Kanye viðurkennir ósigur en gefur framboði 2024 undir fótinn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. nóvember 2020 09:07 Kanye West hefur gefið vísbendingar um að hann bjóði sig aftur fram árið 2024. Scott Dudelson/FilmMagic Rapparinn, fatahönnuðurinn og athafnamaðurinn Kanye West reið ekki feitum hesti í forsetakosningunum í Bandaríkjunum sem fram fóru síðastliðinn þriðjudag, og hverra úrslit liggja ekki enn fyrir. Þó liggur fyrir að West var ekki hlutskarpastur frambjóðenda að þessu sinni. Hann hefur sjálfur viðurkennt ósigur. Kanye virðist þó vera búinn að tilkynna um að hann hyggist reyna aftur að næsta kjörtímabili loknu. Daginn eftir kjördag tísti hann einföldum skilaboðum: „Kanye 2024.“ KANYE 2024 pic.twitter.com/Zm2pKcn12t— ye (@kanyewest) November 4, 2020 West tilkynnti framboð sitt til embættis forseta Bandaríkjanna í júlí á þessu ári. Þá sagði hann að framboðið sækti innblástur til Wakanda, sem er skáldað land úr ofurhetjuheimi Marvel. West sagði að það væri forgangsatriði í hans huga að binda endi á lögregluofbeldi í Bandaríkjunum. Ofbeldi bandarískra lögreglumanna gegn borgurum, einkum og sér í lagi svörtum borgurum, hefur lengi verið deiluefni í bandarísku samfélagi. Þá sagðist Kanye vilja fjarlægja efnablöndur úr svitalyktareyðum og tannkremi. Eins sagðist hann vilja vernda Bandaríkin með „frábærum her.“ Rapparinn víðfrægi var á kjörseðlinum í 12 af 50 ríkjum Bandaríkjanna, en framboðsfrestur flestra ríkja var honum fjötur um fót, þar sem hann var of seinn að skrá framboð sitt með lögboðnum hætti víðast hvar. Á landsvísu fékk framboð hans Afmælisflokkurinn eða Afmælisveislan (e. The Birthday Party) um 60.000 atkvæði. Það er almennt ekki nóg til þess að hreppa forsetastólinn, en þegar þetta er ritað hafa tveir atkvæðamestu frambjóðendurnir, Joe Biden fyrrverandi varaforseti og Donald Trump forseti, báðir fengið yfir 70 milljón atkvæði. Til samanburðar má benda á að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fékk yfir 71.000 atkvæði í forsetakosningunum hér á landi árið 2016. Flest atkvæði fékk Kanye í Tennessee, eða 10.188. Ríkið er almennt talið vígi Repúblikana. Til marks um það má benda á að Repúblikaninn Donald Trump vann þar í ár. Tennesse gefur ellefu kjörmenn í kosningakerfi Bandaríkjanna. Umdeilt framboð og andleg veikindi Framboð Kanye var umdeilt en á kosningafundum lét hann ýmis ummæli falla sem ekki féllu vel í kramið hjá stórum hópum fólks. Hann sagði meðal annars ranglega að Harriet Tubman, sem barðist fyrir afnámi þrælahalds, hafi í raun ekki frelsað þræla. Vildi Kanye meina að hún hafi „bara látið þrælana fara að vinna fyrir annað hvítt fólk.“ Þá gerði Kanye þungunarrof að umfjöllunarefni sínu á einum kosningafundanna. Þar grét hann og greindi meðal annars frá því að foreldar hans hafi íhugað þungunarrof þegar móðir hans gekk með hann, og að hann hafi viljað að eiginkona hans, Kim Kardashian West, færi í þungunarrof þegar hún gekk með elstu dóttur þeirra. Á síðasta ári greindi Kanye frá því að hann væri með geðhvarfasýki. Í kjölfarið fór eiginkona hans á samfélagsmiðla og bað fólk um að sýna veikindum hans skilning og samúð. Sagði hún að orð hans rímuðu ekki alltaf við það sem hann meinti í raun og veru. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Hollywood Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Lífið samstarf Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Tónlist Ævintýrasmíð bestu vinkvenna með sama barnsföður Lífið Fleiri fréttir Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Heitasti leikarinn í Hollywood Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Sjá meira
Rapparinn, fatahönnuðurinn og athafnamaðurinn Kanye West reið ekki feitum hesti í forsetakosningunum í Bandaríkjunum sem fram fóru síðastliðinn þriðjudag, og hverra úrslit liggja ekki enn fyrir. Þó liggur fyrir að West var ekki hlutskarpastur frambjóðenda að þessu sinni. Hann hefur sjálfur viðurkennt ósigur. Kanye virðist þó vera búinn að tilkynna um að hann hyggist reyna aftur að næsta kjörtímabili loknu. Daginn eftir kjördag tísti hann einföldum skilaboðum: „Kanye 2024.“ KANYE 2024 pic.twitter.com/Zm2pKcn12t— ye (@kanyewest) November 4, 2020 West tilkynnti framboð sitt til embættis forseta Bandaríkjanna í júlí á þessu ári. Þá sagði hann að framboðið sækti innblástur til Wakanda, sem er skáldað land úr ofurhetjuheimi Marvel. West sagði að það væri forgangsatriði í hans huga að binda endi á lögregluofbeldi í Bandaríkjunum. Ofbeldi bandarískra lögreglumanna gegn borgurum, einkum og sér í lagi svörtum borgurum, hefur lengi verið deiluefni í bandarísku samfélagi. Þá sagðist Kanye vilja fjarlægja efnablöndur úr svitalyktareyðum og tannkremi. Eins sagðist hann vilja vernda Bandaríkin með „frábærum her.“ Rapparinn víðfrægi var á kjörseðlinum í 12 af 50 ríkjum Bandaríkjanna, en framboðsfrestur flestra ríkja var honum fjötur um fót, þar sem hann var of seinn að skrá framboð sitt með lögboðnum hætti víðast hvar. Á landsvísu fékk framboð hans Afmælisflokkurinn eða Afmælisveislan (e. The Birthday Party) um 60.000 atkvæði. Það er almennt ekki nóg til þess að hreppa forsetastólinn, en þegar þetta er ritað hafa tveir atkvæðamestu frambjóðendurnir, Joe Biden fyrrverandi varaforseti og Donald Trump forseti, báðir fengið yfir 70 milljón atkvæði. Til samanburðar má benda á að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fékk yfir 71.000 atkvæði í forsetakosningunum hér á landi árið 2016. Flest atkvæði fékk Kanye í Tennessee, eða 10.188. Ríkið er almennt talið vígi Repúblikana. Til marks um það má benda á að Repúblikaninn Donald Trump vann þar í ár. Tennesse gefur ellefu kjörmenn í kosningakerfi Bandaríkjanna. Umdeilt framboð og andleg veikindi Framboð Kanye var umdeilt en á kosningafundum lét hann ýmis ummæli falla sem ekki féllu vel í kramið hjá stórum hópum fólks. Hann sagði meðal annars ranglega að Harriet Tubman, sem barðist fyrir afnámi þrælahalds, hafi í raun ekki frelsað þræla. Vildi Kanye meina að hún hafi „bara látið þrælana fara að vinna fyrir annað hvítt fólk.“ Þá gerði Kanye þungunarrof að umfjöllunarefni sínu á einum kosningafundanna. Þar grét hann og greindi meðal annars frá því að foreldar hans hafi íhugað þungunarrof þegar móðir hans gekk með hann, og að hann hafi viljað að eiginkona hans, Kim Kardashian West, færi í þungunarrof þegar hún gekk með elstu dóttur þeirra. Á síðasta ári greindi Kanye frá því að hann væri með geðhvarfasýki. Í kjölfarið fór eiginkona hans á samfélagsmiðla og bað fólk um að sýna veikindum hans skilning og samúð. Sagði hún að orð hans rímuðu ekki alltaf við það sem hann meinti í raun og veru.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Hollywood Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Lífið samstarf Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Tónlist Ævintýrasmíð bestu vinkvenna með sama barnsföður Lífið Fleiri fréttir Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Heitasti leikarinn í Hollywood Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Sjá meira