„Tiltölulega sprækur“ þegar smalar fundu manninn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. október 2020 12:22 Maðurinn hafðist við í neyðarskýli í nótt en smalar fundu hann þegar birta tók. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem leitað var að í Stafafellsfjöllum frá því í gærkvöldi fannst um ellefuleytið í morgun heill á húfi. Maðurinn hafðist við í neyðarskýli í nótt en smalar fundu hann eftir að birta tók og komu honum í hendur björgunarsveitarmanna. Maðurinn og björgunarsveitin eru rétt ókomin til Hafnar í Hornafirði. Leit að manninum hefur staðið yfir frá því gærkvöldi. Leitarsvæðið var nokkuð stórt en gul viðvörun var þar í gildi í alla nótt og allan morgun vegna austan storms og hríðar. Liðsstyrkur barst Landsbjörg í morgun þegar hópar björgunarsveitarfólks frá Austurlandi og Suðurlandi leystu þau af sem höfðu verið við leit í alla nótt. Á annað hundrað manns tóku þátt í björgunaraðgerðum og fleiri voru á leið á leitarvettvang þegar maðurinn fannst. Leitað frá klukkan átta í gærkvöldi Friðrik Jónas Friðriksson, aðgerðastjórnandi á Höfn, hafði verið við leitarstörf frá klukkan átta í gærkvöldi með einungis þriggja klukkustunda hvíld. „Það var mjög hvasst og leiðindaúrkoma með þessu og það var ástæðan fyrir því að þyrlan gat ekki athafnað sig nógu vel því það var allt of mikil úrkoma með þessu. Björgunarmenn fóru um svæðið og helstu gönguleiðir þarna og svo í morgun vorum við búnir að útvíkka leitarsvæðið og hann kemur niður á veg á því svæði þegar birti.“ Á annan tug björgunarsveitarmanna tóku þátt í leitinni sem hófst klukkan átta í gærkvöldi. Vel búinn og vanur göngumaður Maðurinn, sem er á tvítugsaldri hafðist við í neyðarskýli og var vel búinn. Hann er vanur útivistarmaður. Friðrik var spurður út í líðan mannsins; hvort hann hefði ekki verið kaldur og hrakinn. „Hann var tiltölulega sprækur. Það var enginn kuldi á honum í nótt. Hann var að labba niður veg þegar smalar sáu til hans og tilkynntu okkur málið.“ Ekki sé talin ástæða til að flytja manninn á sjúkrahús. „Það er alltaf jafn ánægjulegt þegar menn koma fólkinu heim.“ Já, er það ekki góð tilfinning? „Jú, það er yndisleg tilfinning þegar maður fær fréttir um að menn séu fundnir heilir á húfi.“ Lögreglumál Björgunarsveitir Hornafjörður Tengdar fréttir Maðurinn fundinn heill á húfi Maðurinn sem leitað hefur verið að í Stafafellsfjöllum frá því í gærkvöldi er fundinn heill á húfi. 29. október 2020 11:00 Björgunarfólki berst liðsauki og þyrlan að hefja leit að nýju Björgunarsveitarfólk var að störfum í alla nótt við leit að manni í Stafafellsfjöllum í Lóni. Þyrla Landhelgisgæslunnar fer á ný til leitar í birtingu. 29. október 2020 06:50 Þyrla, drónar og sporhundur koma að leit að manni í Stafafellsfjöllum Björgunarsveitir á Suðausturhorninu og á Austfjörðum leita nú að manni í Stafafellsfjöllum í Lóni. Þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðar við leitina. 28. október 2020 22:59 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Fleiri fréttir Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Sjá meira
Karlmaður sem leitað var að í Stafafellsfjöllum frá því í gærkvöldi fannst um ellefuleytið í morgun heill á húfi. Maðurinn hafðist við í neyðarskýli í nótt en smalar fundu hann eftir að birta tók og komu honum í hendur björgunarsveitarmanna. Maðurinn og björgunarsveitin eru rétt ókomin til Hafnar í Hornafirði. Leit að manninum hefur staðið yfir frá því gærkvöldi. Leitarsvæðið var nokkuð stórt en gul viðvörun var þar í gildi í alla nótt og allan morgun vegna austan storms og hríðar. Liðsstyrkur barst Landsbjörg í morgun þegar hópar björgunarsveitarfólks frá Austurlandi og Suðurlandi leystu þau af sem höfðu verið við leit í alla nótt. Á annað hundrað manns tóku þátt í björgunaraðgerðum og fleiri voru á leið á leitarvettvang þegar maðurinn fannst. Leitað frá klukkan átta í gærkvöldi Friðrik Jónas Friðriksson, aðgerðastjórnandi á Höfn, hafði verið við leitarstörf frá klukkan átta í gærkvöldi með einungis þriggja klukkustunda hvíld. „Það var mjög hvasst og leiðindaúrkoma með þessu og það var ástæðan fyrir því að þyrlan gat ekki athafnað sig nógu vel því það var allt of mikil úrkoma með þessu. Björgunarmenn fóru um svæðið og helstu gönguleiðir þarna og svo í morgun vorum við búnir að útvíkka leitarsvæðið og hann kemur niður á veg á því svæði þegar birti.“ Á annan tug björgunarsveitarmanna tóku þátt í leitinni sem hófst klukkan átta í gærkvöldi. Vel búinn og vanur göngumaður Maðurinn, sem er á tvítugsaldri hafðist við í neyðarskýli og var vel búinn. Hann er vanur útivistarmaður. Friðrik var spurður út í líðan mannsins; hvort hann hefði ekki verið kaldur og hrakinn. „Hann var tiltölulega sprækur. Það var enginn kuldi á honum í nótt. Hann var að labba niður veg þegar smalar sáu til hans og tilkynntu okkur málið.“ Ekki sé talin ástæða til að flytja manninn á sjúkrahús. „Það er alltaf jafn ánægjulegt þegar menn koma fólkinu heim.“ Já, er það ekki góð tilfinning? „Jú, það er yndisleg tilfinning þegar maður fær fréttir um að menn séu fundnir heilir á húfi.“
Lögreglumál Björgunarsveitir Hornafjörður Tengdar fréttir Maðurinn fundinn heill á húfi Maðurinn sem leitað hefur verið að í Stafafellsfjöllum frá því í gærkvöldi er fundinn heill á húfi. 29. október 2020 11:00 Björgunarfólki berst liðsauki og þyrlan að hefja leit að nýju Björgunarsveitarfólk var að störfum í alla nótt við leit að manni í Stafafellsfjöllum í Lóni. Þyrla Landhelgisgæslunnar fer á ný til leitar í birtingu. 29. október 2020 06:50 Þyrla, drónar og sporhundur koma að leit að manni í Stafafellsfjöllum Björgunarsveitir á Suðausturhorninu og á Austfjörðum leita nú að manni í Stafafellsfjöllum í Lóni. Þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðar við leitina. 28. október 2020 22:59 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Fleiri fréttir Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Sjá meira
Maðurinn fundinn heill á húfi Maðurinn sem leitað hefur verið að í Stafafellsfjöllum frá því í gærkvöldi er fundinn heill á húfi. 29. október 2020 11:00
Björgunarfólki berst liðsauki og þyrlan að hefja leit að nýju Björgunarsveitarfólk var að störfum í alla nótt við leit að manni í Stafafellsfjöllum í Lóni. Þyrla Landhelgisgæslunnar fer á ný til leitar í birtingu. 29. október 2020 06:50
Þyrla, drónar og sporhundur koma að leit að manni í Stafafellsfjöllum Björgunarsveitir á Suðausturhorninu og á Austfjörðum leita nú að manni í Stafafellsfjöllum í Lóni. Þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðar við leitina. 28. október 2020 22:59