Æskilegt að samræma aðferðafræði við opnun og lokun landamæra Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. október 2020 12:53 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Vísir/EPA Utanríkisráðherra segir æskilegt að Norðurlöndin sammælist um aðferðarfræði við opnun og lokun landamæra í faraldrinum. Spenna hafi myndast á milli landanna. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra fundaði í gær með norrænum utanríkisráðherrum í tengslum við þing Norðurlandaráðs sem hefur farið fram í vikunni. Hann segir mikinn samhljóm meðal ráðherranna um skýrslu Björns Bjarnasonar, fyrrverandi ráðherra, um öryggis- og varnarmál. Unnið sé nú að því undir forrystu Dana að finna leiðir til að framkvæma tillögurnar sem þar koma fram. Mikil og aukin áhersla sé nú lögð á málaflokkinn. „Sem dæmi hafa vinir okkar Svíar verið að auka mjög framlög sín til varnarmála, þeir eru að auka framlög sín um 40% á næstu árum,“ segir Guðlaugur. „Það sem stendur upp úr núna eru sérstaklega netöryggismálin. Það eru ekki bara þessi hefðbundu varnarmál sem við þekkjum sem er lögð mikil áhersla á. Netöryggis og fjölþáttaógnir eru eitthvað sem við erum öll að eiga við á Norðurlöndunum og það er mikilvægt að við vinnum saman á þeim vettvangi.“ Utanríkisráðherra segir brotalamir hafa verið í samstarfi Norðurlandanna um opnun og landamæra. Guðlaugur segir samvinnu Norðurlandanna hafa gengið mjög vel að hluta í faraldrinum. „Það gekk einstaklega vel þegar við vorum við vinna saman að því að fá Norðurlandabúa heim. Þá unnum við Norðurlöndin sem einn maður. En hins vegar hefur sumt ekki gengið jafn vel. Sérstaklega þegar kemur að samstarfi varðandi opnun og lokun. Það hafa verið brotalamir þar sem við höfum rætt mjög hreinskilnislega og vonandi getum við lært mikið af því.“ Æskilegast væri að löndin sammælist um aðferðarfræði. „Og það hefur tekist að hluta. En því miður hafa orðið þar brotalamir. Og við alveg orðið meðvituð um það að það hefur orðið ákveðin spenna á milli landanna vegna þessa. Samstarf verður líka að virka þegar eitthvað bjátar á. Þetta hefur sannarlega reynt mjög á þjóðfélög og samstarf ríkja,“ segir Guðlaugur Þór. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira
Utanríkisráðherra segir æskilegt að Norðurlöndin sammælist um aðferðarfræði við opnun og lokun landamæra í faraldrinum. Spenna hafi myndast á milli landanna. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra fundaði í gær með norrænum utanríkisráðherrum í tengslum við þing Norðurlandaráðs sem hefur farið fram í vikunni. Hann segir mikinn samhljóm meðal ráðherranna um skýrslu Björns Bjarnasonar, fyrrverandi ráðherra, um öryggis- og varnarmál. Unnið sé nú að því undir forrystu Dana að finna leiðir til að framkvæma tillögurnar sem þar koma fram. Mikil og aukin áhersla sé nú lögð á málaflokkinn. „Sem dæmi hafa vinir okkar Svíar verið að auka mjög framlög sín til varnarmála, þeir eru að auka framlög sín um 40% á næstu árum,“ segir Guðlaugur. „Það sem stendur upp úr núna eru sérstaklega netöryggismálin. Það eru ekki bara þessi hefðbundu varnarmál sem við þekkjum sem er lögð mikil áhersla á. Netöryggis og fjölþáttaógnir eru eitthvað sem við erum öll að eiga við á Norðurlöndunum og það er mikilvægt að við vinnum saman á þeim vettvangi.“ Utanríkisráðherra segir brotalamir hafa verið í samstarfi Norðurlandanna um opnun og landamæra. Guðlaugur segir samvinnu Norðurlandanna hafa gengið mjög vel að hluta í faraldrinum. „Það gekk einstaklega vel þegar við vorum við vinna saman að því að fá Norðurlandabúa heim. Þá unnum við Norðurlöndin sem einn maður. En hins vegar hefur sumt ekki gengið jafn vel. Sérstaklega þegar kemur að samstarfi varðandi opnun og lokun. Það hafa verið brotalamir þar sem við höfum rætt mjög hreinskilnislega og vonandi getum við lært mikið af því.“ Æskilegast væri að löndin sammælist um aðferðarfræði. „Og það hefur tekist að hluta. En því miður hafa orðið þar brotalamir. Og við alveg orðið meðvituð um það að það hefur orðið ákveðin spenna á milli landanna vegna þessa. Samstarf verður líka að virka þegar eitthvað bjátar á. Þetta hefur sannarlega reynt mjög á þjóðfélög og samstarf ríkja,“ segir Guðlaugur Þór.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira