Það er heldur betur hægt að líma sig fyrir framan sjónvarpið í dag en alls eru níu beinar útsendingar á sportrásum Stöðvar 2 í dag.
Dagurinn hefst snemma en klukkan 09.30 er Aphrodite Hills Cyprus Showdown golfmótið byrjar. Klukkan 15.00 hefst svo útsending frá Omega Dubai Moonlight Classic.
Albert Guðmundsson og félagar í AZ Alkmaar heimsækja Real Sociedad í kvöld en leikurinn hefst 17.55. Á sama tíma hest leikur Ludogorets og Tottenham.
Í síðari leikjunum í Evrópudeildinni í kvöld verður sýnt frá leikjum Arsenal og Molde annars vegar og Leicester og Braga hins vegar.
Pepsi Max Mörkin hefjast klukkan 20.00 en í þættinum verður knattspyrnusumarið í kvennaflokki gert upp.
Rauðvín og klakar, með Steinda Jr. í aðalhlutverki, er svo á sínum stað klukkan 21.00 en allar beinar útsendingar dagsins má sjá hér.