Farmurinn tryggður fyrir heimför eftir heimsóknina til smástirnis Kjartan Kjartansson skrifar 30. október 2020 12:14 Armur Osiris-Rex með sýninu innanborðs hangir yfir hylkinu sem flytur það heim til jarðar. NASA/Goddard/University of Arizona/Lockheed Martin Bandaríska geimfarið Osiris-Rex er nú tilbúið til heimfarar eftir að lokið var við að tryggja dýrmætan farm þess, sýni af yfirborði smástirnisins Bennu, í gær. Sýnið berst þó ekki til jarðar fyrr en í september árið 2023. Geimfarinu var flogið rétt að yfirborði Bennu í síðustu viku. Armur úr geimfarinu teygði sig niður og þyrlaði upp jarðvegi sem hann safnaði svo. Erfiðlega gekk í fyrstu að loka sýnahylkinu og lak því eitthvað af jarðveginum út í geim. NASA, bandaríska geimvísindastofnunin, tilkynnti í gær að nú væri búið að koma sýninu fyrir í sérstöku hylki sem verður sent heim til jarðar og loka því. Aðgerðin var mikið nákvæmnisverk og tók heila tvo daga. Eftir hvern áfanga þurftu leiðangursstjórarnir að fullvissa sig um að hann hefði gengið að óskum út frá myndum og fjarmælingum áður en hægt var að halda áfram með næsta áfanga lokunaraðgerðarinnar. Osiris-Rex og Bennu eru í um 330 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðu og því tekur það fjarskiptamerki um átján og hálfa mínútu að ferðast aðra leiðina. I’ve officially closed the Sample Return Capsule! The sample of Bennu is sealed inside and ready for our voyage back to Earth. The SRC will touch down in the Utah desert on Sep. 24, 2023. Thanks, everyone, for being a part of my journey #ToBennuAndBack pic.twitter.com/z75ITNiGBf— NASA's OSIRIS-REx (@OSIRISREx) October 29, 2020 Talið er að Osiris-Rex hafi náð að safna um 400 grömmum af jarðvegi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Vísindamenn greina sýnið þegar það berst til jarðar en vonir standa til að það geti varpað frekara ljósi á aðstæður við myndum sólkerfisins fyrir um fjórum og hálfum milljarði ára. Bennu er talið brot sem kvarnaðist upp úr mun stærra smástirni. Í smástirnum er að finna leifar efnis frá frumbernsku sólkerfisins. Osiris-Rex er nú fyrir utan braut jarðar og handan við sólina. NASA segir að glugginn til að hefja heimförina opnist í mars. Gangi allt að áætlun sleppir geimfarið sýnahylkinu þegar það þýtur fram hjá jörðinni í september eftir þrjú ár. Hylkið á að svífa á fallhlíf til mjúkrar lendingar í eyðimörk í Utah í Bandaríkjunum. Myndirnar sýna söfnunararminn fyrir og eftir að hann var færður ofan í hylkið sem flytur sýnið til jarðar.NASA/Goddard/University of Arizona/Lockheed Martin Geimurinn Vísindi Tækni Tengdar fréttir Sýnataka á smástirni virðist hafa gengið að óskum Hreyfiarmur bandaríska geimfarsins Osiris-Rex nældi sér í sýni af yfirborði smástirnisins Bennu í gærkvöldi. Aðgerðin virðist hafa gengið að óskum en það gæti tekið allt að tíu daga að skera úr um hversu miklu af ryki og grjóti geimfarinu tókst að safna. 21. október 2020 22:43 Grípur sér sýni úr smástirninu Bennu í kvöld Bandaríska geimfarið Osiris-Rex reynir að grípa bergsýni úr yfirborði smástirnisins Bennu í kvöld að íslenskum tíma. Til stendur að senda sýnið aftur til jarðar og gangi áformin eftir verður það stærsta sýni úr geimnum sem hefur komið til jarðar frá því að Apollógeimfararnir sneru heim frá tunglinu á 8. áratug síðustu aldar. 20. október 2020 15:44 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Bandaríska geimfarið Osiris-Rex er nú tilbúið til heimfarar eftir að lokið var við að tryggja dýrmætan farm þess, sýni af yfirborði smástirnisins Bennu, í gær. Sýnið berst þó ekki til jarðar fyrr en í september árið 2023. Geimfarinu var flogið rétt að yfirborði Bennu í síðustu viku. Armur úr geimfarinu teygði sig niður og þyrlaði upp jarðvegi sem hann safnaði svo. Erfiðlega gekk í fyrstu að loka sýnahylkinu og lak því eitthvað af jarðveginum út í geim. NASA, bandaríska geimvísindastofnunin, tilkynnti í gær að nú væri búið að koma sýninu fyrir í sérstöku hylki sem verður sent heim til jarðar og loka því. Aðgerðin var mikið nákvæmnisverk og tók heila tvo daga. Eftir hvern áfanga þurftu leiðangursstjórarnir að fullvissa sig um að hann hefði gengið að óskum út frá myndum og fjarmælingum áður en hægt var að halda áfram með næsta áfanga lokunaraðgerðarinnar. Osiris-Rex og Bennu eru í um 330 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðu og því tekur það fjarskiptamerki um átján og hálfa mínútu að ferðast aðra leiðina. I’ve officially closed the Sample Return Capsule! The sample of Bennu is sealed inside and ready for our voyage back to Earth. The SRC will touch down in the Utah desert on Sep. 24, 2023. Thanks, everyone, for being a part of my journey #ToBennuAndBack pic.twitter.com/z75ITNiGBf— NASA's OSIRIS-REx (@OSIRISREx) October 29, 2020 Talið er að Osiris-Rex hafi náð að safna um 400 grömmum af jarðvegi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Vísindamenn greina sýnið þegar það berst til jarðar en vonir standa til að það geti varpað frekara ljósi á aðstæður við myndum sólkerfisins fyrir um fjórum og hálfum milljarði ára. Bennu er talið brot sem kvarnaðist upp úr mun stærra smástirni. Í smástirnum er að finna leifar efnis frá frumbernsku sólkerfisins. Osiris-Rex er nú fyrir utan braut jarðar og handan við sólina. NASA segir að glugginn til að hefja heimförina opnist í mars. Gangi allt að áætlun sleppir geimfarið sýnahylkinu þegar það þýtur fram hjá jörðinni í september eftir þrjú ár. Hylkið á að svífa á fallhlíf til mjúkrar lendingar í eyðimörk í Utah í Bandaríkjunum. Myndirnar sýna söfnunararminn fyrir og eftir að hann var færður ofan í hylkið sem flytur sýnið til jarðar.NASA/Goddard/University of Arizona/Lockheed Martin
Geimurinn Vísindi Tækni Tengdar fréttir Sýnataka á smástirni virðist hafa gengið að óskum Hreyfiarmur bandaríska geimfarsins Osiris-Rex nældi sér í sýni af yfirborði smástirnisins Bennu í gærkvöldi. Aðgerðin virðist hafa gengið að óskum en það gæti tekið allt að tíu daga að skera úr um hversu miklu af ryki og grjóti geimfarinu tókst að safna. 21. október 2020 22:43 Grípur sér sýni úr smástirninu Bennu í kvöld Bandaríska geimfarið Osiris-Rex reynir að grípa bergsýni úr yfirborði smástirnisins Bennu í kvöld að íslenskum tíma. Til stendur að senda sýnið aftur til jarðar og gangi áformin eftir verður það stærsta sýni úr geimnum sem hefur komið til jarðar frá því að Apollógeimfararnir sneru heim frá tunglinu á 8. áratug síðustu aldar. 20. október 2020 15:44 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Sýnataka á smástirni virðist hafa gengið að óskum Hreyfiarmur bandaríska geimfarsins Osiris-Rex nældi sér í sýni af yfirborði smástirnisins Bennu í gærkvöldi. Aðgerðin virðist hafa gengið að óskum en það gæti tekið allt að tíu daga að skera úr um hversu miklu af ryki og grjóti geimfarinu tókst að safna. 21. október 2020 22:43
Grípur sér sýni úr smástirninu Bennu í kvöld Bandaríska geimfarið Osiris-Rex reynir að grípa bergsýni úr yfirborði smástirnisins Bennu í kvöld að íslenskum tíma. Til stendur að senda sýnið aftur til jarðar og gangi áformin eftir verður það stærsta sýni úr geimnum sem hefur komið til jarðar frá því að Apollógeimfararnir sneru heim frá tunglinu á 8. áratug síðustu aldar. 20. október 2020 15:44