. Svona svaraði Kim Kielsen ósk Trumps: Hér má heyra hvað Donald Trump sagði um Grænlandskaupin:
Grænland Norðurslóðir NATO Danmörk Bandaríkin Varnarmál Tengdar fréttir Segir stuðning við Grænlendinga svar við ásælni Rússa og Kínverja Efnahagsaðstoð Bandaríkjastjórnar við Grænlendinga er svar við aukinni ásælni bæði Rússa og Kínverja á norðurslóðum. Þetta má sjá í grein bandaríska sendiherrans í Danmörku. 24. apríl 2020 13:21 Fjárstuðningur Bandaríkjastjórnar við Grænlendinga veldur uppnámi Landsstjórn Grænlands tilkynnti í dag að hún hefði ákveðið að þiggja boð Bandaríkjastjórnar um 12,1 milljón dollara efnahagsstuðning, andvirði 1,8 milljarða króna íslenskra, til ýmissa borgaralegra verkefna á Grænlandi. 23. apríl 2020 20:56 Ameríski ræðismaðurinn verður í höfuðstöðvum danska hersins Bandaríska ræðismannsskrifstofan á Grænlandi verður staðsett í höfuðstöðvum danska hersins í Nuuk. Skrifstofan verður opnuð á þessu ári en nánari tímasetning hefur ekki verið tilkynnt. 26. apríl 2020 08:32 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Fleiri fréttir Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Sjá meira
Segir stuðning við Grænlendinga svar við ásælni Rússa og Kínverja Efnahagsaðstoð Bandaríkjastjórnar við Grænlendinga er svar við aukinni ásælni bæði Rússa og Kínverja á norðurslóðum. Þetta má sjá í grein bandaríska sendiherrans í Danmörku. 24. apríl 2020 13:21
Fjárstuðningur Bandaríkjastjórnar við Grænlendinga veldur uppnámi Landsstjórn Grænlands tilkynnti í dag að hún hefði ákveðið að þiggja boð Bandaríkjastjórnar um 12,1 milljón dollara efnahagsstuðning, andvirði 1,8 milljarða króna íslenskra, til ýmissa borgaralegra verkefna á Grænlandi. 23. apríl 2020 20:56
Ameríski ræðismaðurinn verður í höfuðstöðvum danska hersins Bandaríska ræðismannsskrifstofan á Grænlandi verður staðsett í höfuðstöðvum danska hersins í Nuuk. Skrifstofan verður opnuð á þessu ári en nánari tímasetning hefur ekki verið tilkynnt. 26. apríl 2020 08:32